Saga - 1996, Page 242
240
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
En hvers vegna er verið að staðfesta eldri bréf og taka þessa vitn-
isburði? Sennilegasta skýringin hlýtur að vera að frumbréf hafi
ekki lengur verið fyrir hendi til að sanna eignarréttinn og því hafi
orðið að grípa til þessa ráðs. Hér kemur til sögunnar enn einn vitn-
isburður um reka. Á bl. 26r-v er vitnisburður Ólafs Koðránssonar
og Þorsteins Þorgeirssonar um reka „milli Klaufar og Esjubergs"
sem Böðvar Jónsson hefur tekið „í umbodi og skipan herra Steph-
ans med guds nad biskups i Skalhollti". Þetta bréf stendur, án ár-
tals, mun aftar í handritinu en hinir vitnisburðirnir, en augljóst er
að þessi hefur verið tekinn á sama tíma og þeir sem áður gat, þar
sem fyrir koma sömu vottar og í bréfunum frá 1497. í þessum
staka vitnisburði, sem er nokkuð öðru vísi orðaður en hinir, segir
m.a.: „olafvr kodranzson og þostein þorgeirsson sogdvst hafa sied
og heyrt lesin svodan maldaga kirkivnnar og klavstursens j videy
advr enn brann kirkiann". Er þetta eina þekkta tilvísun um slíkt,
því annálar nefna ekki bruna og ekkert hefur enn sem komið er
sést af uppgrefti þeim sem nú fer fram í Viðey, sem stutt gæti
þetta. En ekki hefur enn verið grafið á öllu því svæði sem klaustur-
kirkjan stóð á.60
Frá bl. 18v-22r eru jafnframt bréf um réttindi og ítök Viðeyjar-
klausturs, fyrst um veiðiréttindi í Elliðaám, síðan fjögur bréf frá 13.
öld, sem hafa yfirskriftina „hier eptir fylgir maldaginn klausturz-
ins j widey" sem öll fjalla um réttindi klaustursins í landareignum
annarra. Síðan eru landamerkjabréf frá ýmsum tímum, sem afmarka
rekaítök og viðarítök klaustursins á Hvalsnesi og Hvaleyri. Þá er
skrá um landamerki milli Laugarvatns og Snorrastaða, loks mál-
dagi Laugarvatnskirkju og máldagi Þorlákskirkju á Suður-Reykjum í
Mosfellssveit. Kirkjan á Suður-Reykjum heyrði undir Mosfell, sem
var eign Viðeyjarklausturs, en jörðin var bændaeign.61 Á eftir þess-
um máldögum koma fjögur bréf um gjafir til Viðeyjarklausturs, eink-
um osttolla.
Ef litið er á þau skjöl sem varðveist hafa er ljóst að eftir 1480
eykst safn jarðabréfa klaustursins og vitnisburðimir frá 1487 og
1497 eru líka glöggur vottur þess að hér sé verið að reyna að bæta
60 Steinunn Kristjánsdóttir, Heiðrnr og helgar minjar í Viðey, bls. 38-40; sama „Klaust-
ureyjan á Sundum", bls. 45-46.
61 Sbr. DII, nr. 58. Þess má geta að Erlendur Þorvarðsson gaf Margréti dóttur
sinni jörðina (Syðri) Reyki er hún giftist Þórólfi Eyjólfssyni árið 1539, sbr. D/
X, bls. 497.