Saga - 1996, Page 406
404
RITFREGNIR
framleiðslu, aðeins þarf skrásetjara, viðmælanda og segulband. „Söluleg-
ur" titill er valinn og bókin síðan auglýst með því að leggja áherslu a
spennuna í lífi viðkomandi, afhjúpunina eða baráttuna við að „koma ser
áfram", sem fellur vel að einstaklingshyggju íslendinga. Ævisögur eru oft
eins og langar blaðagreinar, enda starfa margir skrásetjarar sem blaða-
menn.
Einn kunnasti ævisöguritari Islendinga er án efa Gylfi Gröndal. Frá ar-
inu 1974 hefur hann skráð 20 viðtalsbækur og ævisögur eða um eina bók
á ári. Fyrir jólin 1995 kom út bókin Ég skrifadi mig í tugthúsið. Valdimar Jo-
hannsson bókaútgefandi segir frá, en um þá bók gildir margt af því sem að
framan er sagt. A bókarkápu segir m.a.:
Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi hefur lifað langa og viðburða-
ríka ævi. Ungur ritstjóri eigin blaðs á hernámsárunum lenti hann i
ónáð hjá Bretum vegna skrifa sinna, var dæmdur fyrir landráð og
sat í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í þrjátíu daga. Þetta er
ótrúleg saga en sönn.
Viðtalsbækur eru almennt ekki eiginleg sagnfræðirit og þessi er þar engin
undantekning. Til þess skortir hana bæði sögulega greiningu og heim-
ildarýni og þess vegna ekki réttlætanlegt að dæma hana út frá fræðileg'
um forsendum. Markmiðið með henni er að lesandinn kynnist ævi og
störfum Valdimars, frá bemsku til dagsins í dag. Hann segir söguna en
skrásetjari er hvergi sjáanlegur í bókinni, að öðm leyti en því að Valdimar
ávarpar hann á fyrstu síðu og endurtekur svar skrásetjara í lok bókarinn-
ar. I byrjun kynnir Valdimar sig, rekur ætt og uppmna og staðsetur sig
þannig í tíma og rúmi. Hann segir frá mannlífinu í Svarfaðardal og á Dal-
vík á ámnum milli stríða og baráttu sinni við að afla sér menntunar en
berklaveikindi settu strik í þá baráttu. Þessi hluti bókarinnar er fróðlegur
og geymir skemmtilegar frásagnir um ýmsa hluti sem vom nýjung á þess-
um ámnum en þykja sjálfsagðir í dag, t.d. þegar síminn kom fyrst í Svarf-
aðardal (bls. 9), og einnig þegar Valdimar sá vatnssalemi og appelsínur i
fyrsta sinn á Kristneshæli (bls. 53-54).
Síðan segir hann frá vem sinni í höfuðborginni, kynnum sínum af Jónasi
frá Hriflu, hvemig Jónas tók hann, ungan framsóknarmanninn, undir smn
vemdarvæng og gerði hann að kennara við Samvinnuskólann, hvers vegna
hann lenti í ónáð hjá Jónasi og neyddist til að hætta kennslu. Skömmu
síðar gekk Valdimar úr Framsóknarflokknum.
Þungamiðja bókarinnar er greinin sem Valdimar skrifaði um bresk-is-
lenska fisksölusamninginn árið 1941 í Þjóðólf sem hann hafði þá nýstofn-
að, með stuðningi manna úr öllum flokkum. Greinin er birt í heild í bók-
inni og þar kemur einnig fram hver sagði honum frá efni þessa nýja við-
skiptasamnings, sem þá var ekki enn búið að undirrita. Það þarf ekki að
koma á óvart að heimildarmaður Valdimars tengdist útgerð, en útgerðar-
menn og sjómenn töldu samninginn þrengja kost sinn. í blaðagreininW