Saga - 1996, Page 250
248
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
þriggja jarða í Grímsnesi. Þar á eftir er „Eingeyjar Maldagi", og
áfastur við hann er máldagi kirkjunnar í Laugarnesi. Engey og
Laugarnes höfðu lengi verið í eigu ættar ívars Hólms og árið 1486
gaf Margrét Vigfúsdóttir (Ivarssonar Hólms) dóttursyni sínum,
Þorvarði Erlendssyni, þessar jarðir ásamt fjórum jörðum á Suður-
nesjum.84 Hér er og vert að nefna að í bréfi Stefáns biskups 19. febr-
úar 1497, þar sem hann býður Böðvari Jónssyni að taka vitnisburð-
ina um rekaréttindin, segir einnig:
Item skal og sira Bodvar somvleidis taka vitnisbvrd þeirra
manna sem vm mega bera þa giof edr gafv sem hvsfrv
Holmfridur heitin vigfvssdottir hefir giortt vm eingey vid
opt nefnt Videyarklavstur.85
Engir slíkir vitnisburðir hafa þó varðveist - eða verið teknir, en
þetta skýtur enn stoðum undir þá tilgátu að bréfabók Þorvarðar
Erlendssonar eigi stærri hlut í varðveislu skjala sem tengjast Við-
eyjarklaustri en áður hefur verið talið.
Líklega eru síðustu bréfin í þessum hluta Bessastaðabókar einnig
úr safni hans. Þetta eru máldagi Víkurkirkju, landamerkjabréf milli
Víkur, Efferseyjar, Eiðis og Lambastaða og máldagi Staðarkirkju í
Grindavík, sem er að mörgu leyti athyglisverður sem dæmi um
þróun og varðveislu kirknamáldaga.86 Síðan eru tvær skrár um
hval- og viðarreka á Rosmhvalanesi, sem eindregið benda til þess
að þetta sé frekar úr safni Þorvarðar lögmanns en Viðeyjarklaust-
urs þar sem þær snerta klaustrið ekki beint. Honum hefur verið
mikilvægt að hafa slíkar skrár á reiðum höndum vegna embætta
sinna. Loks eru í þessum hluta Bessastaðabókar þrjár skrár, tvær
þær fyrri frá 1395, og rekja þær jarðeignir og leigur á jörðum Við-
eyjarklausturs, og hversu „margar iardir hafa undir komid sidan
Pall aboti kom til videyjar". Síðasta skjalið í þessu kveri (bl. 30v) er
frá 1313 og ber yfirskriftina: „Anno domini m iij c & xiij ar var
þessi leiga skylld a jördum Videyjar klavsturs".
84 Sbr. D/XI, bls. 570. Árið 1515 fékk Vigfús Erlendsson m.a. þessar jarðir í sinn
hlut eftir sættargerð hans við Grím Pálsson og Þorleif, son hans, sjá D/ VIII,
bls. 557-61. Þessar jarðir gengu síðar til Ögmundar Pálsssonar biskups upp í
skuld Vigfúsar við hann. Ögmundur-gaf þær síðan Þórólfi Eyjólfssyni, syst-
ursyni sínum og tengdasyni Erlendar lögmanns Þorvarðssonar og urðu deil-
ur út af því eftir siðskipti. Sbr. DIX, bls. 378 og D/ XII, bls. 699.
85 AM 238 4to, bl. 17r.
86 Ólafur Ásgeirsson gerir grein fyrir máldögum Staðarkirkju í „Máldagar Stað-
arkirkju í Grindavík", bls. 55-61.