Saga - 1996, Page 260
258
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
gerðist á tilteknum stað og tíma? En hann er löngu liðinn og horf-
inn, gerólíkur þeirri staðreynd að þú, lesandi góður, ert að lesa
þessi orð akkúrat núna. Hann er líka gerólíkur því sem núna er sú
sögulega staðreynd að Caesar heimsótti Catúllus; af því hann var
atburður er hann staðreynd. Á öldinni sem leið sagði sagnfræðing-
urinn Leopold von Ranke að markmið söguritunar væri eitt: að
greina frá sögunni eins og hún var í raun og veru (wie es eigentlich
gewesen), segja frá sögulegum staðreyndum, því sem Aristóteles
kallaði hið einstaka.8 Til að gera langa sögu stutta leið ekki á löngu
þar til sagnfræðingar fóru að bera brigður á skoðun Rankes, einmitt
vegna þess að sögulegar staðreyndir reyndust vera annarlegar.9
Það var ekki ljóst hvort þær einfaldlega vísuðu til einhvers sem var
eða gerðist, eða hvort þær vísuðu til einhverrar margslunginnar
fullyrðingar að eitthvað hefði verið eða gerst; einfaldleiki hins ein-
staka var horfinn. Hér var vegið að staðreyndadýrkun nítjándu
aldar: söguleg staðreynd er ekki sjálfstæður veruleiki, enda hvergi
til nema í höfði þess sem segir að eitthvað hafi verið eða gerst.
Þannig býr sagnfræðingurinn til staðreyndina með söguritun sinni.
Þetta var niðurstaða Carls Beckers í frægri grein, en hann var undir
miklum áhrifum frá Benedetto Croce, gagnrýnanda Rankes.10 Sé
niðurstaðan rétt, virðist vera sem sjálf staðreyndin um heimsókn
Caesars sé ekkert annað en fullyrðing um liðinn atburð, það sem
sagnfræðingurinn býr til eftir kúnstarinnar reglum, einfaldaður en
ekki einfaldur liður í frásögn hans.
Hvað varð þá um sanngildið? Becker sagði reyndar að ekki væri
við hæfi að tala um sanngildi sögulegra staðreynda sem fullyrð-
inga, heldur aðeins spyrja hvort fullyrðingarnar sjálfar væru við
hæfi.11 En er hér ekki of langt gengið? Innsæið segir flestum að
sagnfræðingur vilji ekki fara með staðlausa stafi heldur vísa til ein-
hvers sem var raunin; ef svo væri ekki hyrfi viðfangsefnið og sagn-
8 „Geschichten der romanischen und germanischen Völker", bls. vii. Kafli úr
þessu verki ásamt öðrum brotum úr verkum Rankes er að finna í: Fritz Stern,
The Varieties ofHistory, bls. 54-62.
9 Reyndar hafði verið bent á vandræðin þegar á nítjándu öld, meðal annars af
Goethe og Humboldt; sagan er rakin af M. I. Finley, „'How it really was'",
bls. 47-55.
10 Sjá „What Are Historical Facts?", bls. 123. Croce hafnaði því alfarið að til
væru sögulegar staðreyndir óháðar sögunni sem segði frá þeim; sjá Zur The-
orie und Geschichte der Historiographie, bls. 52-71.
11 Becker, sama rit, bls. 124-25.