Saga - 1996, Page 313
ANDMÆLIOG ATHUGASEMDIR
311
Kl prests og til biskups, týndum ritum frá arfaskiptum eftir Pál o.s.frv.
Þessu heimildasambandi er ekki öfugt farið, t.d. þannig að Hungurvaka,
Þorláks saga eða Rhetorica ad Herennium séu háðar Páls sögu. Þó að mikið sé
Urn endurtekningar í tilverunni, einnig í „klerklegum ritum", þá líður tím-
inn og það er grundvallaratriði í sagnfræði og sögulegum fræðum yfir-
leitt. Vandséð er að gera þurfi höfund Páls sögu að höfundi þeirra rita sem
sagan styðst við og eru henni talsvert eldri. Um þetta mætti að vísu fjöl-
yröa í „veigameiri rökræðu" en það er ekki nauðsynlegt, og eins og getið
er í bókinni er ég þar sammála Áma Magnússyni. Eða hvað þykir mönn-
Urn um þá hugmynd að allar íslendingasögur séu eftir einn og sama mann-
11111 af því að orðafar þeirra og efnisval er svo líkt?
Naesta einkennilegt er áhugaleysi Guðrúnar Ásu og neikvæðni gagn-
Vart athugun á Iærdómi höfundar Páls sögu. Ég fer síður en svo út í öll
atriði þess máls í bókinni en taldi mig hafa bent á nægilega margt sem
ekki hafði áður verið brotið til mergjar (bls. 40). Það er hreint ekki sjálf-
sagt eða lítt athyglisvert að höfundur sögunnar hafi verið lesinn í ákveðn-
Urr> mælskufræðiritum. Ýmislegt um lærdóm höfundar ræði ég ekki í
bókinni, t.d. það að hann hefur skólast í náttúmfræðum síns tíma eins og
fram kemur í því að höfuðskepnumar, jörð, vatn, loft og eldur, em taldar
1 sögunni (22. kafli). Ekki er það heldur tíundað að höfundur Páls sögu
hefur skráð nákvæmlega almyrkva á tungli sem varð viku fyrir andlát Páls,
eins og Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri benti á fyrir löngu (Thorkell
Thorkelsson, Sonnen- und Mondfinsternisse nach gedruckten islándischen
Quellen bis zum Jahre 1734. Reykjavík 1933, bls. 9-10). En þetta er alls ekki
°merkilegur lærdómur þótt fom sé.
Guðrúnu Ásu virðist vera þvert um geð að fallast á það að Loftur Páls-
s°u sé höfundur Páls sögu, en færir þó engin haldbær rök gegn því. Ég
ýt að árétta það hér að þegar ég bendi á að Loftur hljóti að hafa ritað
Soguna er ekki um að ræða neina ágiskun út í loftið. Ábendingamar em í
s)álfum texta sögunnar, sagan ber höfundi sínum vitni. Hver man áratug-
Urr> síðar að voveifleg fregn um dmkknun Herdísar Ketilsdóttur og Höllu
álsdóttur í Þjórsá barst „á náttarþeli" í Skálholt aðfaranótt 18. maí 1207?
ver man svo glöggt löngu síðar smíði og skreytingu stöpuls í Skálholti
aust fyrir 1200, nafn smiðsins og hvað verkið kostaði? Hver man þá
^uggun berjavíns á Snorrastöðum „skammt frá Skálholti" árið 1203? Hver
efur undir höndum tvö vígslubréf Páls frá 1195, til prests og til biskups,
8erð í Noregi og Danmörku? Hver reiknar nákvæmlega 12 ár milli bisk-
uPsvígslu Páls 23. apríl 1195 og brottfarar Herdísar úr Skálholti eftir 22.
®Pril 1207 (15. kafli)? Hver kallar sig „ástmann" Páls í sögunni (23. kafli),
f lr a& hafa kallað m.a. syni og bræður Páls „ástvini" hans litlu fyrr (22.
0' Svona mætti lengi telja. Við hvem á allt þetta í senn annan en Loft
upsson? Guðrún Ása heldur því fram að gegn þessu öllu mæli það að