Saga - 1996, Page 390
388
RITFREGNIR
má ... Segja má" (bls. 154) og „einnig ... einnig ... einnig" (bls. 171). Snia
vægilegrar ónákvæmni gætir í heimildum, t.d. er í texta vitnað í bókma
An Introduction to Religious Experience attd Behaviour eftir Clark (bls. 14 '
en tilvísun í heimildaskrá gefur aðeins sænsku þýðinguna, Religiotispsyko
logi (1971). Á bls. 95 segir að hermaður Gestur Jóhannesson Árskóg ha 1
stundað nám í Menntaskólanum á Akureyri um 1920 en ekki lokið stu
entsprófi. - Gagnfræðaskólanum á Akureyri var formlega breytt í mennta
skóla 1930 þótt norðanstúdentar hafi fyrst útskrifast þaðan árið 1928. Og
loks hefðu mátt vera ítarlegri tölulegar upplýsingar í bókinni: fjöldi her
manna á ýmsum tímum, fjöldi gesta á samkomum og, ekki síst, fjöldi vit
jana á heimilum fátækra og þjáðra; hið ósýnilega starf Hersins hefur osj<
dan verið mikilvægara en söngurinn á torgum.
En allt er þetta smávægilegt. Sérstaklega í guðfræðinni gerir höfundur
greinilega ráð fyrir meiri lærdómi lesandans en almennur má teljast, t.
þegar hann vitnar í „hina þekktu bók" Williams James (1902) um ahur
hvarfsreynsluna (bls. 137) eða vísar til hins róttæka arms þýsku heittruar
stefnunnar með Zinzendorf greifa í broddi fylkingar, en sú stefna lag
„eins og kunnugt er" mikla áherslu á persónulega trúarafstöðu (bls. 20).
Yfirlýstur og raunverulegur tilgangur bókarinnar Með himneskum 11 r"11
er að skrá sögu Hjálpræðishersins á íslandi í tilefni aldarafmælis hans-
Þetta hefur höfundi tekist afar vel, svo sem lýst hefur verið hér að fram
an, auk þess sem hann gerir glögga grein fyrir alþjóðlegum bakgru11111
Hersins, jarðveginum hér heima og þróun starfsins í síbreytilegu félags
legu umhverfi. Þrátt fyrir víðfeðmar heimildir - prentaðar bækur og
greinar, óprentuð skjala- og bréfasöfn og viðtöl við herfólk - er bókin
bæði læsileg og skemmtileg. Hún hlýtur að varpa nýju ljósi á Hjálpræðis
herinn og starf hans í hugum langflestra Iesenda.
Helga Þórarinsdóttir
Einar S. Arnalds: STÝRIMANNASKÓLINN í REYKJA'
VÍK í 100 ÁR. Örn og Örlygur. Bókaklúbbur. Kópavog'
ur 1993. 576+xxxii bls. Nemendatöl, skrár yfir skólastjóra,
mannanöfn, staði og stofnanir, heimildaskrá, myndaskra
Starfsmenntunin fór fram á heimilunum öldum saman, faðir kenndi sýn
og móðir dóttur vinnubrögð. Ekki var þó óvenjulegt, að foreldrar kæ ^
börnum sínum til starfsnáms hjá vandalausum, og á þetta ekki síst
um smíðar og hannyrðir. Nám þetta var óformlegt, formlegt starfsnaú1
urðu menn að stunda erlendis fram á ofanverða 18. öld og þó í flestnrn
greinum fram á 19. og jafnvel 20. öld.