Saga - 1996, Blaðsíða 409
RITFREGNIR
407
unblaðið 28. nóvember 1993 segir Valdimar undan og ofan af lífshlaupi
sínu. Viötalið er notað sem uppistaða í bókinni en bætt er við og sagt ítar-
legar frá sumum hlutum. Heimildir skrásetjara eru mestmegnis viðtals-
baekur, æviminningar og síðan blöð sem Valdimar sá um að ritstýra og
skrifa í. Heimildavalið veldur því að mjög mikið af því sem sagt er í bók-
mni má lesa annars staðar. Guðjón Friðriksson studdist við frásögn Valdi-
mars af samskiptum hans við Jónas frá Hriflu í bók sinni Ljónið öskrar.
Saga jónasar jónssonar frá Hriflu og ýmsar beinar tilvitnanir eru hinar sömu
1 báöum bókum (Indriði G. Þorsteinsson, Samtöl við jónas, Rv. 1977, bls.
119-22, og Helgi Sæmundsson, „Jónas Jónsson frá Hriflu. Minning", Al-
þýðublaðið 26. júlí 1968). Fyrir vikið eru frásagnimar mjög líkar, fyrir utan
að kaflarnir heita báðir„Vökumenn íslands".
Mikið er um orðréttar tilvitnanir sem getur verið bæði kostur og löstur
eftir því hvernig með þær er farið. Stundum verða þær til að rjúfa sam-
hengi og draga athygli lesandans frá meginviðfangsefninu og eru þá til
°þurftar. Þetta er sérstaklega áberandi í fyrri hluta bókarinnar. Þar er
gnpið til íslendingasagna og Sturlungu og sagt frá atburðum er gerðust á
þeim bæjum er Valdimar ólst upp á. Og stundum koma þessar tilvitnanir
efni bókarinnar ekkert við t.d. frásögn Ásgeirs Theódórs Daníelssonar,
tengdaföður Valdimars, um sjávarháska sem hann lenti í árið 1911 og nær
yfir fjórar síður (bls. 115-18, sbr. Valdimar Jóhannsson: „Þegar Hafmeyj-
unni hvolfdi", Brim og boðar. Frásagnir af sjóhrakningum og svaðilförum, Rv.
1950) 1. Aðrar styttri tilvitnanir hefði einnig mátt fella burtu, t.d. innskot
um Jónas Rafnar og útgáfur hans (bls. 53) og um Magnús á Gmnd (bls.
131). Þarna hefði skrásetjari átt að grípa inn í og fella burtu, þannig að
mnskotin tmfluðu ekki frásögnina.
Við skrásetningu viðtalsbóka er auðveldast að fylgja atburðunum í
límaröð og hefur það verið gert að mestu leyti. Þó hefur skrásetjari einnig
uotað þá aðferð að halda efnisatriðum saman og rennur frásögnin þá ekki
eins vel áfram, t.d. þegar Valdimar segir frá blaðamennsku sinni á Al-
Pýðublaðinu árið 1942. Þá byrjar hann að segja frá því þegar hann var
blaðamaður við Nýja dagblaðið árið 1938, en á þeim tíma var hann undir
verndarvæng Jónasar og kennari við Samvinnuskólann. Aftur er þá farið
að segja frá samskiptum Jónasar og Valdimars, tíu blaðsíðum eftir að Jón-
as hefur horfið úr vitund lesandans (bls. 137-38). Blaðamennskuna á Nýja
fagblaðinu hefði verið betra að hafa á sama stað og umfjöllunina um Jónas
°8 tímabilið í Samvinnuskólanum, en líklega er það, og hefur verið, eðli
Jónasar að skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum!
Aður hefur verið bent á að bókin er ekki sagnfræðirit og að ósanngjarnt
Se að dæma hana út frá vinnureglum sagnfræðinga. Þó get ég ekki annað
en gert athugasemd við heimildanotkunina og heimildaskrána sem fylgir
bókinni. Henni er áfátt að því leyti að ýmsar heimildir eru notaðar orðrétt
1 naeginmáli, án þess að þeirra sé getið í heimildaskrá, t.d. bréf Valdimars