Saga - 1996, Síða 322
320
RITFREGNIR
þessum efnisflokkum nánast einu hugtökin sem stinga mig í augu sem
lítilvæg, þegar ég blaða í ritinu. Það er erfitt að ímynda sér annað en að
Frjálsíyndi hægriflokkurinn, sem tveir þingmenn Borgaraflokksins starf-
ræktu veturinn 1989-90, sé best gleymdur öðrum en þeim fáu sem hljota
að kynnast honum í frumrannsóknum sínum hvort sem er. Eins koma a
óvart nokkrir atburðir frá þjóðveldisöld, svo sem Hellufundur, sem reynist
hafa verið árangurslaus fundur Þorgils skarða, Hrafns Oddssonar og
Sturlu Þórðarsonar árið 1252 um bandalag gegn Gissuri Þorvaldssyni.
Það er raunar forvitnilegt að velta fyrir sér hvað það er sem gerir hug'
tak sögulegt, þannig að okkur finnist það eiga heima í riti sem afmarkast
eingöngu af sögulegu gildi. Oft er það sýnilega aldurinn sem veitir að-
gang, eða öllu heldur dánaraldur kannski. Hér má til dæmis fletta upp
gjöldum eins og alþingistolli, gingjaldi, gjaftolli, hafnartolli, konungsskatth
landaurum, Ijóstolli, manntalsfiski, offri, stríðshjálp, tíund og þingfararkauph
en ekki tekjuskatti, virðisaukaskatti eða vörugjaldi. Söluskattur er ekki með
heldur þótt hann sé aflagður; útsvar eða aukaútsvar ekki heldur, þótt það
eigi sér aldalanga sögu. Bak við þetta val virðist vera regla sem kannski
má orða eitthvað á þá leið að sögulexikon taki að sér þau hugtök sem aðr-
ir en sagnfræðingar séu ólíklegir til að hafa áhuga á eða kunna að skýra-
Sagnfræðingar hafa sífellt þörf fyrir margvíslegan fróðleik sem tilheynr
öðrum fræðigreinum; það væri til lítils fyrir þá að ganga með hugmyndir
um sjálfstæði greinar sinnar. En nokkurt þekkingarhom verða þeir að
rækta nánast einir, og auðvitað er það einkum þetta hom sem sögu-
lexikon á að þekja.
Enn eitt úrlausnarefnið er umfang hugtakanna sem valin em sem efms-
orð. Mér finnast vera famar nokkuð ólíkar leiðir að þessu leyti í riti Em-
ars. Stundum em valin afar umfangsmikil hugtök, eins og landbúnaður og
sjávarútvegur. Önnur hugtök sem virðast nokkuð hliðstæð em ekki me
en efnið þakið að meira eða minna leyti undir undirhugtökum þeirra-
Þannig em samgöngur aðeins til sem tilvísunarorð og vísað þaðan í E,,n
skipafélag íslands, ferju, Fjallvegafélag, flugmál, hafnir, knörr, landpósta og l°nS
skip. Vegamál, bifreiðar og flestar samgönguleiðir á landi virðast verða
nokkuð útundan hér. Refsingar er ekki einu sinni tilvísunarorð, og hugtak
ið dómur nær ekki til þeirra. Hægt er að fletta upp á bannfæringu, fj°r
baugsgarði, gapastokki, skóggangi, útlegð, Brimarhólmi, Drekkingarhyl, Raspl,uS
inu, Spunahúsinu og Stokkhúsinu. Hins vegar sé ég ekki leið til að finna neitt
um hengingar, hýðingar, fangelsisvist eða pyntingar. Ég get varla sagt a
ég saknaði þess; tilefnið til þessarar athugasemdar var líklega frekar hug
takið gapastokkur. Þannig fer einatt svo að eitt sérhæft hugtak kallar á örm
ur; oft er erfiðara að vera sjálfum sér samkvæmur í vali efnisatriða efhr
því sem fleira er valið.
Benda má á fleiri dæmi um smámisræmi (og þá þykist ég kominn svo-