Saga - 1996, Síða 230
228
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
tíma er vandkvæðum bundin, þótt leiða megi getum að því að
handritið hafi ekki orðið til fyrr en eftir 1553, og er þá miðað við
frásögn Páls Hvítfelds af skjalapokunum í Viðey. Auðveldara er að
ákvarða síðari tímamörk ritunartíma, því í handritinu eru engin
skjöl yngri en frá 1576. Vigfús Jónsson er talinn látinn um 1595.32
Það virðist ljóst að Vigfús hefur haft handritið AM 238 4to undir
höndum um nokkurt skeið. Þar sem hann virðist hafa haft sýslu-
völd í Kjósarsýslu er ekki ósennilegt að hann hafi haft áhuga á
bréfum sem vörðuðu jarðir Viðeyjarklausturs á þeim slóðum, sem
nú höfðu fallið í hendur konungs. Elsta skjalið með hendi Vigfús-
ar, sem tengist honum persónulega, er frá árinu 1557, þar sem Páli
Jónssyni er leigð jörðin Laxámes í Kjós.33 Yngstu dagsettu skjölin í
Bessastaðabók em, eins og áður sagði, frá 1576. Á bl. 124v hefur
Vigfús skrifað nafn sitt og ártalið 1578. Þannig má ætla að handrit-
ið hafi verið í hans fómm í 20-30 ár.
Afkomendur Vigfúsar vom og handgengnir Bessastaðamönnum.
Sonur hans, Ormur (1576-1625), sem oftast er kenndur við Eyjar í
Kjós og sonarsonur, Hákon Ormsson (1614-56), áttu mikil sam-
skipti við ráðamenn á Bessastöðum. Hákon var sýslumaður í Rang-
árvallasýslu frá 1652 til dauðadags, en þá var hann jafnframt um-
boðsmaður Tómasar Nikulássonar á Bessastöðum og lést þar.34
Mætti jafnvel hugsa sér að frá honum sé AM 238 4to komin til
Bessastaða. Eftir Hákon liggja mörg handrit, meðal annarra svo-
kölluð Bessastaða Copiu-bók (AM 280 4to), sem hefur að geyma
ýmis klaustraskjöl, þó ekki frá Viðey.35 Dóttursonur Orms, Sigurð-
ur Bjömsson lögmaður (1643-1723), var einnig handgenginn Bessa-
staðamönnum og kemur nokkuð við sögu Bessastaðabókar. Hann
var meðal annars veturinn 1664-65 á Bessastöðum hjá Tómasi
Nikulássyni og skrifaði þá upp Viðeyjarskjöl eins og áður sagði.36
32 Annálar 1400-1800 II, bls. 89. f Alþingisbókum er Vigfúsar síðast getið við
dóma 1594, sbr. Alþingisbækur II, bls. 447-48.
33 Vera má að Páll þessi hafi verið bróðir Vigfúsar. Hans er þó ekki getið í DI
XIII, nr. 546, þar sem arfaskipti eru gerð eftir Jón Pálsson, föður Vigfúsar, en í
Fitjaannál segir að einn bróðir Vigfúsar hafi heitið Páll og verið ráðsmaður í
Viðey, Annálar II, bls. 89.
34 Ami Magnússon, „Bessastadensia", bls. 130; sjá og íslenskar æviskrár II, bls.
234.
35 Katalog I, bls. 532.
36 Ami Magnússon, „Om de islandske klostre", bls. 286; sjá og íslenskar æviskrár
IV, bls. 212.