Saga - 1996, Blaðsíða 389
RITFREGNIR
387
reynsla íslenskra hjálpræðishermanna væri sérlega átakamikil og að þeir
uPplifðu mjög afgerandi og sterka umbreytingu í lífi sínu (bls. 105). Fyrst
°8 fremst verður sagan af Matthíasi Olafssyni þó lærdómsmanninum
^étri tilefni til að koma á framfæri gömlum og nýjum kenningum í trúar-
salfraeði, þar sem lýsing Matthíasar sjálfs á afturhvarfsreynslu sinni er
Wlkuð í smáatriðum út frá fjórum áföngum slíkrar reynslu (bls. 141-43).
En ótrúlega biblíufróður hefur þessi harðlyndi veraldarhyggjumaður og
sveitabóndi verið, ef frelsun hans varð í samræmi við tilgátu Péturs á bls.
141.
Sá sem mestan þátt átti í afturhvarfi Matthíasar Ólafssonar var lautin-
ant Sigurbjöm Sveinsson. Nafn bókarinnar Með himneskum armi er tekið
Ur sama sálmi hans og Þú vínviður hreini eftir Halldór Laxness, sem hefst
þannig (bls. 124):
Ó, vínviður hreini, þú eilífi eini,
Eg ein er sú greinin sem fest er við þig.
I gleði og harmi, með himneskum armi
Minn hjartkæri Jesú þú umvefur mig.
^gurbjörn Sveinsson, „skáld Hjálpræðishersins" og kunnur bamabóka-
nófundur, var einn af helstu máttarstólpum Hersins snemma á öldinni.
^ C. Bojsen kapteinn skrifaði um Sigurbjöm: „Að lýsa lautinantinum til
lítar er ekki svo auðvelt. Hann er ágætt sálmaskáld, tónskáld, söng-
ennari og barnakennari; auk þess er hann skósmiður og hefir því haft
talsverða atvinnu við það" (bls. 122). Jafnvel Nóbelsskáldið gat ekki ann-
aó en metið þennan kollega sinn (bls. 127).
Hjálpræðisherinn virðist vera eins og lúpínan sem þrífst best í hrjóstr-
u8um jarðvegi, en víkur fyrir öðmm gróðri þegar hún sjálf hefur bætt
ótoldina. Hápunkti áhrifa sinna náði Hjálpræðisherinn á íslandi um 1920,
en eftir því sem leið á öldina og margs konar opinber velferð færðist í
aukana dró úr mikilvægi hans á hinum veraldlegu sviðum. Samt reyndist
enn víða pottur brotinn í samfélagi vom, og árið 1965 stofnaði Herinn
ólaheimilið Bjarg fyrir stúlkur á glapstigum. Þeirri sögu, sem olli Hem-
yn> vemlegum leiðindum og vandræðum á sínum tíma, em gerð góð skil
1 oókinni, en sennilega hittir Ana Ona Hansen, forstöðukonan fyrrverandi,
óa8lann á höfuðið í viðtali við bókarhöfund: „Ég verð að viðurkenna að
e8 skildi aldrei af hverju það átti að ganga betur fyrir okkur að reka heim-
I* fyrir stúlkur á villigötum en aðra sem höfðu reynt það áður eins og
og ríkið" (bls. 194-95).
himneskum armi er vel úr garði gerð og prýðilega myndskreytt,
fy6*5* heimildaskrá, nafnaskrá og lista yfir deildarstjóra Hersins á íslandi í
kin. Myndaskrá vantar þó, og eigenda Ijósmynda er aðeins getið þegar
^Jóðminjasafnið á í hlut. Efnisyfirlit er greinargott og tilvitnanir fylgja
^ erjum kafla. Engar prentvillur sá ég, en á stöku stað hefði nákvæmari
ar,dritslestur bætt stílinn, t.d. komið í veg fyrir nástöðu eins og: „segja