Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is HJÖRLEIFUR B. Kvaran, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, seg- ir aðspurður að hætta sé á að fyr- irtækið fari í greiðsluþrot, veikist krónan umfram það sem orðið er. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær skuldar OR 227 milljarða króna í erlendum mynt- um, en það jafn- gildir 19-földum rekstrarhagnaði fyrirtækisins. Eðlilegt hlutfall fyrir fyrirtæki í svipuðum rekstri er talið vera á bilinu 3-5. Lánshæfismatsfyrir- tækið Moody’s lækkaði lánshæfis- einkunn OR niður í svokallaðan „ruslflokk“ á miðvikudaginn. „Ég hef miklar áhyggjur af skuldastöðu Orkuveitu Reykjavík- ur og stöðugu falli íslensku krón- unnar,“ segir Hjörleifur í samtali við Morgunblaðið. „Það virðist ekkert lát vera á því,“ bætir hann við. OR undirbýr nú skuldabréfaút- boð upp á 10 milljarða króna. Spurður hvort ekki sé hætta á því að lífeyrissjóðir hiki við að taka þátt í útboðinu, í kjölfar lækkunar Moody’s, segir Hjörleifur: „Ég bara get ekki svarað því. Ég vona auðvitað ekki; ég held að þeir átti sig á því að þeir hafa mjög góðar tryggingar fyrir endurgreiðslunni. Sveitarfélögin eru í ábyrgð fyrir okkar skuldbindingum. Við höfum haldið kynningarfundi með nokkr- um lífeyrissjóðum og kynnt fyrir þeim verkefni og fjárhagsstöðu Orkuveitunnar. En það er alveg klárt að þetta mat veikir stöðu okkar til þess að sækja lán á næstunni,“ segir hann. Hjörleifur segir að staða OR sé ekki einsdæmi á Íslandi eins og sakir standa. „Það eru allir veikir. Landið er veikt. Við höfum beðið lengi eftir því að krónan styrkist – stjórnvöld hafa æ ofan í æ sann- fært okkur um að það sé að fara að gerast. Fyrst átti krónan að styrkjast með því að Icesave-málið leystist. Svo átti hún að styrkjast með endurskoðun á efnahags- áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hvorugt hefur gerst.“ – Er hætta á því að Orkuveitan lendi í greiðsluþroti, ef krónan styrkist ekki á næstunni? „Ja hún má ekki veikjast mikið meira, við skulum orða það þann- ig. Opinberar spár gera nú ráð fyrir því að gengisvísitalan verði einhvers staðar í kringum 235 á þessu ári og næsta. Við þolum það. En þessi staða dregur kraft- inn úr okkur eins og öðrum. Við ætluðum að hefjast handa við Hverahlíðarvirkjun, en hún er bara í biðstöðu í augnablikinu,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir furðulegt með lánshæfismat erlendra fyrirtækja að þau meti horfur fyrir einkunn ríkissjóðs stöðuga, en um leið lækki lánshæfiseinkunn fyrirtækja eins og OR. „Staða ríkisins er meðal annars metin stöðug vegna þess að menn gera ráð fyrir því að hér verði stóriðjuframkvæmdir. En það verða engar slíkar fram- kvæmdir nema til komi virkj- unarframkvæmdir. Ég held að það verði engin Helguvík nema Orku- veitan haldi áfram að virkja,“ seg- ir hann. „Þarna er um innri mót- sögn að ræða.“ Morgunblaðið/Ómar Skuldir „Ég hef miklar áhyggjur af skuldastöðu Orkuveitu Reykjavíkur og stöðugu falli íslensku krónunnar,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR. Áhyggjur af OR Forstjóri Orkuveitunnar óttast að frekara fall íslensku krónunnar baki skuldsettu fyrirtækinu aukin vandræði Orkuveitan skuldar 227 milljarða króna í erlendum myntum. Láns- hæfiseinkunn fyrirtækisins er í ruslflokki. Ljóst er, að fyrirtækið má ekki við mikilli gengislækkun íslensku krónunnar. STEFÁN Pétursson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Landsvirkjun, segir að Lands- virkjun standi að fullu í skilum með öll sín lán. Í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2008 segir að afborganir af lánum á þessu ári nemi 186 milljónum doll- ara, en handbært fé í byrjun árs var 125 milljónir dollara. Spurður hvort fyrirtækið hafi þurft að nota hið handbæra fé eða hvort fyrir- tækið hafi endurfjármagnað sig svarar Stefán: „Bæði og. Við höf- um tekið tvö smærri lán á árinu, annað í krónum og hitt í dollurum. Þá má ekki gleyma að Lands- virkjun var ekki bara með laust fé um síðustu áramót, heldur hefur einnig aðgang að veltiláni, sem bú- ið er að borga fyrir að hafa í mörg ár,“ segir hann. „Við höfum dregið á það líka. Okkar sjóðsstaða er því vel viðunandi,“ bætir hann við. Moody’s lækkaði á miðvikudaginn lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar til samræmis við sambærilega lækkun ríkissjóðs. Stefán segir að lækkunin hafi ekki nein skamm- tímaáhrif á rekstur þess. „Enginn af lánasamningum Landsvirkjunar inniheldur ákvæði um að breyting á lánshæfismati hafi áhrif á þá. Þetta breytir því engu um núver- andi skuldbindingar okkar; öll þau hagstæðu lánskjör sem við náðum fram á góðum tíma haldast óbreytt,“ segir hann. Sjóðsstaða Landsvirkjunar vel viðunandi Hjörleifur B. Kvaran Eftirfarandi yfirlýsing barst frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, í gær: „Vegna umfjöllunar um málefni Haga þar sem ítrekað hefur verið farið rangt með staðreyndir er rétt að eftirfarandi komi fram: Engar skuldir hafa verið afskrif- aðar á Haga og ekki stendur til að afskrifa neinar skuldir á Haga. Hagar eru þvert á móti eina fyrir- tæki landsins sem hefur á sl. 18 mánuðum greitt upp að fullu með vöxtum skráðan skuldabréfaflokk, sem var meginhluti skulda félags- ins. Hagar eru nú vel fjármagnað félag til langs tíma. Nú er unnið að lausn á skuldum eignarhaldsfélagsins 1998, eig- anda Haga. Þar er meginmark- miðið að ekki komi til neinna af- skrifta skulda, m.a. með því að erlendir fjárfestar leggi fram verulega fjármuni til félagsins í formi nýs hlutafjár. Umfjöllun eða fullyrðingar um annað eru ein- faldlega rangar. Líta verður á umfangsmikla umfjöllun Morgunblaðsins undan- farnar vikur sem einstaka í sögu blaðamennsku. Sú umfjöllun verð- ur ekki skilin öðruvísi en sem að- för að Högum og því starfsfólki sem þar starfar. Megininntakið í málflutningi blaðsins er að nauð- synlegt sé að Bónus starfi í fram- tíðinni án Jóhannesar í Bónus. Blaðið heldur því fram að hags- munum félagsins sé best borgið með brotthvarfi stofnandans og frumkvöðulsins Jóhannesar í Bón- us. Þessu er ég, sem forstjóri Haga, með öllu ósammála og deili ég þar skoðunum með stjórn- endum og starfsfólki Haga. Enginn hefur unnið betra starf í þágu landsmanna við að tryggja lágt vöruverð á Íslandi en Jó- hannes í Bónus. Hann hefur bar- ist fyrir lágu vöruverði og ekki síður að sama verð sé boðið í verslunum hans um allt land. Hann hefur verið frumkvöðull í hagræðingu, sem hefur skilað sér í lægra vöruverði til íslenskra heimila. Jóhannes vinnur nú að lausn á málefnum eignarhaldsfélagsins með það að markmiði að ekki komi til neinna afskrifta skulda. Með því verður tryggt að Bónus verði áfram í forystu með að tryggja lágt vöruverð um land allt. Það er staðföst skoðun stjórnenda og starfsfólks að fram- angreindum markmiðum verði ekki náð án Jóhannesar. Hagsmunir félagsins, hags- munir viðskiptavina, hagsmunir 2.500 starfsmanna og hagsmunir lánveitenda eru sameiginlegir og best tryggðir með þeirri lausn, sem nú er unnið að. Með kveðju, Finnur Árnason.“ Aths. ritstj. Það er mikill misskilningur hjá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, að Morgunblaðið hafi eitt fjölmiðla fjallað um málefni félagsins, eig- anda þess, eignarhaldsfélagsins 1998, og Nýja Kaupþings. Fjöl- miðlar sem tengjast fyrri eig- endum Haga hafa að vísu af ein- hverjum ástæðum veitt fyrir- tækinu litla athygli að undanförnu, en aðrir hafa fjallað um málið. Morgunblaðið heldur því ekki fram að Hagar sjálfir hafi fengið miklar afskriftir og sérkennilegt er að forstjórinn láti að því liggja. Ekki er síður sérkennilegt að hann láti að því liggja að 1998 komist hjá af- skriftum. Þær tölur sem fyrir liggja um skuldsetningu og mögu- legt framlag hugsanlegra nýrra fjárfesta sýna að tugmilljarða af- skriftir eru óhjákvæmilegar. Umfjöllun Morgunblaðsins er fjarri því að vera aðför að Högum eða starfsfólki Haga. Hún er að- eins tilraun til að upplýsa almenn- ing um mál sem varðar hann miklu, þar sem um stærstu versl- anakeðju landsins og banka í eigu ríkisins er að ræða. Hins vegar er umhugsunarvert hverra hagsmuna forstjóri Haga er að gæta með yf- irlýsingu sinni. Hvort eru það hagsmunir starfsfólksins eða hags- munir fyrrverandi eigenda Haga? Morgunblaðið hefur ekkert við það að athuga að tilteknir menn eigi Haga eða önnur fyrirtæki hafi þeir til þess forsendur. Hafi menn hins vegar misst eignarhald fyrirtækja sinna til eins af ríkisbönkunum nýju er eðlilegt að þeir fái þar sömu meðferð og aðrir í sambæri- legri stöðu. Eða getur forstjóri Haga, sem nú er í eigu Nýja Kaup- þings í gegnum eignarhald bank- ans á 1998, svarað því hvers vegna fyrrverandi eigendur félagsins eiga að fá aðra meðferð en aðrir menn í sambærilegri stöðu hafa fengið? Yfirlýsingin vekur ýmsar aðrar spurningar. Af hverju geng- ur Finnur Árnason fram fyrir skjöldu með þessum hætti? Hann er launamaður hjá þessu fyrirtæki. Af hverju tekur hann að sér áróð- urshlutverk fyrir fyrrverandi eig- endur gegn hagsmunum núverandi eigenda og þar með almennings? Var þetta sérkennilega bréf hans borið undir aðra starfsmenn fyrir- tækisins eins og hann gefur til kynna? Yfirlýsing frá Högum H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N Ritið 1/2009 Þema heftisins er Róm- anska Ameríka. M.a er fjallað um kvikmynda- gerð í Rómönsku Ameríku, rýnt er í hina margræðu skáldsögu mexíkóska rithöf- undarins Carlosar Fuentes, Terra nostra. Flókinn heimur landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna er eitt viðfangs- efna og líf og verk nunnunnar Sor Juana Inés del la Cruz frá Nýja Spáni sem hélt uppi vörnum fyrir tjáningarfrelsi kvenna á 17.öld. Þá er fjallað um hinn umdeilda og orðhvassa forseta Venesúela Hugo. Síðasta þemagreinin er helguð Haítí og er saga eyjunnar rakin frá 1697 til 2004. Ritstjórar Ásdís R. Magnúsdóttir og Björn Þorsteinsson Vegur minn til þín Matthías sannar hér sem aldrei fyrr hversu fjölhæfur hann er í efnistökum og tjáningu. Hann yrkir nútímaljóð í hefðbundnum bragformum, líkt og ekkert sé eðlilegra, en á það líka til að semja glettin prósaljóð um samferðamenn sína eða bregða á loft smáum myndum í frjálsu formi sem opna þó víða sýn á náttúruheiminn. Skáldið hugar að minningum sínum og leiftrum úr menningarsögunni en hann leyfir samtíðinni einnig að snerta kviku sína á ævikvöldi. Hann yrkir um hrunadansinn, feigðarósinn, lífsfögnuðinnn og ekki síst um erindi sín á vegum ástarinnar. Ástráður Eysteinsson annaðist útgáfuna og ritaði eftirmála. Matthías Johannessen Krabbamein í blöðruhálskirtli Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabba- mein á Íslandi og nú lætur nærri að einn af hverjum sjö körlum geti átt von á að greinast með meinið. Þessi bók er skrifuð fyrir almenning og staðfærð að íslenskum veruleika. Bókin veitir gagnlegar og sannreyndar upplýsingar um sjúkdóminn og fjallar um hann frá mörgum ólíkum sjónarhornum en þessi fróðleikur er ætlaður sjúklingnum og aðstandendum hans sem stuðningur og veganesti í nýjum veruleika. Snorri Ingimarsson og Eiríkur Jónsson þýddu og staðfærðu Hið mystíska X Í bókinni er safn greina og fyrirlestra sem höfundur hefur ritað á síðustu tuttugu árum. Bókin öll ber merki þess rannsóknarefnis er höfundur hefur öðrum fremur einbeitt sér að, sem er kristni- takan á Íslandi. Óhætt er að fullyrða að hér kemur ýmislegt fram sem ekki hefur áður verið á lofti haldið hvað varðar þennan merkasta atburð Íslands- sögunnar - trúskiptin og af hvaða ástæðum þau urðu. Jón Hnefill Aðalsteinsson hefur átt drýgstan hlut í að móta þjóðfræðina sem lærdóms- grein í íslenskri menningarhefð. Jón Hnefill Aðalsteinsson Hið mystíska X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.