Saga - 1996, Page 264
262
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
verulegum sögulegum skáldsögum flest til foráttu, enda fylgdu
þær ekki forskrift hans. Kenning Lukács fer lágt um þessar mund-
ir. Það er hins vegar ljóst að hana má nota til að dýpka skoðun
Aristótelesar: skáldið notar sögulegar staðreyndir til að lýsa á al-
mennan hátt manneskjunni á ákveðnu skeiði, til dæmis með því að
sýna þjóðfélagsástand með sviptingasamri ævi tiltekinna einstak-
linga, eins og gert er í íslandsklukkunni.
Að ofan var vikið að þeirri hugmynd sagnfræðinga að frásagnar-
háttur væri eitt þeirra atriða sem réði miklu um söguna sjálfa; for-
tíðin réðist af textanum sem segði frá henni. Hayden White er einn
helsti málsvari þessa viðhorfs.17 Hann segir að bestu rökin fyrir því
að velja tiltekið sögulegt sjónarhorn en hafna öðru velti á fagur-
fræðilegri afstöðu og siðferðilegri; hann bendir á mikilvægi „hins
skáldlega innsæis" við val á þeim kenningum sem sagnfræðingar
nota við sagnaritun sína.18 Þess vegna er sagnfræðingum frjálst að
„smíða frásagnir sínar af ferli sögunnar á hvern þann hátt sem
samrýmist best siðferðilegum og fagurfræðilegum hugmyndum
þeirra."19 Þetta viðhorf er eitt afbrigði afstæðishyggju í sagnfræði.211
Hin „sögulega staðreynd" er ekki alveg horfin en þó orðin sleip og
háð frásagnarhættinum. Hugmyndin kallast retorísk afstæðishyggja
og skýrir hugtakið sig sjálft. Þeir sagnfræðingar sem hallast að
henni eru vinveittari þeirri kenningu sem áðan var kennd við sam-
hengi en hinni sem kennd var við samsvörun. En sem fyrr segir
17 Þessi hugmynd er eitt vinsælasta þrætuepli sagnfræðinga og söguspekinga
um þessar mundir; sjá Hayden White, „The Question of Narrative in
Contemporary Historical Theory", bls. 26-57, 216-24; „The Historical Text As
Literary Artifact", bls. 81-100; „Historical Emplotment and the Problem of
Truth", bls. 37-53. Sjá einnig: Hans Kellner, „Narrativity in History: Post-
Structuralism and Since", bls. 1-29; Már Jónsson, „Setningar og söguþræðir
eða um sagnfræði, skáldskap og bókmenntafræði", bls. 63-66.
18 Sjá: Metahistory: The Historical Imagination in Nineteenth-Century Europe, bls.
xii.
19 Sjá sama rit, bls. 434. Þýðingin er frjálsleg, en málsgreinin segir öll á ensku:
„Historians and philosophers of history will then be freed to conceptualize
history, to perceive its contents, and to construct narrative accounts of its
processes in whatever modality of cortsciousness is most consistent with their
own moral and aesthetic aspirations."
20 Paul Ricoeur hefur bent á hættuna við samruna skáldsögu og sagnfræði í
verkum Whites: Time and Narrative III, bls. 153-56, og Eugene Golob farið um
hann allháðulegum orðum í „The Irony of Nihilism", bls. 55-65.