Saga - 1996, Page 330
328
RITFREGNIR
um sem hafa að geyma íslensk fræði, og eru þær bókasöfnurum eflaust
kærkominn fengur þótt aðrir lesendur muni að líkindum fara hér hratt
yfir, skrár um ýmis bókfræðirit, og loks skrá um mannanöfn. Það er ef-
laust til mikils mælst, en varla hægt að neita því að gagnlegt hefði verið
að hafa hér einnig skrá um titla þeirra rita, sem nefndir eru í bókinni- Er>
það er líka ljóst að sú skrá hefði orðið löng.
í heild sinni er þetta mjög góð bók. Hún dregur saman þá þekkingu
sem fyrir er um íslenska bóksögu, skýrir margt á einfaldan hátt og eykur
heilmiklu við. Myndefni er ríkulegt, einkum hvað snertir titilsíður. Hið
eina sem finna mætti að myndunum af titilsíðunum er að hvergi er getið
stærðar frumsíðunnar, og gefur myndefnið því ekki alltaf rétta mynd a
veruleikanum. Þar má sem dæmi nefna titilsíður Sálma- og bænakversMs
og Norðra (bls. 186 og 187), og íslensks fornbréfasafns og Biskupasagna Bók-
menntafélagsins (bls. 244 og 245). Þá skal gerð athugasemd við þá dsku
sem rutt hefur sér til rúms á liðnum árum að setja fæðingar- (og dánar)af
manna í sviga á eftir nöfnum þeirra þegar þeir eru fyrst nefndir í texta-
Þetta verður til að slíta nokkuð í sundur frásögnina, og hefur einnig tak
markað gildi, því næst þegar nafnið kemur fyrir er ekkert ártal. Það hefð*
því verið best að láta ártölin einungis vera í mannanafnaskránni aftast i
bókinni, eins og gert er, en sleppa þeim algerlega úr textanum.
Eins og í upphafi sagði er Auðlegð íslendinga skrifuð út frá sjónarho
safnarans. Eitt markmið höfundarins var að taka saman yfirlitsverk sem
leyst gæti af hólmi eldri rit sem ófáanleg eru fyrir löngu. Vafasamt er þ°
hvort þetta hefur tekist. Víða er vísað til þessara rita, einkum prentlistar
sögu Klemensar Jónssonar og bókfræðibæklinga Þorsteins Jósepssona ■
Spumingin er hvort Auðlegð íslendinga verði þess ekki hreinlega valdan
að nauðsynlegt verði að ljósprenta rit Klemensar og Þorsteins. Væri vel
sú yrði raunin.
Auðlegð íslendinga er rituð af sjónarhóli þess safnara sem reynir að na
sem flest - helst allt - sem prentað hefur verið á íslandi eða á íslensku e
um ísland erlendis. Áhersla er lögð á að ná í sem hreinlegust og heilleg
ust eintök. Vert er hins vegar að nefna að til er margs konar önnur bóka
söfnun, sem ekki er síður mikilsverður þáttur menningarsögunnar. Þar
má t.d. nefna að safna bókum í frumbandi, hvort heldur er handband e^
vélband, e.t.v. bundið við ákveðið tímabil. Hvaða bókasafnari hefur *• '
safnað bókum Halldórs Laxness í forlagsbandi? Eða bókum Stephans ■
Stephanssonar? Eða bandi sem Egill Jónsson eða Jón Borgfirðingur bundu-
Þá eru kannski safnarar sem einskorða sig við bækur sem hafa verið lesn
ar, ekki úrvalseintökin sem flestir vilja ná í, heldur slitnar, kámugar og u
krotaðar. Þær bækur segja sína sögu. Á báðum þessum sviðum na
mönnum orðið á mistök, þegar gömul bók var bundin í nýtt skrautba '
eða þegar óhreinar blaðsíður voru hreinsaðar. Bæði Benedikt Þórarinssýnl