Saga - 1996, Page 316
314
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
un Hólabiskupsdæmis í sambandi við þingfararkaupsbændatal í íslend-
ingabók og hve Markús Skeggjason lögsögumaður fagnar stofnun erki-
stóls á Norðurlöndum í Eiriksdrápu sinni. Þá eru einnig heimildir fyrir því
að um miðja 12. öld hafi Nikulás Breakspear kardínáli ítrekað tilkall páfa
til Péturspenings í Noregi og Svíþjóð við stofnun erkibiskupsstóla þar-
Um Liber censuum, heimildir þeirrar heimildar og upptalningu á biskups-
stólum á Norðurlöndum, hefur ítarlega verið fjallað nýlega (sjá T. Ny-
berg, Die Kirche in Skandinavien. Sigmaringen 1986, einkum bls. 58-72 og
164). Svo mikil er nú þögnin um Péturspening á 12. öld. Hér snýr Guðrún
Asa enn hlutunum við. Það er hún sjálf sem kýs að álykta það af þögn ís-
lensku heimildanna að Péturspeningur hafi ekki verið innheimtur á Is-
landi.
Guðrún Ása ályktar einnig af þögninni þegar hún fullyrðir að Ijóst sé af
„bréfinu" sem bauð krossferðaskatt að það hafi einungis boðið skattinn i
ákveðnum löndum og hafi hvorki náð til Norðurlanda né til Grænlands,
en þessu horfi undirritaður framhjá. Þessu er til að svara að það er alls
ekki ljóst hvort einhver hinna mörgu bréfa sem gerð voru um þetta efni1
páfagarði um áramótin 1199-1200 komust í hendur klerka á Norðurlönd-
um eður ei. Meginheimildin um þessar tilskipanir er bréfabók (registur)
Innócentíusar III páfa og er vandlega vísað til hinnar ítarlegu útgáfu
hennar í bók undirritaðs (bls. 86, nmgr. 20). í bréfabókinni eru skráð
þrenns konar formálabréf bréfa sem send hafa verið erkibiskupum víða
um álfuna: a) til Magdeburg á Þýskalandi (31. 12. 1199), b) til Vienne í
Frakklandi (4. 1. 1200) og c) til Mílanó á Ítalíu (30. 12. 1199), en tekið er
fram aftan við a) að skrifað hafi verið á sama hátt, „per totam Alemaniam
... per Tusciam ... per Lombardiam ... per regnum Francie, per regnum
Anglie, per regnum Vngarie... per Sclavoniam, per Iberiam, per regnum
Scotie" og síðan fylgja í bréfabókinni fjórar auðar línur fyrir fleiri staði-
Aftan við formálabréf b) og c) sem koma á eftir a) í bréfabókinni er með
rútínuformálum vísað til fyrmefndra konungsríkja og erkibiskupsdæma-
Texti móttekinna bréfa er nú, svo vitað sé, aðeins varðveittur af: a) ur
þremur bréfum (Ragusa við Adríahaf, Kantaraborg og Jórvík á Englandi)/
b) úr einu bréfi (Ragusa) og c) úr einu bréfi (Rúðuborg í Normandí). Páfa-
bréfin voru send erkibiskupum og þeir komu boðskap þeirra áfram til
lýðbiskupa og svo koll af kolli um stigveldi kirkjunnar. Alls ekki er ljóst
hve víða boð páfa bárust og best að fullyrða ekki um það.
í Páls sögu biskups er ekki rætt um hverjir skuli ráða kirkjujörðum, en
það var mikið ágreinings- og deiluefni höfðingja og biskupa á íslandi,
ekki síst á síðari hluta 13. aldar. Rangt er hjá Guðrúnu Ásu að sjónarmið
höfundar Páls sögu í því efni komi fram í sögunni. Hins vegar segir þar að
Páll hafi haldið fram stefnu Þorláks biskups móðurbróður síns (5. kaflO-
Það kemur svolítið á óvart hvemig Guðrún Ása talar um kirkju og krist-