Saga - 1996, Page 408
406
RITFREGNIR
skoðun kemur ekki fram en lyktirnar urðu þær að hann var kosinn for-
maður á stofnfundi flokksins og var í framboði árið 1953. Slagorð flokks-
ins var: „Frjáls þjóð fyrir fórnir og framkvæmdir sjálfrar sín" (bls. 229).
Þegar kemur að frásögninni af kosningabaráttunni 1953, fyrir daga nU'
tíma fjölmiðlunar kemst Valdimar á flug og nýtur sín vel. Hann og Þor-
hallur Halldórsson ferðuðust vítt og breitt um Norðurland og leituðu að
stuðningsmönnum til að fara í framboð. Meðal annars leituðu þeir hóf-
anna hjá Guðmundi Eiðssyni á Þúfnavöllum í Hörgárdal. Þar gengu þeir
beint í flasið á tengdaföður Guðmundar, Bemharði Stefánssyni þingmann'
Framsóknarflokksins, sem varð mjög undrandi á heimsókn þessara þjóð
vamarmanna. Lyktir kosninganna urðu þær að Þjóðvamarflokkurinn fékk
tvo menn kjöma á þing, þá Gils Guðmundsson og Berg Sigurbjörnsson,
en missti þá síðan 1956 og hætti að mestu starfsemi 1963 (bls. 230-43).
Þetta er mjög forvitnileg frásögn og fengur fyrir áhugafólk um stjorn
málasögu. Lítið hefur verið skrifað um þennan skammlífa flokk, sem ha®1
þó mikil áhrif, og hefði verið kjörið tækifæri að segja þessa sögu ítarlegar
og kafa ofan í þjóðmálin á fimmta og sjötta áratugnum, draga fram fleirl
hliðar stjórnmálanna og tengja sögu Þjóðvarnarflokksins betur þeirn
hræringum sem þá áttu sér stað. Skrásetjari hefði því átt að gefa sér lengrl
tíma til að vinna þessa bók og hafa hana ítarlegri, jafnvel í tveimur bind
um.
Valdimar segist hafa fylgst náið með þjóðmálaumræðunni á þessum
tíma er hann var í stjórnmálunum en bókaútgáfan hafi orðið að vera 1
fyrsta sæti sem hans aðallifibrauð. Valdimar var í áratugi umsvifaimk1
bókaútgefandi og á tímabili sá stærsti. Frekar fljótt er farið yfir útgáfn
sögu hans, en engu að síður fær lesandinn innsýn í horfinn heim prent
smiðjuvinnunnar, þegar setjarar þóttu gulls ígildi og prentsvertulyktin la
í loftinu.
Valdimar birtist lesandanum sem frekar dulur persónuleiki. Þar af lei^
andi eru einkamál ekki fyrirferðarmikil í bókinni. En þar sem þau koma
við sögu er byggt á bréfum sem hann skrifaði til Ingunnar, konu sinnah
meðan þau voru í tilhugalífinu. Bréfin dýpka myndina af Valdimar, en
sjónarmið Ingunnar og barna þeirra komast ekki að í bókinni, né heldur
annarra, þar sem hann segir einn frá. ,
Jafnframt virðist Valdimar hafa verið óskaplegur vinnuþjarkur. „Aka
minn við vinnuna og umhyggjan fyrir útgáfunni var svo mikil að ég van
rækti fjölskyldu mína, konu og börn. Ég gerði mér grein fyrir því, en re
ekki við það ráðið" (bls. 207). í bókarlok situr Valdimar og les. Frá unga
aldri hefur hann verið haldinn óslökkvandi lestrar- og fróðleiksfýsn, sem
nú er tími til að sinna en vegna veikinda hefur hann dregið sig r hlé r
bókaútgáfu.
Meginvinna skrásetjara þessarar bókar felst í því að raða niður og
koma skipulagi á það efni sem hann hefur viðað að sér. í viðtali við MorS