Saga - 1996, Page 329
RITFREGNIR
327
Hér er frásögnin orðin næsta ágripskennd og ristir ekki djúpt, enda mikil
saga sem reynt er að gera skil á fáum blaðsíðum.
Næst er vikið að útgáfu útlendinga á ýmsum fornritum og útgáfustarf-
Serr>i Islendinga erlendis. Stuttur en athyglisverður kafli er um íslenska
Prentara í Danmörku, og er það nýjung í íslenskri bóksögu að vakin sé at-
hygli á þessum þætti. Það er órannsakað mál hvemig samskiptum íslend-
lnga við hinar dönsku prentsmiðjur var háttað. Höfundur vekur sérstak-
'ega athygli á prentsmiðju Þorsteins Einarssonar Rangels, sem prentaði
'T'argt fyrir Islendinga, t.d. fyrir Bókmenntafélagið. Eftir andlát Þorsteins
1826 „verður ekki annað séð en að ættingjarnir, er við tóku, hafi fljótlega
h®tt starfseminni og að hún hafi verið seld þeim aðilum, er lengi síðan
ráku prentsmiðju undir nafni S. L. Möller og sérstaklega varð þekkt með-
al Islendinga fyrir prentun á íslenskum bókum" (bls. 312). Hér er ekkert
rangt með farið, þótt hins vegar megi fylla í frásögnina. Þorsteinn Rangel
ntissti seinni konu sína um 1800 og kvæntist skömmu síðar þriðju konu
Slnni, sem var ekkja eftir prentara og átti sex til sjö ára gamlan son, Sören
Lauritz Möller. Árið 1825 tók sonur Þorsteins, Einar að nafni, við prent-
smiðjunni ásamt stjúpsyninum Sören. Báðir höfðu lært prentiðn, og Einar
hafði að auki gengið menntaveginn og varð lögfræðingur og málaflutn-
mgsmaður. Hann hafði því ekki áhuga á prentsmiðjurekstri og seldi sinn
hlut en Sören keypti. Og það er skemmtilegt til þess að vita að Bók-
menntafélagið lánaði Sören 800 rd. af þessu tilefni. Sören rak síðan prent-
smiðjuna um áratuga skeið, og var ætlunin að elsti sonur hans, Thorstein
að nafni, tæki við af föður sínum. Svo varð þó ekki, því Thorstein féll frá
24 ára gamall, og kom það þá í hlut næstelsta sonarins, Johans Valdemars,
að feta í fótspor föðurins. í prentsmiðju S. L. Möllers var auk fjölda rita
hókmenntafélagsins prentaður 1. árgangur Nýrra félagsrita, Norðurfari og
Hljóðólfur. íslenskir prentarar störfuðu oft á tíðum hjá S. L. Möller, eins og
höfundur nefnir, og má þar við bæta nöfnum Helga Helgasonar og Einars
hórðarsonar. Þessi saga öll er spennandi og höfundur á skilið að fá rós í
hnappagatið fyrir að hreyfa málinu.
Höfundur gerir ágæta grein fyrir fræðastörfum íslendinga erlendis og
nigáfu íslenskra fomrita og annarra fræða í Noregi, Englandi og Þýska-
'andi, og víkur loks að útgáfustarfsemi Vestur-íslendinga. Þar eru það
hlöðin og tímaritin sem fá ítarlegasta umfjöllun, enda líflegasti þáttur út-
fiáfunnar. Einstökum bókum em þó gerð skil, og má þar einkum nefna
Ijóðabækur.
Htgáfusögunni lýkur á yfirliti um nokkrar ritraðir og fjölbindaverk,
Sem komið hafa út á síðustu ámm og áratugum.
Lokakafli bókarinnar er um nokkra þekkta bókasafnara á íslandi. Það
er þeim sameiginlegt að söfn þeirra hafa öll komist í eigu opinberra bóka-
Safna, mörg hver sem höfðingleg gjöf.
hókinni fylgja ítarlegar skrár um einstök rit í ýmsum útlendum ritröð-