Saga - 1996, Page 290
288
ÞORGERÐUR H. ÞORVALDSDÓTTIR
Konur sem tenglar
Flestar þær konur sem nafngreindar eru, og þá skiptir tímabilið
ekki máli, eru nafngreindar sem mæður, systur, dætur eða eigin-
konur þeirra karlmanna sem leika lykilhlutverk í sögunni á hverj-
um tíma. Aherslumar eru þó breytilegar, bæði eftir höfundum og
tímabilum. Stundum réttlætir það eitt að vera móðir eða eiginkona
mikilmennis eina til tvær línur í kennslubók en oftast þarf meira
til.
Sturlungaöldin er það tímabil sögunnar þar sem hvað flestar
konur eru nafngreindar, og þá til að útskýra hvemig auður og völd
skipta um hendur og höfðingjaættir mynda tengsl sín á milli með
hjónaböndum. Meðal kvenna sem gjaman em nafngreindar á þessu
tímabili em konumar í lífi Snorra Sturlusonar. Skoðum snöggvast
hvemig höfundar fjalla um þær. Jónas Jónsson segir svo frá fyrsta
hjónabandi Snorra í íslandssögu handa börnum: „Hann bað til handa
Snorra Herdísar ríku frá Borg á Mýmm. Snorri var þá félaus mað-
ur, en fékk með konunni einhver hin mestu auðæfi, sem þá voru í
einstaks manns eigu á íslandi."35 Gefum Jóni Aðils í íslendingasögu
orðið með framhaldið. Sú sem er til umræðu er Solveig Sæmunds-
dóttir í Odda „er þá var einna fríðust kona og beztur kvenkostur á
Islandi." Sturla Sighvatsson frændi hans varð fyrri til og kvæntist
Solveigu „og varð Snorri fár við, enda lék það orð á, að hann hefði
sjálfur ætlað til félags við Solveigu, því hann hafði þá skilið sam-
vistir við konu sína." Skömmu síðar „tók hann ... saman við Hall-
veigu Ormsdóttur ... er þá var auðugust kona á íslandi, og batt
tengdir við Haukdæli, Vatnsfirðinga og Ásbirninga."36 Halldór
Briem segir frá því í Ágripi af íslandssögu hvernig „þeir Snorri og
Þorvaldur í Hmna [sömdu] það með sjer, að Gissur sonur Þorvald-
ar skyldi ganga að eiga dóttur Snorra, er Ingibjörg hjet." Nokkru
seinna fræðir hann lesendur sína á því að hjónaband þeirra hafi
ekki verið farsælt og því hafi þau skilið að skiptum.37 Gunnar
Karlsson reynir hins vegar að nota konumar í lífi Snorra til að gefa
lesendum sínum innsýn í líf kvenna á Sturlungaöld. Hann segir
bömunum frá því í Sjálfstæði íslendinga 1 hvemig Snorri var sendur
í fóstur og notar frásögnina til að vekja samúðartilfinningu krakk-
35 Jónas Jónsson, íslandssaga handa hömum, fyrra hefti, bls. 111.
36 Jón Jónsson [Aðils], íslandssaga, bls. 112-13.
37 Halldór Briem, Ágrip af íslandssögu, bls. 38 og 40.