Saga - 1996, Page 420
418
FRÁ SÖGUFÉLAGl
til starfa í desember 1994. í henni sátu Anna Agnarsdóttir, Guð-
mundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Ragnheiður Móses-
dóttir og Sigurður Ragnarsson. Ritstjórninni varð strax vel til fanga
um efni og hélt um það fjölda funda. Skiptust menn á um að fara
yfir greinar og ritdóma. Ákveðið var að semja við sömu prentaðila
sem fyrr um prentun Sögu, og tók Ragnheiður Mósesdóttir að ser
að sjá um samskipti við þá. Mæddi því mest á henni í þessari
ritstjórnarlotu. Saga 1995 kom út 20. maí og var hún að þessu sinm
304 blaðsíður auk nokkurra síðna með styrktarkveðjum. Er hér um
að ræða einhvers konar blöndu af styrk til Sögufélags og aug-
lýsingu fyrir viðkomandi aðila. Það var fyrirtækið Markaðsmenn,
sem safnaði þessum styrktarkveðjum. Forseti taldi óhjákvæmilegt að
fylgjast með fjöldanum að þessu leyti, þó að einhverjum fyndist
einkennilegt að sjá þvottahús, bakarí, sölutuma eða smíðagallen i
hópi þeirra, sem styrkja vildu íslenskar sagnfræðiiðkanir. Lauk for-
seti umfjöllun sinni um þetta mál á þessum orðum: „Ætli við verð-
um ekki bara að vera fegin ef einhver vill styrkja okkur á meðan
meira framboð er en eftirspurn eftir framleiðslu íslenskra sagn-
fræðinga".
Forseti gat þess, að Saga 1995 hefði verið mjög í fréttum vegna
verðlaunaritgerðar Vals Ingimundarsonar: „Áhrif bandarísks fjar'
magns á stefnubreytingu vinstri stjórnarinnar í varnarmálum árið
1956." Mun ekkert hefti af Sögu hafa hlotið aðra eins kynningu og
þetta, og hafa þó greinar úr tímaritinu oft vakið athygli fjölmiðla-
fólks. Taldi forseti, að Saga hefði að þessu leyti yfirburði yfir önnur
skyld tímarit. Þá gat forseti um þá skoðun sína, að fleiri greinar ur
Sögu 1995 hefðu vakið athygli fjölmiðla í venjulega árferði, þ e- e
grein Vals hefði ekki yfirgnæft aðrar. Það hefði t.d. aldrei áður ver-
ið dregið eins vel fram, hvaðan Tyrkjaránsmenn voru upprunnir
eins og í grein Þorsteins Helgasonar um það efni í Sögu 1995.
Næst vék forseti að undirbúningi að öðrum útgáfuverkum á veg-
um Sögufélags. Þar var einkum um að ræða undirbúning að útgáfu
á sýslu- og sóknalýsingum Skaftafellssýslu. Kom í ljós, að áhuga-
menn um sögu og náttúrufræði í Homafirði unnu að uppskriftum
á lýsingunum þar um slóðir, einkum með tilliti til náttúrufrae^1
rannsókna. Var áveðið að leita samstarfs við þessa aðila, og var
haldinn fundur með þeim í apríl 1995. Þann fund sátu auk Sóg11'
félagsmanna Jón Aðalsteinn Jónsson fyrrverandi Orðabókarritstjon,
Páll Imsland jarðfræðingur og Sjöfn Kristjánsdóttir bókavörður. Sa
fundur tókst vel og var ákveðið, að Sögufélag og Homfirðingar