Saga - 1996, Page 232
230
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
að bl. 51, sem er laust blað milli kvera, og bl. 62v-65v, sem einnig
eru laus blöð. Þó eru á þeim tvö bréf sem tengjast Þorvarði Er-
lendssyni, sem styður enn þá tilgátu að skrifararnir tveir hafi haft
með sér einhverja samvinnu.
Síðasti hluti Bessastaðabókar (bl. 94r-154v) er ættaður frá Vigfúsi
Jónssyni og skrifaður af honum. Aftast í handritinu er kafli skrifað-
ur með svokölluðu settletri40 og hefur hann upphaflega verið bl.
125r-128v, en hefur verið færður til og bundinn aftast í handritið.41
Auk þeirra þriggja meginskjalasafna sem Bessastaðabók hefur að
geyma, er þar að finna skjöl sem ótvírætt benda til þess að upp-
runa handritsins AM 238 4to megi rekja til Bessastaða. í fyrr-
nefndri skrá Páls Hvítfelds eru auk skjalapokanna í Viðey nefnd
bréf, sem hann segist hafa móttekið frá Laurentz Mule og Eggert
Hannessyni er hann tók við hirðstjórn af þeim árið 1553:42
Breff paa een gaardtt heder Nederuych [Njarðvík] som bleff
forbrott vnder kronen oc giiffuer xij wætther fiisk.
xxviij permenntzbreff och j papyrsbreff liudendis paa
Biscop Ions són. Sære Biórn. som Eggertt antuordet mig.
I Bessastaðabók eru bréf sem svara til þessarar lýsingar. A bl. 35r-
45r eru bréf varðandi jarðaskipti Björns Jónssonar. Beint á eftir
þeim kemur bréf um Njarðvík. Það er ekki ólíklegt að hér séu kom-
in þau bréf sem Páll Hvítfeld fékk í hendur sumarið 1553. Að vísu
eru jarðabréf sr. Björns aðeins 25, en það mætti ef til vill telja með
fjögur bréf sem standa með þessum í handritinu, þ.e. tvö bréf sem
varða jarðir sem Björn keypti af Erlendi lögmanni Þorvarðssyni, og
annars vegar kvittunarbréf Jóns Magnússonar vegna barna sr.
Björns og hins vegar skrá Eggerts Hannessonar og Ólafs Hjaltason-
ar biskups á Hólum, um jarðeignir þær sem Jón Arason á að hafa
selt undan Hóladómkirkju. Ekki skal þó fullyrt hér að öll bréfin 29
hafi varðveist, en það væri nokkur tilviljun ef að minnsta kosti
þessi 27 jarðabréf svöruðu ekki til þeirra sem Páll Hvítfeld tók við
40 Settletur er fyrirrennari prentleturs og er munurinn á notkun þess og venju-
legrar kúrsívrar handar, sem annars er alls ráðandi í Bessastaðabók, sams
konar og nú er milli skrifleturs og prentleturs.
41 Hannes Þorsteinsson (Annálar 1400-1800 I, bls. 2) virðist hafa álitið að þessi
kafli væri með hendi Vigfúsar, og byggir það á orðum Jón Þorkelssonar í D1
IX, bls. 50, en mér virðist sem Jón segi þar einmitt að Vigfús hafi ekki skrifað
þennan kafla, heldur bara spássíugreinar sem honum fylgja.
42 DIXII, bls. 595.