Saga - 1996, Page 314
312
ANDMÆLI 03 ATHUGASEMDIR
í sögunni „sé borið lof á Loft, en á þessum tímum tíðkaðist ekki að höf-
undar hrósuðu sér". í sögunni er fjallað um Loft á bamsaldri í hópi syst-
kina hans til að tefla þeim Páli, og þó einkum Herdísi, fram sem góðum
uppalendum (2. og 15. kafli). í 15. kafla segir: „Böm þeirra gjörðust at-
gjörvismenn miklir á unga aldri, Loftur í hagleik og lærdómi og viturleik,
Ketill í skilningum og riti...". En höfundur telur vissara að kalla þama til
vitnis Amunda smið og vísu hans um biskupsbömin „því að guð mælti
svo í guðspjalli, að allt mál skal standa undir tveggja munna vitni eða
þriggja". Þessa varfæmi, á þessum stað, mætti einmitt telja styðja það að
Loftur sé þama söguritari. Vísan sjálf lýsir þeim bræðmm Lofti og Katli
sem lánsmönnum og þeim systmm Höllu og Þóm sem lifandi góðu lífi
fyrir ámað guðs. Strax á eftir vísunni segir sagan: „Slíku gekk um þeirra
hagi ávallt á meðan þau áttu um heilt að sitja". Þá hefst lýsingin á
dmkknun Herdísar og Höllu dóttur hennar. Sagan segir að böm Páls hafi
lifað vel í láni fram að hinu hörmulega slysi er hjó skarð í fjölskylduna
árið 1207. Er nú hægt að komast að orði um þetta eins og Guðrún Asa og
segja að Loftur sé að „hrósa sér" hafi hann samið þennan texta? Það er
afar langsótt. Því skal ekki neitað að loflega er talað um bamahóp þeirra
Páls og Herdísar í sögunni en það er fyrst og fremst til að varpa ljóma á
þau sem góða foreldra og uppalendur. Þessi mótbára Guðrúnar Ásu er
því léttvæg.
Guðrún Ása sést heldur ekki fyrir þegar hún lætur í ljós efasemdir uffl
að Loftur hafi verið lærdómsmaður vegna þess að hann hafi væntanlega
verið umsvifamaður á veraldlega vísu en ekki verið prestvígður. Loftur
hefur reyndar verið prestvígður fyrst hann varð kanoki, en þar fyrir utan
er þetta mjög skrýtin fullyrðing. Ekki var Snorri Sturluson prestvígður og
ekki verða af honum skafin veraldleg umsvif, en uppeldið sem hann hlaut í
Odda hjá Jóni Loftssyni, afa Lofts Pálssonar, dugði honum þó bærilega til
lærdóms. Eins og nefnt er í bókinni um Páls sögu vom þeir Loftur og
Snorri af sömu kynslóð, þótt Loftur væri nokkm yngri.
Mestu máli eyðir Guðrún Ása í tilraunir undirritaðs til að skýra texta
og tilefni ritunar þeirra, og geisar hún svo mjög í umfjöllun sinni að undr-
um sætir. Það er dálítið broslegt því að skýrt er tekið fram í bókinni að
ekki sé um annað að ræða en tilgátur og óljósar vísbendingar. Erfitt er að
komast að því með vissu af hvaða tilefni kirknaskráin var rituð, því að
upplýsingar um það í Páls sögu og skránni stangast á eins og bent er a.
Guðrúnu Ásu munar þó ekki um að höggva á hnútana, samkvæmt henru
er skráin í varðveittri mynd „gerð handa Skálholtsbiskupi til þess að hafa
fyrir sér í vísitasíu, lfkt og vegferill nútíðar beitir landabréfi, enda ber efni
og framsetning vott um slíka notkun". Formáli skrárinnar er hins vegar
svohljóðandi:
Sá fróðleikur er til þess skrifaður, að þeir menn viti gjör er óvíðar