Saga - 1996, Page 289
HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ ÞAÐ..?
287
Karlsson dregur hetjudáðir hennar þó mjög í efa og kallar söguna
þjóðsögu.30
Eftir að kvenskörungunum sleppir eru nafngreindar konur sjald-
séðar í hlutverkum gerenda. I Sambandi við miðaldir bregður Gunn-
ar þó upp skemmtilegum myndum af konum í leik og starfi sem
fyrirfinnast í jarteinasögum heilagra manna. Þar sjást venjulegar
konur sem gerendur, hetjur hversdagsins. Þær Þorkatla, Amdís og
Sigríður fara til lauga að þvo þvotta og lenda í hrakningum vegna
þjófótts hrafns, en þær ná að snúa sig út úr vandanum með hjálp
heilagra manna, fátæk móðir reynir að gera sitt besta til að metta
hungruð börn þegar enginn matur er til í kotinu, og það tekst, með
hjálp heilagra manna, og loks veiðir húsfreyja nokkur sel í fjöru
Weð lurk að vopni, enda hét hún á heilagan Þorlák sér til fullting-
is.31
Frá siðaskiptum og fram á 19. öld detta konur nánast alveg út úr
kennslubókum í sögu. Á seinni hluta 19. aldar og á 20. öld, öldum
framfara og bjartari tíma, birtast fáeinar konur sem gerendur á ný.
Ser þar fyrst að nefna Bríeti Bjamhéðinsdóttur, en henni verða
gerð betri skil í sérstökum kafla síðar. Stofnendur kvennaskólanna,
þaer Þóra Melsteð og Elín Briem, em allvíða nefndar sem fmm-
kvöðlar sem lögðust á sveif með framfarahyggju aldamótakynslóð-
arinnar. Þá er Hulda skáldkona einstöku sinnum nefnd, ein kvenna
1 karlafans af þeim sem gerst hafa handgengnar ljóðagyðjunni.32
Konur sem gerðust forkólfar í verkalýðsbaráttunni snemma á 20.
óld em nefndar til sögunnar í yngri bókunum þegar höfundar
reyna að gera alþýðunni skil. Og af nútímakonum má nefna Vigdísi
Finnbogadóttur forseta, en Bragi og Gunnar nefna hana lauslega
°g birta af henni mynd í Uppruna nútímans.33 Loks er rétt að geta
þeirra örfáu kvenna sem vitnað er til í texta sem fræðinga. Fulltrúi
Þeirra hér verður Ólafía Einarsdóttir sagnfræðingur.34
30
31
32
33
34
Gunnar Karlsson, Sjálfstæði fslenditiga 2, bls. 28, og Samband við miðaldir, bls.
226-27.
Gunnar Karlsson, Samband við miðaldir, bls. 123-26.
Amór Sigurjónsson, íslendingasaga, bls. 375.
Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, Uppruni núHmans, bls. 264 og 303.
Gunnar Karlsson, Samband við miðaldir, bls. 80.