Saga - 1996, Page 285
HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ ÞAÐ..?
283
hefur það orðið að hefð í málinu og sú hefð á þátt í að stýra hugs-
un okkar og viðhalda óbreyttu ástandi.
Orðið menn er dæmi um vandræðaorð sem er ofnotað án skil-
greininga ýmist í merkingunni fólk almennt eða um karlmenn ein-
göngu. Kristín Jónsdóttir kennari kemur að þessu í grein sinni
/,Strákamir og stelpumar í skólabókunum". Þar segir hún frá því
að Jafnréttisráð hafi viðurkennt orðið maður sem samheiti fyrir karla
°g konur en hún varar engu að síður við ofnotkun þess og telur
vænlegast að höfundar kennsluefnis reyni að sneiða hjá orðinu en
bíði þess ekki að málvitund fólks breytist.17
Við skulum nú skoða tvö dæmi úr íslandssögu Jóns Aðils sem
sýna glöggt hversu fljótandi hugtakið er, jafnvel hjá einum og
sama höfundinum. í fyrra tilfellinu notar hann orðið menn augljós-
lega yfir bæði karla og konur, er hann segir að Oddur leppur lög-
maður „hafi látið taka af lífi 28 menn alls, karla og konur, fyrir óbóta-
mál."18 í seinna dæminu er næsta víst að hann er að tala um þroska-
feril ungra karlmanna:
Þegar menn vom búnir að ná fullum þroska, og vom orðnir
fullnuma í öllum karlmannlegum íþróttum, þótti sjálfsagt að
fara utan.... Utanförin var síðasti þátturinn í uppeldi æsku-
mannsins ... og þótti sá varla maður með mönnum, sem eigi
hafði verið utan á æskuskeiði.19
híeðal þess sem stendur upp úr eftir lestur kennslubókanna er mis-
jafnt vægi kvenna í umfjölluninni eftir því hvaða tímabil sögunnar
verið er að fjalla um. Þær em töluvert áberandi fyrstu fimm aldim-
ar/ en þær hverfa nær alveg eftir siðaskipti. Margir láta þess til
dæmis getið að baráttan um ástir Helgu Amar- (eða Björgúlfsjdótt-
Ur/ systur Ingólfs, hafi verið neistinn sem hratt þeim fóstbræðmm,
Ingólfi og Hjörleifi, til að nema hér land.20 Einhverjar af kvenhetj-
Uln Islendingasagnanna em allajafnan nafngreindar og þeim gefn-
ar einkunnir. Jónas Jónsson tileinkar þannig „kvenskömngum"
beilan kafla í fyrra heftinu af bók sinni Islandssaga handa börnum og
®°gi Th. Melsteð talar um að Gunnar á Hlíðarenda hafi átt „vonda
k°nu, er var fríð sýnum og hjet Hallgerður langbrók."21
Kristín Jónsdóttir, „Strákamir og stelpumar í skólabókunum", bls. 44-47.
s Jón Jónsson [Aðils], íslandssaga, bls. 184. Skáletrun er mín.
2o l°nsson ÍAðils], íslandssaga, bls. 50. Skáletrun er mín.
Sjá til dæmis Jónas Jónsson, íslandssaga handa bömum, fyrra hefti, bls. 7.
1 Bogi Th. Melsteð, Stutt kenslubók ( íslendingasögu, bls. 12.