Saga - 1996, Page 288
286
ÞORGERÐUR H. ÞORVALDSDÓTTIR
Ein af fyrstu konunum í umfjöllun flestra höfunda um landnám-
ið er Auður eða Unnur, landnámsmaður djúpúðga.23 Hún nam
land eins og karlmaður og er því alltaf í hlutverki geranda. Önnur
títtnefnd kona í umfjöllun um tímann fyrir siðaskipti er Margrét
Valdemarsdóttir, drottning yfir Danmörku, Noregi og Svíþjóð, enda
er hún líkast til skýrasta dæmið um undrakonu sem gengur inn í
hefðbundið karlhlutverk og stendur sig vel. Umfjöllunin sem hún
fær er sambærileg við þá umfjöllun sem aðrir handhafar konungs-
valdsins fá. Þórleifur Bjamason segir hana mikilhæfa og vitra.24
Ólafur R. Einarsson gerir hins vegar grein fyrir þeim stjómarfars-
breytingum sem urðu í valdatíð Margrétar án þess að nefna hana á
nafn en segir þó í lokin: „íslands er þar ekki sérstaklega getið þeg-
ar Noregur, Danmörk og Svíþjóð sameinast undir ríkisstjóm Mar-
grétar drottningar."25 Gunnar Karlsson gerir mikið úr völdum
Margrétar í Sjálfstæði íslendinga 2, og hann notar þau til að bregða
ljósi á stöðu kvenna: „Það var fátítt á þessum tíma að konur stýrðu
ríkjum eins og konungar. Þess vegna hefur það verið mikið afrek
hjá Margréti drottningu að ná völdum í ekki aðeins einu ríki held-
ur þremur."26
Ónnur kona sem oft er nefnd sem kvenskörungur mikll er Grundar-
Helga sem hafði forystu um að taka þá Jón skráveifu og Smið
Andrésson af lífi. Það vefst þó örlítið fyrir sumum höfundanna að
útskýra fyrir gmnn- og framhaldsskólanemum í hverju hetjudáð
Gmndar-Helgu fólst nákvæmlega og þar em menn yfirleitt ekkert
að fara út í smáatriði.27 En samkvæmt þjóðsögunni leitaði Smiður
„samfara við Helgu og stúlkur hennar sér til handa og mönnum
sínum" og þannig gómuðu Eyfirðingar þá.28 Steinvör á Keldum
fellur einnig í flokk gerenda, svo og Ólöf ríka Loftsdóttir sem tekur
á sig hefðbundið karlhlutverk, nær fram hefndum eftir Bjöm bónda
sinn og lætur drepa alla þá Englendinga sem til næst29 Gunnar
23 Sjá til dæmis Jón Jónsson [Aðils], íslandssaga, bls. 17, og Þorkell Bjamason,
Ágrip afsögu íslands, bls. 4.
24 Þórleifur Bjamason, íslandssaga, fyrra hefti, bls. 95.
25 Ólafur R. Einarsson, Fní landndmi til lúlherstrúar, bls. 70.
26 Gunnar Karlsson, Sjálfstæði íslendinga 2, bls. 23.
27 Amór Sigurjónsson, íslendingasaga, bls. 163.
28 Einar Amórsson, „Smiður Andrésson", bls. 43-44.
29 Þorkell Bjamason, Ágrip afsögu íslands, bls. 44-45.