Saga - 1996, Page 414
412
RITFREGNIR
þau mörk, að þeim beri að hætta að vinna á aldrinum 60-70 ara
og láta þá, sem yngri eru, taka við.
En gamalt fólk á ekki að láta ráðskast með sig. Við, sem „aldrað-
ir" teljumst, getum orðið mikið afl í þjóðfélaginu, ef við sameinum
krafta okkar og myndum þrýstihóp eins og aðrir sem telja sig af-
skipta ... Það nær engri átt, að fólk sem er komið um sextugt og
þar yfir, láti yngri kynslóðir skáka sér til og frá. Það er kominn
tími til að aldraðir setji hnefann í borðið ... Við upplifum biðlista
þar sem fólk bíður mánuðum og árum saman eftir að fá pláss a
heimilum, sem veita umönnun og hjúkrun. Við upplifum að fólk a
níæðis- og tíræðisaldri er flutt út af sjúkrastofnunum heim til
maka sinna, sem stundum geta trauðla hugsað um sjálfa sig, hvað
þá hjúkrað sjúklingi. Fólkið er jafnvel borið á börum og flutt upp a
þriðju hæð fjölbýlishúss, skilið eftir í anddyri þjónustuíbúða - og
mætti svo lengi telja ... Enn koma aldraðir einstaklingar inn á dval-
arheimilin úr þéttbýli af svokölluðum heimilum sínum og eru
bæði vannærðir og vanhirtir (bls. 236-39).
Arið 44 f. Kr. kom út lítið kver eftir rómverska heimspekinginn og stjorn-
málamanninn Marcus Tullius Cicero. Kver þetta ber nafnið Um ellina og
er tilraun höfundar til þess að kenna fólki að meta ellina að verðleikum i
stað þess að óttast hana og hlaða hana fordómum. Heimspekingurinn
rómverski lagði áherslu á að ellin ein ætti ekki að þurfa að útiloka fólk fra
störfum. Ellin gerir fólk ríkt af reynslu sem stundum getur verið gulh
betri. Það sem Cicero benti réttilega á fyrir 2040 árum er í fullu gildi í dag-
Annað mál er svo hvort manneskjan í hinum vestræna heimi hafi á þess-
um ríflega tveimur árþúsundum sem liðin eru lært að sýna öldnum virð-
ingu, lært að nýta sér það sem ellin hefur að bjóða en æskan ekki. Bókin
um Pétur sjómann vitnar um að ennþá er víða pottur brotinn.
Sagnfræðingar og aðrir fræðimenn í nágrannalöndunum hafa rannsak-
að breytingar sem orðið hafa á samfélagslegri öldrunarþjónustu og við-
horfi fólks til öldrunar. Mér er ekki kunnugt um að slíkar rannsóknir hafi
verið gerðar hér á landi, en þeim sem hyggjast fara út á þá braut, sem
sannarlega er tímabært, skal bent á að lesa bæði þessi gagnmerku rit, Utn
ellina eftir Cicero og minningar Péturs sjómanns.
f upphafi veltir höfundur fyrir sér hvort Pétur sé bókarefni. Hann rekur
fjölmarga þætti í athafnasögu hans sem hefst á sjómannsferli, liggur um
Sjómannaskólann í Reykjavík, Sjómamiadagsráð, Hrafnistu-heimilin, happ-
drætti DAS, Laugarásbíó, bamaheimilið Hraunás, Sjómannafélag Reykja-
víkur, Sjómannasamband íslands, Atvinnuleysistryggingasjóð, starf yfú'
skoðunarmanns ríkisreikninga, starf fulltrúa á ráðgjafarþingi Evrópuráðs-
ins, allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, Norðurlandaráð, bankaráð Lands-
banka íslands og síðast en ekki síst starf alþingismanns fyrir Sjálfstæðis-