Saga - 1996, Side 310
308
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
og telur þær til merkis um, að vistarbandið hafi valdið skorti á fólki á þil"
skip. Orð eða ástæður þessara heimilda tengja þó fólksekluna ekki vistar-
bandi. Sveiflur verða iðulega í eftirspum eftir vinnuafli. Jafnvel þótt störf-
in, sem leitað er eftir fólki til, séu arðsöm, bregðast menn ekki við eins og
hendi sé veifað. Það em ýmis önnur bönd en lögboðið vistarband, sem
binda menn. Raunar benda heimildimar til þess, að menn hafi, eins og a
stóð, átt kost á öðmm og arðsamari störfum. Varðandi skort á vinnuafli
yfirleitt er á það að líta, að vegna Vesturheimsferða á þeim ámm, sem her
em til umræðu, fækkaði þeim, sem kostur var á að ráða til hvers konar
starfa.
3. Um dhrif vistarskyldu á afköst. Guðmundur Jónsson telur ástæðu til að
velta því fyrir sér, hvort vistarskyldan hafi ekki stuðlað að óhagkvæmum
atvinnurekstri. Hún hafi nefnilega séð bændum fyrir ódým vinnuafl'
miðað við frjálsan vinnumarkað og slævt viðleitni þeirra til að hagræða
og leita nýmæla sem spömðu vinnu og juku afköst. Um leið vísar hann til
þeirra raka Hermanns Jónassonar gegn vistarbandi, að það drægi úr a^'
köstum vinnufólks, þar sem það veitti því svo mikið öryggi, og telur
Guðmundur Jónsson þau hafa verið gild. Með þessu er Hermann reyndar
að segja, að vinnuaflið hafi orðið dýrt miðað við frjálsan vinnumarkað.
Við skulum hugsa óháð Hermanni. Dregur atvinnuöryggi, sem felst i
ráðningu til árs, úr afköstum? Er ekki þvert á móti líklegt, að maður, sem
veit, að hann á að vinna lengi á sama stað og jafnvel sömu verkin dag'
lega, telji það hvatningu til að auðvelda sér verkin? Húsráðandi, sem veit/
að hann heldur sama manninum árlangt, hefur frekar ástæðu til að kenna
honum góð vinnubrögð og úthugsa betri en húsráðandi, sem hefur dag'
launamann. Starfsmaður hefur meiri ástæðu til að vinna vel, ef hann er
ráðinn til langs tíma en ef hann á að hætta innan nokkurra vikna. A tim-
um vistarbands var vitaskuld samkeppni um vinnuafl. Gert var misvel
við fólk. Vist þótti betri á einum bæ en öðrum. Til þess að geta gert vel
við fólk var hagur að láta jörðina ekki spillast og heldur reyna að bæta
jörðina, ef til þess voru nokkur efni. Líkt er nú á dögum um ráðningar'
tíma fólks. Það hlýtur til að mynda að hafa áhrif á viðleitni kennara til a
bæta vinnubrögðin, hvort hann er ráðinn til að leysa af í mánaðartima
eða ráðningin er með því öryggi, sem kennurum býðst best.
Ég gerði tilraun til að fá menn til að skoða þessi mál af öðrum sjónar
hóli en íslenskum með því að benda á það, að á þessari öld hefur orðið or
breyting atvinnuhátta í öðrum löndum við skipulag, þar sem fjöldi laun
þega hefur notið atvinnuöryggis af hendi atvinnurekanda síns og mmnir
á gagnkvæmar skuldbindingar vistarbands. Ég hafði þar Japan sérstak
lega í huga. Þetta hefur ekki hreyft við Guðmundi Jónssyni. Málið er þvl
ekki það, sem Guðmundur Jónsson heldur fram, að vistarbandið hafi ver
ið sniðið að þörfum bænda, heldur að gagnkvæmar skuldbindingar af þessU