Saga - 1996, Blaðsíða 324
322
RITFREGNIR
gerð hennar unnin upp úr drögum sem þeir Einar og Björn Þorsteinsson
höfðu skrifað fyrir væntanlegt alfræðirit Menningarsjóðs. Skilgreiningin a
þjóðveldi birtist næstum því með sömu orðum og hér í Nýrri Islandssögu
Björns 1966 (bls. 93). Það bendir til að hér sé komin tilraun hans til að skil'
greina hugtakið, og sennilega er hún ekki reist á neinum viðurkenndunn
útlendum fróðleik, þó að meginhugmyndin sé sjálfsagt sótt til Friedrichs
Engels og bókar Einars Olgeirssonar, Ættasamfélag og rtkisvald í pjóðveldi
íslendinga. í þessu tilviki hefði mátt vísa lesendum á rétta braut með þvl
einu að tilfæra Nýja Islandssögu undir þjóðveldi í heimildalistanum.
Einar hefur skrifað rit sitt eins og á að skrifa uppflettirit, afdráttarlaust,
á skýru máli, vönduðu en tilgerðarlausu, svo að lesanda dettur sjaldnast í
hug að þar sé höfundur og persónulegur stíll að baki. Fræðilegir vamagl'
ar em í lágmarki, eins og vera ber í svona riti. Jafnvel kemur fyrir að höf-
undur birti helst til einfalda mynd af viðfangsefnum sínum. Hann setur
til dæmis engan fyrirvara um réttmæti hugtaksins friðaröld (sem er nýtt
efnisorð í þessari útgáfu) og vísar ekki í neinar heimildir um það. Nú eru
meira en tveir áratugir síðan ég og fleiri tóku að véfengja tilvist þessarar
friðaraldar (sbr. Saga X (1972), bls. 34-35; Saga íslands II (1975), bls. 38,
Skírnir CIL (1975), bls. 219). Þegar svona er komið má halda þvx fram að
efinn og ágreiningurinn um réttmæti þess að tala um friðaröld sé meðal
markverðasta fróðleiks um hana.
Alltaf hlýtur að vera nokkur hætta á að knappt frásagnarform leið1
ókunnuga lesendur á villigötur. Þeir álykti skakkt af textanum, þótt í hon-
um standi kannski ekki hreinar villur. Um atinála er þannig ekki, svo að
ég viti, sagt neitt beinlínis rangt. En þar kemur ekkert fram annað en að
íslenskt efni miðaldaannála hafi fyrst verið skráð um 1280. Látin eru
ónefnd óhrekjandi rök fyrir að stofn þeirra hljóti að vera frá því á 12. öld ■
Um ísland er þessi klausa: „Elstu heimildir um, að norrænir menn hafi
fundið ísland, eru tvö norsk rit, Historia Norwegiae, frá um 1170, og rlt
eftir Theodoricus munk, frá um 1180, bæði á latínu." Þegar hér er komið
heldur lesandi að höfundur hafi gleymt því að Islendingabók Ara er
vissulega um hálfri öld eldri en þessi rit. En það kemur fram nokkrum
línum síðar, og þá rennur upp fyrir manni að það hlýtur að vera land-
fundarsagan, um Naddodd og þá kumpána, sem var verið að segja að
kæmi fyrst fyrir í norsku ritunum. Hæpið er að telja Arons sögu meðal
þess sem Sturlunga saga er sett saman úr. Hún var ekki gerð að hluta af
Sturlungu fyrr en í prentuðum útgáfum á 19. öld. Vafasöm eru þessi um-
mæli um vistarband: „Lög um vistarband voru rýmkuð ... 1907, og hafa
þau gilt síðan, þótt úrelt séu fyrir löngu." Þessi lög voru síðast prentuð 1
Lagasafni 1965 (d. 2370-73). í Lagasafni 1973 (útg. 1974) var kaflanum með
ákvæðum um vistarband sleppt, en vísað um hann í Lagasafn 1965, °8
tekið fram neðanmáls að lögin væru úrelt (d. 2428). Síðan hefur þessum