Morgunblaðið - 14.11.2009, Page 1

Morgunblaðið - 14.11.2009, Page 1
Morgunblaðið/Ómar Vigdís Ræðir um hrunið í nýrri bók. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is VIGDÍS Finnbogadóttir ætlaði sér að hætta sem forseti Íslands árið 1992. Þetta kemur fram í ævisögu Vigdísar, sem kemur út eftir helgi. Þar kemur einnig fram að Vigdís sér eftir því að hafa ekki hætt á þeim tíma eins og hún hafði alltaf ætlað sér. „Það var lagt mjög hart að henni að halda áfram og hún ákvað að verða við þeim óskum þvert gegn eigin sannfæringu,“ segir höfundur bókarinnar, Páll Valsson, í viðtali við Lesbók Sunnudagsmogga. „Síðasta kjör- tímabilið varð henni líka nokkuð erfitt og reyndi mikið á hana.“ Síðasti kaflinn í bókinni heitir Hér og nú og fjallar um hrunið. „Þar fer hún yfir það hvernig það horfir við henni, hvað fór úrskeiðis og hvernig við ættum að byggja okkur upp að nýju. Hún segir þar meðal annars að sér hafi um tíma fundist eins og allt hennar starf, til dæmis landkynningarstarf á er- lendum vettvangi, væri fyrir bí,“ segir Páll. Við ritun bókarinnar fékk Páll aðgang að bréfum Vigdísar og tal- aði við samstarfsfólk hennar, vini og kunningja, auk þess sem hann átti ítarleg samtöl við Vigdísi sjálfa. Vigdís sér eftir því að hafa ekki hætt 1992 Faxafeni 5 • S. 588 8477Opið frá 11-16 í dag • Hitajöfnun 37°C • 100% hreinn gæsadúnn • Astma- og ofnæmisprófað • Hægt að þvo á 60°C Mjúkir pakkar ! Hitajöfnunarsæng 140x200 cm Kr. 29.900,- L A U G A R D A G U R 1 4. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 307. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is «SKESSUDAGAR LEIKFÖNG SEM KALLA FRAM MINNINGAR «INNPÖKKUÐHERBERGI Í Japan er eiginlega allt sætt 96 ára Sunnudags Mogginn er nú borinn út með laugardagsblaðinu Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is HJÖRLEIFUR B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að frekara gengisfall íslensku krónunn- ar geti orðið fyrirtækinu erfitt. Spurður hvort hætta sé á greiðslu- þroti Orkuveitunnar, styrkist krón- an ekki á næstunni, segir hann: „Ja hún má ekki veikjast mikið meira, við skulum orða það þannig. Opin- berar spár gera nú ráð fyrir því að frá einsdæmi á Íslandi, enda velti hagur margra á því að krónan fari að styrkjast. „Við höfum beðið lengi eft- ir því að krónan styrkist – stjórnvöld hafa æ ofan í æ talið okkur trú um að það sé að fara að gerast. Fyrst átti krónan að styrkjast með því að Ice- save-málið leystist. Svo átti hún að styrkjast með endurskoðun á efna- hagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Hvorugt hefur gerst.“ Hætta á greiðslufalli OR  Orkuveitan má ekki við því að íslenska krónan falli mikið meira í verði  Skuld- ar 227 milljarða að mestu í erlendum myntum  Framkvæmdir sitja á hakanum  Áhyggjur af OR | 2 gengisvísitalan verði einhvers staðar í kringum 235 á þessu ári og næsta. Við þolum það. En þessi staða dreg- ur kraftinn úr okkur eins og öðrum. Við ætluðum að hefjast handa við Hverahlíðarvirkjun, en hún er bara í biðstöðu í augnablikinu.“ Hjörleifur segist hafa miklar áhyggjur af skuldastöðu Orkuveit- unnar, sem skuldar 227 milljarða, að mestu í erlendri mynt, en tekjur fyr- irtækisins eru í krónum. Hann segir þó að staða Orkuveitunnar sé langt í Í HNOTSKURN » Skuldir OrkuveituReykjavíkur í erlendri mynt jafngilda nítjánföldum rekstrarhagnaði fyrirtæk- isins. » Eðlilegt hlutfall fyrir fyr-irtæki í svipuðum rekstri er talið vera á bilinu þrír til fimm.  SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins mun skiptastjóri Baugs krefjast riftunar á sölu Baugs á fé- laginu BG Danmark til Gaums í október 2008. Meðal eigna BG Dan- mark eru ýmsar fasteignir í Dan- mörku auk skíðaskála í Frakklandi. Engir peningar komu við í sögu í sölunni, heldur skuldajafnaði Baug- ur við Gaum. Krafan sem notuð var við skuldajöfnunina er ekki sögð eiga rétt á sér, þar sem upphaflega var um að ræða veð í bréfum sem Gaumur lánaði til Baugs. Baugur notaði síðan viðkomandi veð sem tryggingu við fjármögnun. Við hrun bankakerfisins varð veðið verðlaust. Baugur breytti þá kröfu Gaums í peningakröfu, sem var not- uð til skuldajöfnunar. Skiptastjóri er sagður telja gjörninginn ólög- mætan og mun höfða mál til að krefjast riftunar á sölunni. »6 Skiptastjóri Baugs krefst riftunar á sölu skíðaskála Þótt skötuselurinn sé ófrýnilegur botnfiskur er hann afar eftirsóttur til matar. Útvegsmenn bítast um kvótann. Skötuselur er gríðarlega hausstór. Kjafturinn nær yfir allt höfuðið og í báðum kjálkum eru nálhvassar tennur sem allar vísa aftur. Er því ekki aftur snúið þegar fæðan er komin í kjaft- inn. Skötuselurinn í Húsdýragarðinum beið eftir bráðinni. »/12 Ekki aftur snúið úr kjafti skötusels Morgunblaðið/Ómar Beðið eftir bráðinni  UM hundrað jarðskjálftar sem urðu í grennd við borholu á Heng- ilssvæðinu eru raktir til þess að Orkuveita Reykjavíkur lét dæla vatni ofan í borholu á svæðinu. Stærstu skjálftarnir voru rúmlega tveir á Richters-kvarða. Einar Kjartansson, jarðeðlis- fræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að Veðurstofan hafi fylgst ná- ið með virkninni á Hengilssvæðinu undanfarið og óskað eftir upplýs- ingum frá OR. Frá mánudegi til fimmtudagskvölds hafi um 100 jarðskjálftar átt upptök á þessu svæði. Margir skjálftanna eigi upp- tök neðar en holan sem sé rúmlega tveir kílómetrar að dýpt. »6 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jörð skalf þegar vatni var dælt ofan í borholu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.