Saga - 1996, Síða 228
226
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
Tveimur árum síðar kallar hann sig „kongs umbodzmann j Kialar-
nes þingi milli Botnza og Erlidaar" og segist jafnframt vera „pro-
fastur j saman takmarki".24 Af þeim bréfum sem prentuð eru í
Fornbréfasafni og tilvísunum til Vigfusar í Alþingisbókum má ráða að
aðalvaldatími hans hafi verið um það bil frá 1565-69. I Lögréttu-
mannatali er Vigfús talinn nefndarmaður úr Þverárþingi sunnan Hvít-
ár á tímabilinu 1574-95.25 í íslenskum æviskrám segir að Vigfús hafi
verið „talinn ofbeldismaður", þótt ekki sé getið heimilda fyrir því,
en Vigfús var líka bókamaður. Hann skrifaði upp handrit26 og var
auk þess bókasafnari. I Bessastaðabók telur hann á einum stað upp
þær bækur sem hann hefur lánað burtu, meðal annars riddarasög-
ur og sálmabækur. Jafnframt er vitað að Vigfús var eigandi hand-
ritsins AM 325 II 4to,27 sem er eina varðveitta handritið sem hefur
að geyma Ágrip af Noregskonungasögum. Einnig má geta þess að Jón
Sigurðsson lét sér detta í hug að Vigfús hafi ef til vill verið eigandi
handritsins GKS 1812 4to, sem inniheldur prestaskrá og Jón álítur
vera upprunnið í Viðey.28 En Vigfús hafði einmitt tengsl við Viðey,
þar sem föðurbróðir hans, Alexíus Pálsson, var síðasti ábótinn þar.
Kona Vigfúsar var Ragnhildur, dóttir Þórðar Guðmundssonar, sem
var lögmaður sunnan og austan frá 1570 til 1606.29
Hinn skrifarinn er óþekktur og hönd hans aðeins þekkt af Bessa-
staðabók og einu skjali frá 1554. Er það dómur um arfaskipti eftir
Jón Bárðarson, ráðsmann í Viðey, dæmdur af Knúti Steinssyni, sem
hafði hirðstjórn á Islandi á árunum 1554-59.30
Skrifararnir hafa verið kunnugir og jafnvel haft með sér nokkra
samvinnu um ritun handritsins, þótt sá óþekkti (hönd I) hafi skrif-
að fyrri hluta handritsins að mestu leyti. Vigfús hefur þó skrifað
nokkur bréf inn á milli og einu sinni tekið við skriftum af hinum í
miðju skjali.31 Skiptingin er eftirfarandi:
24 AM 238 4to, bl. 123v-124r.
25 Einar Bjamason, Lögréttumannatal, bls. 523.
26 Til er með hans hendi uppskrift af Nýja annál, í AM 420c 4to; sjá Katalog L
bls. 627.
27 Katalog I, bls. 553.
28 D11, bls. 180-82.
29 Þingbók Þórðar er helsta heimild fyrir elstu Alþingisbókum, sbr. Alþingisbæk-
ur I, bls. xiv-xv.
30 19. nóv. 1554 í Kópavogi. „Sjöttardómr í héraði, kvaddr af Knúti kongsfógeta
Steinssyni, dæmir Ambjörgu Jónsdóttur löglegan erfingja föður síns, síra Jóns
Bárðarsonar." DIXII, bls. 779-80.
31 AM 238 4to, bl. 69v, þar sem Vigfús Iýkur uppskrift bréfsins.