Saga - 1996, Síða 244
242
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
dóttur umboð íyrir arfi sínum.63 Ætla má að Ólafur hljóti hér að
vera um eða yfir tvítugt og því ef til vill fæddur um 1450. Þor-
steinn Þorgeirsson, sem vottar með Ólafi um rekaítökin 1497, seg-
ist þá hafa verið í vernd Viðeyjarklausturs í 46 ár og hafa þar af
búið 20 ár á jörðum klaustursins. Hann hefur því komið til Viðeyj-
ar um 1450, ef til vill sem barn og verið alinn þar upp. Tveir menn
votta með Ólafi í vitnisburðinum um Kálfatjörn, Jón Oddsson, sem
er að öðru leyti óþekktur, og Kári Þorgilsson, sem gæti verið sá
sami sem viðstaddur er sölu Norðurreykja í Mosfellssveit árið
1493.64 Það virðist líklegt að 1473 sé Ólafur um tvítugt og þótt Þor-
steinn Þorgeirsson hefði ef til vill getað heyrt lesinn máldaga Við-
eyjarklausturs um 1450, er ólíklegt að Ólafur Koðránsson hafi heyrt
hann og lesið hann sjálfur svo snemma. Árið 1473 er Ólafur á veg-
um Ólafar Loftsdóttur og síðan virðist hann vera handgenginn Sol-
veigu Þorleifsdóttur, mágkonu hennar. Hann er vottur að handsali
Jóns Sigmundssonar á Flatartungu í hendur Sigmundar, föður síns,
árið 1478 og kemur svo við nokkur bréf 1479 þar sem hann stað-
festir að hafa verið viðstaddur þetta handsal.65 Hvort hann hefur
þá einhvern tíma verið í Viðey vitum við ekki. Ættingjar Solveigar
áttu nokkur viðskipti við klaustrið. Einar, bróðir hennar, skiptir á
jörðum við klaustrið 1447 og Skúli Loftsson, mágur hennar, gefur
klaustrinu jörðina Heiðarhús árið 1480, og svo mætti áfram telja.66
Þannig að Ólafur Koðránsson gæti hafa átt leið suður á áttunda
áratugi 15. aldar, komið í Viðey og lesið máldaga klaustursins áður
en kirkjan brann.
Máldagar Viðeyjarklausturs
Eitt sem vekur athygli við rannsókn á skjölum Viðeyjarklausturs í
Bessastaðabók er að engir aðalmáldagar klaustursins eru meðal
þeirra. Máldagarnir eru nú varðveittir í AM 263 fol., sem oft er
63 D/V,bls. 709-10.
64 Sjá D/ VII, bls. 189. Skjalið er á bl. 23r í AM 238 4to. Ólafur Koðránsson kemur
líka við bréf frá 1515 er Ólafur Ásbjamarson selur Jóni Einarssyni Njarðvík
(AM 238 4to, bl. 45r-v; sbr. D/ VIII, bls. 563). Sbr. og Einar Bjamason, Lögréttu-
mannatal, bls. 420.
65 D/ VI, nr. 186,192,193,219 og 417.
66 Vert er að geta þess að Ólöf var systir Þorvarðar Loftssonar, afa Þorvarðar
lögmanns, og Skúli var hálfbróðir þeirra.