Saga - 1996, Page 259
SKÁLDLEG SAGNFRÆÐI
257
Það virðist helst standa hugmynd Aristótelesar fyrir þrifum að
skáld eru talin beita alls kyns skáldlegum brögðum sem aðgreini
þau frá sagnfræðingum, jafnvel þó viðfangsefni þeirra séu sögu-
legir atburðir. Þess vegna kallast söguleg skáldverk ekki sagnfræð-
nt. Hins vegar bregður svo við um þessar mundir að æ fleiri færa
rök fyrir þeirri skoðun að sagnfræðingar eigi fleira sameiginlegt
með skáldum en virðist við fyrstu sýn, að þeir beiti einnig skáld-
legum brögðum, þannig að sögulegir atburðir í sagnfræðiriti séu í
vissum skilningi tilbúningur sagnfræðingsins, rétt eins og átti við
Urri skáldið samkvæmt Aristótelesi. Nú væri vert að athuga þessa
skoðun og hvert hún leiðir.
Sé frásögnum skipt í tvennt, sannar og ósannar, hvorum megin
^Hyggjar lendir sögulegur skáldskapur? í klassískri fomöld var
bæði fengist við sagnfræði og skáldskap. Fyrir skáldskap notuðu
Grikkir hugtakið poiésis sem mætti þýða „sköpun". Skáldið var þá
poiétés eða skapari; hann bjó til. Fyrir sagnfræði var notað historia
sen\ í raun réttri þýddi rannsókn. Þannig heita verk Heródótosar
°g Þúkydídesar Rannsóknir. Þetta orð tók brátt að þýða saga sem
sagnfræðingar segja. Eins og sagnfræðingar leituðust við að segja
satt, þá var skáldum legið á hálsi fyrir að fara með staðlausa stafi,
tilbúning, lygar, ósannindi. Þessi greinarmunur tók fyrst og fremst
til innihalds, eins og gefur að skilja, en síður til forms eða frásagn-
arháttar; það vom sögulegar staðreyndir sem aðgreindu sagnfræði
°8 skáldskap.6 Grikkir áttu eitt orð yfir allt sem var ósatt og nefndu
Pseudos. Hvort heldur vom vísvitandi lygar, meinlaus ósannindi
eða skáldskapur var innihaldið pseudos. Hjá því varð ekki komist.
^ þetta hafa gagnrýnendur skáldskaparins bent öldum saman og
^ór Platon fyrir. Skáldskapnum var ekki treystandi því skáldið
laug7
Nú er spurt um sanngildi frásagna, hvort heldur sagnfræði eða
skáldskapar. „Caesar heimsótti Catúllus" er annað hvort sönn eða
°sönn fullyrðing. Hún er sönn ef það er söguleg staðreynd að
^aesar hafi heimsótt Catúllus, annars ekki; hún er sönn eða ósönn
hvort heldur í sagnfræðiriti eða skáldsögu. En hver er þessi sögu-
le8a staðreynd, að Caesar heimsótti Catúllus? Einhver atburður sem
6 Elsta daemið um þennan greinarmun er vafalaust að finna í Ijóði Hesíódosar,
^oðakyni, 11.26-8, sem líklega var ort upp úr aldamótunum 700 f.Kr.
Irski fomfræðingurinn W. B. Stanford gerir grein fyrir árásum á skáldin og
heldur uppi vömum í góðri bók: Enemies ofPoetry, einkum bls. 8-32.
17-SAGA