Saga - 1996, Page 399
RITFREGNIR
397
Það skýtur nokkuð skökku við að töflur um störf þingmanna hjá hinu
°pinbera, þar sem ein tafla er fyrir hvern flokk, eru allar á sama stað, þ.e.
'nni í umfjöllun um Alþýðubandalagið (bls. 92-93). Mun eðlilegra hefði
verið að hafa þetta í sameiginilegum kafla, eða að töflurnar væru inni í
kaflanum um hvern flokk.
Eg geri ekki ágreining við Svan um að í kringum 1970 hafi verið um að
r*ða nokkur tímamót í íslenskum stjórnmálum, sem hafi kristallast í kosn-
'ngunum 1971. Kosningaúrslitin það ár bentu til þess að nokkurrar óánægju
8*tti með þá flokka sem verið höfðu aðalgerendur í íslenskum stjóm-
málum næstu áratugi á undan. Hins vegar þykir mér í hæsta máta undar-
'e8 sú söguskoðun að atburðir í hafnfirskum sveitarstjórnarmálum fimm
arum fyrr hafi verið þessu tengdir eða verið vísbending um þessa óánægju.
Svanur segir (bls. 187): „Fyrsta ótvíræða vísbendingin um óánægju með
fjórflokkakerfið kom fram í bæjarstjómarkosningum í Hafnarfirði 1966."
Síðan rekur hann stuttlega klofning Alþýðuflokksins og framboð Óháðra
b°rgara, sem hlaut ríflega 28% atkvæða í kosningunum. Ámi Gunnlaugs-
SOr>, stofnandi og leiðtogi framboðsins, studdi síðan framboð Óháða lýð-
r®ðisflokksins á Reykjanesi árið 1967. Það framboð hlaut slæma útreið. Ég
J'eld að hér sé full langt seilst. Alþýðuflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi
1 Hafnarfirði árið 1966, en vann góðan sigur í kosningum til þings 1967.
Eer að túlka þetta þannig, að óánægjan með fjórflokkana hafi einskorðast
við Hafnarfjörð? Eða var hún gleymd árið 1967? Ég held einfaldiega að
Elofningur Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hafi ekkert haft með óánægju
^eð fjórflokkana að gera. Um var að ræða hreppsmálefnalegan, og ekki
s'ður persónulegan, ágreining í einum flokki, hálfgerð bræðravíg.
Þó svo að umfjöllun Svans um flokkana fjóra snúist að nokkru um að
enda á það sem greinir þá að, virðist mér meiri áhersla vera á það sem
peir eiga sameiginlegt. Undirtitillinn sjálfur fjórflokkarnir bendir beinlínis
P' þessa. Að vísu er ekki gengið eins langt og stundum af gagnrýnendum
jslenskra stjómmálaflokka, að tala um þessa fjóra stjómmálaflokka sem eitt,
P'e- tala um Fjórflokkitm. Það kemur hins vegar strax í ljós í inngangi að
vani er ekki of hlýtt til kerfis þessara fjögurra flokka. í kafla III segir
'Oeðal annars: „Niðurstöður kaflans eru ekki beint uppörvandi... fremur
IT>un vera vansagt en að myndin af íslenska fjórflokkakerfinu sé máluð
ekkri litum en tilefni er til." Fyrir minn smekk eiga staðhæfingar og mat
þessu tagi vart heima í fræðiritum og gera það eitt að verkum að úr
trúveröugleika dregur. Það eru ekki allir sammála því að fjórflokkakerfið
slæmt, það sé að ganga sér til húðar og svo framvegis. Meira að segja
^JOsendur virðast nokkuð sáttir við það, ef marka má kosningaúrslit.
annig er til dæmis fátt sem bendir til þess á þessari stundu að fleiri flokk-
e>gi fulltrúa á þingi eftir næstu kosningar en einmitt gömlu flokkarnir
)°rir. Svanur kemst reyndar að svipaðri niðurstöðu.
^að hefði verið ákjósanlegt að mínu áliti að fjalla meira um tilraunir sem