Saga - 1996, Page 412
410
RITFREGNIR
skömmum tíma undraveröum árangri. Um þennan þátt íslenskrar verka-
lýðssögu hefur ekki mikiö verið fjallað í sagnfræðirannsóknum. Kver
Hannesar H. Gissurarsonar, Stctt mcð stétt, mun vera það eina sem út hef-
ur komið. Ævisaga Péturs sjómanns bætir þar nokkuð úr en þó aðeins ht-
illega. Lítið er fjallað um starfið í hinum svonefndu málfundafélögum
sjálfstæðisverkamanna, en fram kemur hvílíka áherslu flokksforystan lagði
á skipulagt starf innan verkalýðshreyfingarinnar á árunum 1956-64.
Skömmu eftir ASÍ-þingið 1956 var Pétur ráðinn erindreki Sjálfstæðis-
flokksins í verkalýðshreyfingunni og kjörinn 12. þingmaður Reykvíkinga
1959. Haft er eftir Hannesi H. Gissurarsyni að flokkurinn búi enn að þeim
árangri sem þá náðist (bls. 113). Þetta er vafalaust hárrétt mat, en óneitan-
lega hefði verið fengur í nánari útlistun á því hver hvatinn var einmitt a
þessum árum og hvernig starfið var skipulagt, unnið og fjármagnað.
A þingmannsferli sínum lét Pétur mikið til sín taka og þó mest þegar
hagsmunir sjómanna, verkalýðshreyfingar og aldraðra voru til umfjöllun-
ar. Hann flutti tímamótatillögu um atvinnulýðræði, var formaður „vinnu-
tímanefndar" sem beitti sér fyrir vinnurannsóknum og aukinni vinnu-
hagræðingu. Þegar hann minnist afdrifa þessara hugðarefna sinna fer ekki
hjá að örli á beiskju bæöi í garð ýmissa atvinnurekenda sem hann segu
hafa verið aldamótamenn í hugsun og eins verkalýðsforingja sem voru að
hans sögn „of uppteknir af landsmálapólitíkinni, og næsta verkfalli, til að
gefa gaum að raunhæfum aðgerðum, sem verða mættu til að auka þjóðar-
tekjur og þar með meira svigrúm til kjarabóta" (bls. 112 o.áfr.). Hér er fjall'
að um ákaflega merkilegan þátt í íslenskri atvinnulífssögu sem enn hefur
ekki verið rannsakaður til hlítar, þ.e.a.s. tilraunir á sjöunda áratugnum til
að koma á vinnurannsóknum og auka vinnuhagræðingu. Pétur segist
hafa beitt sér fyrir því á ASÍ-þingi 1962, að gerður yrði rammasamningur a
milli verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda um vinnurannsóknir. „En ekk-
ert gerðist, þrátt fyrir að samþykkt væri á þinginu að gefa stjórn sam-
bandsins heimild til að ganga frá slíkum samningi. Hin pólitíska hlið
verkalýðsbaráttunnar reyndist jafnan hafa vinninginn" (bls. 112). I heim-
ildum sem undirritaður hefur kynnt sér kemur fram að samstarf hafi
náðst milli einstakra verkalýðsfélaga og atvinnurekenda um að hrinda af
stað vinnurannsóknum, en hvort árangur hafi verið sá sem að var stefnt,
eða Pétur vildi sjá, skal ósagt látið.
Hugmyndir Péturs Sigurðssonar um atvinnulýðræði, vinnutímastytt'
ingu og vinnurannsóknir sýna að hann fylgdist vel með samskiptum at
vinnurekenda og verkalýðshreyfinga í nágrannalöndunum og var óhrædd
ur að taka það til handargagns sem honum þótti mega verða til bóta her a
landi. Hann sótti jafnvel fyrirmyndir til Sovétríkjanna, eins og fram kem
ur á bls. 190. Þar segir frá ferð sem hann fór í austurveg ásamt Birni Jons
syni og Eðvarð Sigurðssyni. í Leningrad skoðuðu þeir Eðvarð verknarns