Saga - 1996, Page 298
296
ÞORGERÐUR H. ÞORVALDSDÓTTIR
leg flétta af persónusögu og djúpstæðari pælingum um mannrétt-
indi kvenna.
Þorsteinn M. Jónsson virðist hafa það að markmiði í bók sinni Is-
landssaga 1874-1944 að nefna sem flesta og segja sem minnst. Bríet
er ein af fjórum konum sem hann nafngreinir og hann afgreiðir
hana, kosningaréttinn og kvenfélögin á einu bretti í eftirfarandi
klausu:
Kvenfélög. Brautryðjandi í réttindamálum og félagasam-
tökum kvenna var frú Bríet Bjamhéðinsdóttir (1856-1939).
Hélt hún lengi út blaði, er hún kallaði Kvennablaðið. Konur
fengu fyrst kosningarétt til Alþingis 1915. Kvenfélögin hafa
beitt sér fyrir mörgum framkvæmdum og framfaramálum,
svo sem stofnun Landsspítalans.53
Að auki birtir svo höfundur mynd af Bríeti. Hvorki Jón Aðils né
Arnór Sigurjónsson nefna Bríeti á nafn í fmmútgáfum af bókum
sínum, þótt þeir láti þess getið í framhjáhlaupi að konur hafi öðlast
kosningarétt.54 Þegar bækur þeirra komu út í 3. útgáfu, auknar og
endurbættar, í lok fimmta áratugarins hafði þó verið gerð nokkur
bragarbót þar á.55 Egill J. Stardal slær þó öllum öðmm við í bók
sinni íslandssaga sem út kom 1970. Hann lýsir því í eftirmála að
bókin reki einkum stjómmála-, kirkju- og hagsögu, þó minnist hann
ekki einu orði á réttindabaráttu kvenna og lætur í engu getið þeirra
stjómmálalegu umskipta sem urðu hér á landi árið 1915 þegar
konur og hjú fengu kosningarétt til alþingis.56
I bókinni Frá einveldi til lýðveldis birtir Heimir Þorleifsson 27 sér-
staka ævisögukafla um látin mikilmenni 19. og 20. aldar og er Bríet
Bjamhéðinsdóttir eina konan sem hlýtur náð fyrir augum hans og
fær sérstaka umfjöllun.57 í megintexta er Heimir spar á umræðu
um kvennamál. Pólitísk réttindi kvenna í upphafi aldarinnar eru
53 Þorsteinn M. Jónsson, íslandssaga 1874-1944, bls. 73.
54 Amór Sigurjónsson, íslendingasaga, bls. 362, og Jón Jónsson [Aðils], íslandssaga,
bls. 372.
55 Skylt er að taka fram að Jón Jónsson [Aðils] var látinn þegar 3. útgáfan af ís-
landssögu hans kom út en um nýju útgáfuna sá Vilhjálmur Þ. Gíslason. Um-
fjöllunin um kvenréttindi og þar á meðal Bríeti er á bls. 373. Sjá einnig Amór
Sigurjónsson, íslendingasaga, 3. útg., bls. 322.
56 Egill J. Stardal, íslandssaga, eftirmáli bls. 292, umfjöllun um tímabilið í kringum
1915 er á síðum 243-52.
57 Heimir Þorleifsson, Frá einveldi til lýðveldis, bls. 149.