Saga - 1996, Page 294
292
ÞORGERÐUR H. ÞORVALDSDÓTTIR
Margir höfundar nefna afskipti Þorláks biskups af sambandi
Jóns Loftssonar og Ragnheiðar biskupssystur Þórhallsdóttur, enda
voru þau hluti af Staðamálum fyrri, baráttu höfðingja og kirkju-
valdsins um eignir.46 Annað frægt mál sem gjarnan er rakið er
Hvassafellsmálið þar sem feðginin Bjami og Randíður voru sökuð
um holdlegt samræði. Eftir tilkomu Stígamóta og umræðunnar um
sifjaspell er ómögulegt að lesa frásögnina án þess að sjá misnotkun
föður á 13 ára dóttur.
Af útistöðum Ólafs biskups við leikmenn em hin svo
nefndu Hvassafellsmál alkunnust og illræmdust. Risu þau
út af því, að Bjami Ólason í Hvassafelli, góður bóndi og vel
auðugur, var borinn því illmæli, að hann hefði samrekkt
dóttur sinni Randíði, og bera sumir af en sumir á um sann-
indi þess. Ólafur biskup lét taka Bjama ... og hélt honum . • ■
í fjötmm unz hann játaði á sig glæpinn. Lét biskup dæma
sér og kirkjunni fé hans hálft, og slepti honum síðan. En
jafnskjótt og Bjami var laus, tók hann aftur játningu sína, og
gaus sá kvittur upp, að hann hefði látið kúgast af biskupi til
að játa á sig glæp, sem hann hefði aldrei framið. Randíður
vildi engu á sig játa, og var því forboðuð af Ólafi biskupi-
Flýði hún þá á náðir Hrafns lögmanns, og tók hann að sér
mál þeirra feðgina.47
Jón Aðils er þama að skrifa sögu í anda þjóðemisstefnunnar. Fyrir
honum er biskup fulltrúi erlends valds sem ásælist eignir íslenskra
höfðingja og er þar með að grafa undan sjálfstæði Islands. í grein-
ingu hans er dóttirin, Randíður, algjört aukaatriði. Eftir því sem
áhrif sjálfstæðisbaráttunnar dvína í kennslubókum breytist um-
fjöllunin um Hvassafellsmálið. Lýður Bjömsson er síðasti höfund-
urinn sem heldur frásögninni inni í bók sinni en hann er stuttorð-
ur: „Ólafur Rögnvaldsson sótti Bjama bónda ... til saka fyrir að
hafa sængað hjá 13 ára dóttur sinni Randíði, en tókst ekki að knýja
Bjarna til uppgjafar, og Randíði náði hann aldrei."48 Gunnar minn-
ist ekki á Hvassafellsmálið einu orði í sínum bókum. Ef til vill er
þó rangt að þegja málið alveg í hel. Ef sagnfræðin ætlar sér að fjalla
um þau viðfangsefni sem brýnt er að fást við í samtímanum, og í
46 Sjá til dæmis Lýður Bjömsson, Frá samfélagsmyndun til sjálfstæðisbardttu, bls. 72.
47 Jón Jónsson [Aðils], íslandssaga, bls. 201-202.
48 Lýður Bjömsson, Frá samfélagsmyndun til sjálfstæðisbaráttu, bls. 102.