Saga - 1996, Page 358
356
RITFREGNIR
vissan hátt sögu bókmennta, kirkju og samfélags í Noregi og á íslandi
(bls. 9-37 og 163-83). Sérfróðir og áhugasamir lesendur hans í Frakklandi/
Belgíu og Sviss kynnast því sem þeir þurfa að kynnast til að skilja ut
breiðslu viktorínskrar hugsunar á Norðurlöndum á 12. og 13. öld, en þar
hafði hún mest áhrif í Noregi. Þeir átta sig þar af leiðandi á því hvernig
og hvers vegna norræn þýðing á Eintali um festarfé sálarinnar eftir gu^
fræðinginn og heimspekinginn Hauk af heilögum Viktor í París hnika 1
textanum til og lagaði hann að sérstökum þörfum á norðurhjara. Allt er
þetta vel gert og byggt á traustum heimildum og nýjustu ritum.
Hins vegar gleymir Gunnar að gera ráð fyrir því að íslenskir og V1
skulum segja norrænir fræðimenn kunni að líta í bók hans sér til fróðleiks
og skemmtunar, því nánast ekkert er sagt um klausturhreyfingu Viktor
ína sem slíka og hugarheim hennar miðað við aðrar stefnur kristinnar
hugsunar á sama tímabili (bls. 22). Hvað var merkilegt við Viktorína-
Voru þeir máttugt afl innan kristinnar kirkju á 12. öld? Þessu lætur Gunn
ar ósvarað af því líklega vita þeir allt um það mál sem á annað borð ha a
áhuga á Viktorínum á meginlandi Evrópu. íslenska lesendur sendir hann
hungraða heim og segir þeim ekki einu sinni að Haukur af heilöguiri
Viktor hafi blómstrað í byrjun 12. aldar og talist „einn þekktasti frseðf
maður síns tíma" eins og fram kemur í inngangi Gunnars að alþýðle8rl
útgáfu á Eintalinu og tveimur öðrum ritum í bókinni Þrjár pýðingar lser^ar
frá miðöldum (1989), bls. 31. Þar er talað til íslendinga, en upplýsingar a
þessu tagi hefðu líka mátt fljóta með hér þótt hugsanlega megi frá sjónar
hóli sérfræðinga í evrópskri heimspeki miðalda líta á þær sem sjálfsag^3
hluti.
Markmið Gunnars með þessari bók, sem byggð er á doktorsritger^
hans frá 1984, er að leggja sitt af mörkum til sögu viktorínskrar hugsunar
(bls. 5) og það tekst honum mjög vel. Mega fræðimenn á því sviði velV1
una. Þungamiðja bókarinnar (bls. 75-162) er sérlega nákvæm greining a
þýðingunni og því hvernig hún víkur frá texta höfundar. Reyndar er sa
ljóður á þeirri umfjöllun að ekki er nokkur leið að ákvarða hvernig sa
texti sem þýðandinn hafði með höndum leit út, því athugun á handrita
geymd og tilbrigðum textans á latínu liggur ekki fyrir svo fullnægjan
sé. Þetta ræðir Gunnar og spyr sig hvort þýðingin byggi á umorðaðri lat
neskri gerð eða hvort jafnvel hafi verið notast við þýðingu á eitthvert
annað tungumál, en útskýrir síðan hvers vegna hann verður að sætta sig
við að bera þýðinguna saman við tiltekinn texta af verki Hauks í mj°8
góðu handriti frá 12. öld (bls. 77,142-43,145,161,187). Niðurstaða Gunn'
ars eftir smásmugula og nokkuð langdregna yfirferð um alla hluta verks
ins er að þýðandinn hafi gert sér far um að gera textann skiljanlegan fýrir
norrænum lesendum (bls. 81, 92-93,139), fyrst og fremst í leikmannastéd
(bls. 115, 138, 185). Nokkuð er um það í þýðingunni að setningurn
sleppt eða langar klausur endursagðar (bls. 88, 90,105,114), þótt auðvita