Saga - 1996, Blaðsíða 407
RITFRHGNIR
405
deilir Valdimar hart á Owen Hellyer, einn bresku samningamannanna.
Hann hafi komið málum þannig fyrir að Bretar fengju að kaupa fisk á að-
alfiskveiðihöfnum landsins, en í hlut íslendinga hafi komið hafnir þar
sem lítið veiddist. Greinin varð tilefni til þess að dómsmálaráðuneytið lét
höfða mál gegn Valdimar vegna meiðandi ummæla um Hellyer og var
hann dæmdur í 30 daga varðhald sem hann afplánaði í kringum jólin
1941 (bls. 174-77).
Ekkert er minnst á í bókinni til hvers gagnrýnin á fisksölusamninginn
leiddi, en hún varð þó til þess að viðskiptin við Breta voru tekin til endur-
skoðunar og í desember 1941 var gerður viðbótarsamningur þar sem verð
a frystum þorski og ýsuflökum var hækkað, takmörkun á fjölda fiski-
skipa var afnumin og svæðið þar sem fiskkaup innlendra og færeyskra
skipa máttu eiga sér stað á, var stækkað (Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð ís-
lands 1904-1964, Rv. 1969, II, bls. 739^0).
Þegar ég las þessa frásögn velti ég fyrir mér hvort einhverjir fulltrúar
Ereta hefðu haft persónuleg afskipti af Valdimar vegna þessara og ann-
arra skrifa, en á það var ekkert minnst fyrr en löngu síðar, eftir að Valdi-
naar hafði sagt frá bókaútgáfu sinni til ársins 1953. Þá er horfið til hausts-
•ns 1941 0g sagt frá framkomu Breta í hans garð vegna greina sem hann
skrifaði um „saurlifnað" í Reykjavík af völdum setuliðsins. Frásögnin er
bæði athyglisverð og fróðleg, en betra hefði verið að hafa atburði stríðsár-
anna á einum stað (bls. 218-20).
Síðan segir Valdimar mjög stuttlega frá því að stuðningsmenn Þjóðólfs
ntynduðu með sér stjómmálahreyfingu í júní 1942, sem kallaði sig Þjóð-
veldismenn og buðu fram í Reykjavík í tvennum kosningum árið 1942, en
komu ekki manni að. Einar Laxness segir að það hafi aðallega verið óánægð-
lr sjálfstæðismenn sem stofnuðu þessa hreyfingu (Einar Laxness, íslands-
saga s-ö, Rv. 1995, bls. 165), en á það er ekkert minnst í bókinni.
Arið 1945 stofnaði Valdimar síðan Draupnisútgáfuna og Iðunnarútgáf-
una. Bókaútgáfa var hans aðalstarfi á þeim átakaámm sem framundan
voru í íslensku þjóðlífi og hófust er Bandaríkjamenn fóm fram á að fá
Þaakistöðvar fyrir herlið á íslandi til 99 ára. Þjóðvamarfélag íslendinga
Var stofnað af herstöðvarandstæðingum, en Valdimar segist ekki hafa
8engið í það, en fylgst „með störfum þess og hinum örlagaríku atburðum
1 sögu þjóðarinnar. Afstaða mín til herstöðva á íslandi fór ekki á milli
mála; hún var flestum kunn" (bls. 223). Einnig segir hann frá því þegar
E^raupnisútgáfunni var lokað undir því yfirskini að söluskattur væri
°greiddur, og telur „freistandi að trúa því að svo undarlegar aðfarir hafi
verið pólitískar ofsóknir, því að saga Þjóðvamarflokks íslands var hafin"
(bls. 217). Valdimar segir að hann hafi látið sér fátt um finnast fyrst í stað
Þegar flokkurinn var stofnaður árið 1953 að fmmkvæði nokkurra manna
Sem haustið áður höfðu stofnað vikublaðið Frjáls þjóð til að berjast gegn
erlendri hersetu í landinu (bls. 226-28). Hvers vegna Valdimar skipti um