Saga - 1996, Page 291
HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ ÞAÐ..?
289
anna. Hann segir: „En Snorri litli hefur sjálfsagt ekki verið spurður
• • • og óvíst er að Guðný móðir hans hafi verið spurð heldur."38 Þá
leitar hann uppi allt sem skrifað var um Hallberu, elstu dóttur
Snorra, í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar og birtir brotin í Sam-
bandi við miðaldir.39 Þannig gefur hann lesendum örlitla nasasjón af
lífshlaupi og réttleysi kvenna á tímabilinu.
Eftir að Sturlungaöld sleppir breytist umfjöllunin um konur sem
tengjast stórmennum og þeirra er ekki lengur getið nema eitthvað
annað og meira komi til, svo sem ólöglegt kynlíf, en um það fjallar
næsti kafli. A 18. og 19. öld verður það mælikvarði á mikilvægi
karlhetjunnar hvort þær konur sem næst honum standa eru nafn-
8reindar. Maður 19. aldar er óneitanlega Jón Sigurðsson og gildir
þá
einu hvaða bók er lesin. Móður hans, Þórdísar Jónsdóttur, er
stundum getið, en eiginkonan Ingibjörg Einarsdóttir er sennilega
su kona sem oftast er nafngreind á 19. öld, og hún var sú eina sem
eg mundi eftir úr sögubókinni minni í sjötta bekk. En hvemig er
fjallað um konur sem unnu sér það fyrst og fremst til frægðar að
giftast vel eða fæða af sér og ala upp syni sem síðar meir afrekuðu
eitthvað? Skoðum klausur úr kennslubókum sem fjalla um þær
Þórdísi og Ingibjörgu. Byrjum á íslandssögu Þórleifs Bjamasonar
Sem er mér svo hugleikin. Fyrst kynnir hann til sögunnar foreldra
Jóns: „Sigurður Jónsson, prestur og prófastur á Hrafnseyri, og kona
hans, Þórdís Jónsdóttir. ... Þórdís var sögð gáfaður kvenskömng-
Ur-/' Seinna fjallar hann um eiginkonu frelsishetjunnar: „Kona Jóns
Sigurðssonar var Ingibjörg Einarsdóttir. Vom þau hjón bræðraböm.
^ngibjörg stóð trúlega við hlið manns síns í baráttu hans og bjó hon-
Urn gott heimili. Þau vom bamlaus."40 Jón Aðils er hins vegar ekki
ætla Ingibjörgu eitt eða neitt. Hann nefnir hana hvergi á nafn en
Segir um einkalíf Jóns: „Hann var hinn mesti rausnarmaður í lund
°g veitingasamur. ... Hann var sjálfur barnlaus maður, en allir ein-
stæðingar af íslandi vom böm hans, og stóð þeim jafnan opið heim-
hans í Kaupmannahöfn."41 Texti Jóns Aðils um heimilishald
nafna síns og bamleysi virkar hlægilegur á mig þegar konan sem
stjómaði heimilinu og hefði átt að fæða afkvæmi hans er hvergi
Uefnd. Að lokum skulum við sjá hvaða umfjöllun Ingibjörg fær í
39 <'’unnar Karlsson, Sjdlfstæði íslendinga 1, bls. 59.
^ýnnar Karlsson, Samband við miðaldir, bls. 157-58.
41 T ,Ur^ettur ®)amason' íslandssaga, síðara hefti, bls. 60 og 68. Skáletrun er mín.
0ri Jónsson [Aðils], íslandssaga, bls. 361. Skáletrun er mín.
19~saga