Saga - 1996, Page 400
398
RITFREGNIR
gerðar hafa verið til að brjóta upp fjórflokkakerfið, þ.e. Samtök frjálslyndra
og vinstri manna, Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistann (Þjóðvaki
var ekki orðinn til). Til að undirstrika eðli fjórflokkanna hefði verið gott að
sjá til samanburðar og viðmiðunar eðli þessara þriggja flokka. Getur verið
að skýringin á erfiðleikum þeirra við að festa sig í sessi sé einmitt fólgm 1
þessum mun? Þrátt fyrir fögur fyrirheit um grasrótarstarf, virkt lýðraeði,
útskiptareglur og önnur atriði sem t.d. Kvennalistinn hefur haldið á lofti
til að sýna fram á sérstöðu sína gagnvart hinum flokkunum, þá virðist
sem hann sé að hverfa frá þessum sjónarmiðum, sennilega til þess að halda
velli. Þannig má t.d. benda á tilfæringar Kvennahstans við að velja sér fram-
bjóðendur í Reykjaneskjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Þegar
niðurstaða byggð á grasrótarvaldi hentaði ekki forystunni var henni ein-
faldlega breytt. Skyldu þessar aðferðir gömlu flokkanna duga til að lengja
líf Kvennalistans?
Þessu til viðbótar finnst mér heldur lítið vera gert úr þeirri staðreynd að
þrátt fyrir allt eru stjórnmálaflokkar skipulagður vettvangur fyrir við-
skipti með hugmyndir. Þar er unnið ákveðið stefnumótunarstarf og a
stundum fá meira að segja almennir flokksmenn að blanda sér þar inn i
með virkum hætti. Við skulum heldur ekki gleyma því að til er fólk, al-
mennir kjósendur, sem velur flokka til að kjósa eða jafnvel til að starfa i,
eftir því hvemig stefnumál þeirra samsvara lífsviðhorfum þess sjálfs. Flokk-
amir hafa því ekki neina sjálfstæða tilvist gegnum forystumennina og tengd
hagsmunasamtök, óháð hugmyndafræði og kjósendum. Þessu tengdir eru
vitaskuld fjölmiðlar, jafnt þeir sem lúta beinni forsjá flokkanna og aðrir
sjálfstæðari. Ég saknaði í ritinu nánari umfjöllunar um þessi atriði, hug-
myndafræði og stefnumótun, kosningabaráttu, tengsl við fjölmiðla og al-
menningsálit. Að vísu em þessi efni að nokkru leyti utan þess ramma sem
settur er í ritinu, en em engu að síður tengd viðfangsefninu órjúfanlegum
böndum. Vegna þess hve litlar skírskotanir em til þessara atriða, gæti virst
sem kosningar væm eingöngu umsóknir frambjóðenda um starf á Alþmgi
og þær væm metnar í hálfgerðu tómarúmi. Þær væm ekki jafnframt leiðir
skipulegra hópa til að koma skoðunum sínum á framfæri og í fram-
kvæmd.
Ég hef áður drepið á endurtekningar og hnökra á skipulagi bókarinnar.
Úrbætur hefðu kostað nokkra umritun, en þó fyrst og fremst nokkra end-
uruppröðun sem auðvelt er að framkvæma með nútíma ritvinnslu. Ein
lokayfirferð af því tagi hefði jafnframt getað fækkað stafsetningarvillum
sem em allnokkrar í bókinni, þó það væm ýkjur að halda því fram að þmr
væm margar. Auk heldur hefði verið hægt að samræma rithátt ýmissa
orða, t.d. er orðið Hannibalistar ýmist með hástaf eða lágstaf, jafnvel á
sömu blaðsíðu.
Stíll Svans og framsetning em vel skiljanleg. Hann skrifar tiltölulega
knappan stíl, lausan við orðskrúð og málalengingar og kemur sér beint að