Saga - 1996, Page 231
BESSASTAÐABÓK
229
Skjalasöfn í Bessastaðabók
þegar litið er á efni handritsins AM 238 4to kemur í ljós að í megin-
dráttum skiptist það í þrennt. Fyrsti hlutinn (bl. 3-30v) hefur að
geyma skjöl tengd Viðeyjarklaustri, og virðist nokkuð líklegt að
hann geymi, að minnsta kosti að hluta, uppskrift af skjölum sem
legið hafa við klaustrið í Viðey og þá líklega úr skjalapokunum
sem Hvítfeld innsiglaði.
Miðbik handritsins (bl. 46r-94r) er erfiðara viðfangs, því engar
beinar heimildir eru fyrir uppruna þess og varðveislu. Hér er um
að ræða skjöl sem virðast vera úr eigu Þorvarðar Erlendssonar og
Erlendar, sonar hans. Þorvarður var lögmaður sunnan og austan á
h'mabilinu 1499-1512. Eina vísbendingin um að þessi skjöl séu úr
eigu þeirra feðga (önnur en efni þeirra) er sú sem gefin er í hand-
ritinu sjálfu, að hér sé um að ræða uppskrift af bréfabók Þorvarðar
lögmanns, en sú bók er að öðru leyti ekki þekkt. Þorvarður lést í
Noregi 1513.37 Ekki eru til neinar heimildir um afdrif bréfabókar
hans, en ekki er ólíklegt að hún hafi lent hjá Erlendi syni hans, eða
Vigfúsi Erlendssyni, sem tók við lögmennsku eftir Þorvarð bróður
sinn. Erlendur varð síðan lögmaður sunnan og austan að Vigfúsi
látnum. Á Alþingi 1553 dæmdi Eggert Hannesson, sem þá var hirð-
stjóri, Erlend frá lögmennsku og eignir hans undir konung. Sjálfur
sat Eggert „í nafni konungs í gózum Erlendar lögmanns næstu
árin".38 Árið 1557 sigldi Erlendur á konungsfund og fékk uppreisn
*ni, einkum er talið að hann hafi komið sér vel við Knút Steins-
s°n, sem talað hafi máli hans við konung.39 Mætti hugsa sér að ein-
hvern tíma á bilinu 1553-57 hafi bréfabók Þorvarðar lent í höndum
Eggerts Hannessonar, eða Knúts Steinssonar, en allt eru það get-
gátur sem ekki er hægt að styðja neinum beinum rökum. Svo lengi
Sem ekki þekkjast nánari deili á þeim sem stýrði penna í fyrri hluta
handritsins (hönd I) verður erfitt að segja hvar hann var við skriftir
eða fyrir hvern. Þótt bæði Viðeyjarskjölin og bréfin frá Þorvarði Er-
fendssyni séu að mestu leyti rituð með hendi I, hefur Vigfús skrif-
37 Sjá Gustaf Storm, Islandske annaler, bls. 373; sbr. og íslenskir ættstuðlar III, bls.
36-37,39.
38 Jón Þorkelsson, „Frá Selvogi", bls. 318.
39 Faerð hafa verið rök fyrir því að Erlendur hafi blíðkað Knút með handritagjöf-
um úr safni föður síns; Sveinn Bergsveinsson, „Handritið Germ. Quart. 2065",
bls. 153.