Saga - 1996, Page 393
RITFREGNIR
391
því mikinn fróðleik um sögu tækjabúnaðar við veiðar og veiðiaðferðir og
um flotann yfirleitt. Textar eru yfirleitt ítarlegir. Miklum tíma hlýtur að
hafa verið varið til að gera þá sem best úr garði. í rammagreinum eru birt
*viágrip allmargra velunnara skólans, skólastjóra og kennara, en þar er
einnig af finna upplýsingar frá skólanum, glefsur úr Alþingistíðindum, sem
hirta hluta af umræðum á Alþingi um skólann og málefni hans, minningar
ur skólanum og úr starfi, brot úr greinum um áhuga- og hagsmunamál
skipstjórnenda, auk gamanmála úr kennslustundum og prófum og
r*tgerðabrota, hið síðastnefnda er einkum sótt í Kompásinn, blað nemenda.
Efni þetta gefur nokkra innsýn í skólabrag og aðra en megintextinn. Efni
fammagreina er fjölbreyttara en ráða má af þessari upptalningu. Athyglis-
yert er bónorðsbréf Markúsar F. Bjamasonar, fyrsta skólastjórans, en hann
skrifaði allsókunnugri konu slíkt bréf og fékk jáyrði. Bréf þetta lýsir Markúsi
n°kkuð, en hann kynni að hafa verið síðasti íslendingurinn, sem bað sér
konu með þessum hætti, nokkur sérstök tilvik frá síðustu áratugum eru
Undanskilin. Þetta var algengara fyrr á öldum eins og ráða má af sjálfs-
*visögu Magnúsar Stephensens dómstjóra.
Aðstandendur ritsins völdu þá leið að setja rituninni markmið í staðinn
vnr að spyrja rannsóknarspuminga, sem komist hafa allmjög í tísku á
síðustu áratugum. Þetta var skynsamleg ákvörðun að mínu mati, mark-
foiðssetning hæfir yfirlitsritum og hinum veigameiri verkum betur en
rannsóknarspurningar að mínu áliti, þær hæfa betur þrengri viðfangs-
efnum. Ekki verður annað séð en Einar S. Amalds nái settum markmið-
Urn- Hann heldur sér vel við efnið, útúrdúrar eru ekki teljandi, og er þetta
otvíraeður kostur. Höfundur þessarar umsagnar telur sig hafa verið nægi-
*ega lengi úti á akrinum til að geta staðhæft, að verkkaupar líta slíka
uWrdúra homauga oft á tíðum, og halda því fram - oft með réttu - að
Vlnnu við slíkt eigi þeir ekki að greiða heldur höfundur sjálfur eða ein-
^ver annar aðili, sem sé nátengdari slíku efni en verkkaupinn er. Bókin er
r'tuð á lipm máli.
Stýrimannaskólinn i Reykjavík í 100 ár er fróðleg bók, læsileg og glæsileg
að ytra búningi. Hún er gott framlag til sögu starfsmenntunar á íslandi.
Lýður Björnsson