Saga - 1996, Blaðsíða 239
BESSASTAÐABÓK
237
143 4to, hafi þannig skýrst, er enn ekki ljóst hvers vegna einmitt
þau skjöl sem Bessastaðabók hefur að geyma úr skjalasafni Viðeyjar-
klausturs hafa varðveist.
Jarðabréf klaustursins
Þegar litið er á þau skjöl Viðeyjarklausturs sem er að finna í fyrsta
kveri handritsins AM 238 4to (á bl. 3-30) virðist augljóst að hér er
aðeins um brot af skjalasafni klaustursins að ræða, því ef þau bréf
sem standa í Bessastaðabók eru einu jarðaskjölin sem klaustrinu
hafa tilheyrt um siðaskipti þá vantar stóran hluta slíkra skjala sem
ætla má að gerð hafi verið, eftir að skylt var að hafa bréf fyrir jörð-
um. í fyrsta hluta Bessastaðabókar eru aðeins jarðabréf fyrir 31 jörð
klaustursins,54 í jarðaskrám frá 1395, sem einnig eru í Bessastaða-
bók, eru nefndar 44 jarðir55 og í elstu fógetareikningum eru taldar
99 jarðir sem tilheyrt hafa Viðeyjarklaustri um siðaskipti.56 Sé síðan
litið á aldur jarðaskjalanna kemur í ljós að elsta heimildarbréf fyrir
jörð er frá 1380, þegar Valgarður Loptsson bóndi að Syðstu-Vallá
gefur klaustrinu tuttugu hundruð í jörðinni upp í kennslulaun son-
ar síns. Þetta bréf hefur nokkra sérstöðu, þar sem það eitt er miklu
eldra en öll hin bréfin í safninu. Að vísu er eitt bréf frá því um
1433, gjafabréf fyrir Hólum í Grímsnesi, sem virðist hafa nokkra
sérstöðu líka þar sem ártalið á því í handritinu er 1407, sem ekki
fær staðist.57
Ef litið er á uppbyggingu skjalasafnsins eins og það hefur varð-
veist vekur strax athygli að flest bréfin í fyrri hluta fyrsta kversins
(bl. 3-15) eru frá síðari hluta 15. aldar og frá 16. öld. Frá 15. öld hafa
varðveist 15 bréf sem snerta jarðaskipti eða deilur um 16 jarðir. Frá
16. öld er 21 bréf sem varða 14 jarðir. Hið elsta þessara bréfa er frá
54 Jarðimar verða 35 ef með em talin bréf um sölu Ölvatnsholts í Holtum (AM
238 4to, bl. 66v-67r), og bréf um kaup á Kiðafelli, Valdastöðum, Bollastöðum,
Hálsi og Snartastöðum (bl. 66r-v), en þau falla utan meginsafns Viðeyjar-
skjala í handritinu.
55 Tvaer jarðanna sem nefndar em í skránni frá 1395, Kolbeinsstaðir á Rosm-
hvalanesi og Gröf á Kjalamesi, virðast hafa gengið úr eigu klaustursins, því
fyrir þeim em jarðabréf frá 16. öld; Gröf, keypt 1503 og Kolbeinsstaðir, keypt-
ir 1513.
56 DIXII, bls. 106-17.
57 I Bessastaðabók er bréfið dagsett „M d vij", sem ekki fær staðist; sjá rök-
semdafærslu fyrir árinu 1433 í D/ IV, bls. 530-31.