Saga - 1996, Page 247
RESSASTAÐABÓK
245
ar annars vegar og Gríms Pálssonar og hans afkomenda hins vegar
um arfaskipti eftir foreldra hins síðamefnda, en þeir Þorvarður
vom systrasynir. Þar fær Grímur Þorvarði meðal annara jarða
'/jórd aa akranese er heiter galltarvik xx c".71
Næst á eftir þessu Norðurreykjabréfi er landamerkjabréf sem
8ert er að undirlagi Erlendar Þorvarðssonar (lögmanns Erlends-
sonar). Hér er hann fremstur í flokki manna sem riðu á landamerki
jarðanna Þorláksstaða og Hurðarbaks í Kjós. Bréfið er gert 1535, af
ársetningu aftast í því að marka, en ekki er víst að áreiðin hafi farið
fram þá. Alexíus ábóti í Viðey er meðal þeirra sem riðið hafa á
landamerki þessara jarða, en hvomg þeirra tilheyrði klaustrinu.
A eftir þessu landamerkjabréfi koma tvö bréf sem ýta undir þann
grun að Bessastaðabók sé ekki bein afskrift „bréfabókar" Viðeyjar-
klausturs. Þessi bréf varða Kalmanstungu í Hvítársíðu og em þau
ýngstu í þessari tíu bréfa syrpu. Fyrra bréfið er frá 1540, gjafabréf
Ogmundar biskups til systursonar síns, Þorsteins Þórðarsonar, fyr-
ir jörðinni Kalmanstungu. Síðara bréfið er dagsett ári síðar, þar
staðfestir Gissur biskup þessa gjöf, „saker þess at greindvr þostein
hefur mier lofad sinne hollvstv og trvre tienvstu."72 Ögmundur
hafði hins vegar gefið Þorsteini jörðina í þjónustulaun vegna þess
að hann hafi „lofad at styrkia oss og vomm radum at hlita j þvi
honum er mogvligtt og vier honum til seigium".73 Þorsteinn hefur
því líklega séð sitt óvænna eftir að Ögmundur missti völd sín og
söðlað um til hins nýja siðar, eins og fleiri. Bréfin um Kalmans-
hingu gætu hafa verið til á Bessastöðum þegar AM 238 4to var
skrifað, því Þorsteinn Þórðarson, eigandi jarðarinnar, hafði orðið
sekur við konung og orðið að láta af hendi jörð sína Fljótstungu í
Hvítársíðu. Verið gæti að hann hafi orðið að leggja fram bréf fyrir
öðrum eignum sínum þegar þetta mál kom upp.74
A eftir þessum Kalmanstungubréfum koma fimm bréf sem varða
jarðir Viðeyjarklausturs. Fyrst er enn eitt bréf um Vatnsleysu frá
1479 og því mun eldra en bréfin á bl. 6v-7v, sem eru frá 1516-18.
Þetta er vitnisburður Arngerðar Halldórsdóttur um ítök í land
71 D/ VII, bls. 583.; sjá jafnframt DIVIII, bls. 322. Páll gaf að vísu aðeins 16 hndr.
fyrir Galtarvík. Um Möðruvallamál sjá Jón Sigurðsson, „Lögsögumannatal",
bls. 96-99.
72 AM 238 4to, bl. 24r. Sbr. D/ X, bls. 662. Sjá einnig DIX, bls. 689.
73 AM 238 4to, bl. 23v. Sbr. DIX, bls. 552.
74 Sbr. D/ XI., bls. 811 og 816.