Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FULLTRÚAR Landssambands ís- lenskra útvegsmanna óskuðu eftir því að fundi starfshóps sem endur- skoðar fyrirkomulag fiskveiðistjórn- unar yrði frestað. Formaðurinn treysti sér ekki til að verða við því þar sem búið var að boða fundinn. Formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ mættu ekki á fundi hópsins í gær. Starfshópur sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skipaði til að endurskoða fyrirkomulag fiskveiði- stjórnunar var skipaður í sumar. Í honum eiga sæti fulltrúar stjórn- málaflokka og hagsmunasamtaka. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur lýst megnri óánægju með frumvarp sjávarútvegsráð- herra um tilteknar breytingar á fiskveiðistjórnun sem ráðherra mælti fyrir í gær. Þeir segjast hafa tekið fram að þeir myndu ekki taka þátt í að útfæra fyrningarleið í starfshópnum en telja að ákvæði um sölu á skötuselskvóta í nýja starfi. Það hafi beinlínis verið boðað í stjórnarsáttmálanum að tekið yrði á brýnum úrlausnarefnum á þessu sviði. Jón Bjarnason tók það fram í framsöguræðu sinni í gær að ef starfshópurinn næði sátt um til- lögur sem gengju þvert á það sem lagt væri til í frumvarpi hans yrði tekið tillit til þess þegar þar að kæmi. þar sem búið hafi verið að boða fundinn. Adolf Guðmundsson og Friðrik J. Arngrímsson mættu ekki á fundinn þegar til kom og gáfu ekki frekari skýringar á því, að sögn Guðbjarts. Friðrik J. Arn- grímsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Guðbjartur telur ekkert athuga- vert að ráðherrann leggi fram frumvarp sitt á meðan nefndin frumvarpinu sé byrjunin á því. Einnig vísa þeir til ákvæða í stöð- ugleikasáttmála aðila vinnumarkað- arins og ríkisstjórnarinnar. Þeir sendu formanni hópsins tölvubréf í fyrradag og óskuðu eftir frestun á fundi sem boðaður hafði verið um hádegið í gær. Guðbjartur Hannesson alþingismaður, sem er formaður starfshópsins, segist ekki hafa getað orðið við beiðni þeirra Fulltrúar LÍÚ mættu ekki Formaður starfshóps um fiskveiðistjórnun gerir ekki athugasemdir við framlagningu frumvarps sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnun Í HNOTSKURN »Sjávarútvegsráðherra seg-ir frumvarpið sett fram til að laga ýmsa smærri ágalla á löggjöfinni. Hann telur að það leiði til heilbrigðara stjórn- kerfis, án þess að grundvall- arþáttum sé hnikað. »Kristján Þór Júlíusson (D)gerði athugasemdir við verklag ráðherra, þegar málið kom til umræðu, og taldi það ekki stuðla að sátt. Morgunblaðið/Heiddi Með opinn kjaftinn Skötuselurinn er ekki frýnilegur en útgerðarmaðurinn setur þó upp sama svipinn, við löndun á Arnarstapa á Snæfellsnesi. FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is KIRKJUÞING samþykkti með eins atkvæðis mun gildistöku sameiningar Hraungerðis- og Selfossprestakalls sem hefur í för með sér að Kristinn Á. Friðfinnsson Hraungerðisprestur verður sóknarprestur í sameinaði sókn. Þetta var gert í andstöðu við vilja sóknarnefndarinnar á Selfossi sem hélt fram rétti sóknarbarna til að velja sér sóknarprest. Selfossprestakall var klofið út úr Hraungerðisprestakalli 1991. Nú er mikill munur orðinn á íbúafjölda, hátt í 7.000 á Selfossi og rúmlega 400 í þremur sóknum sem heyra undir prestinn í Hraungerði sem raunar býr á Selfossi. Til umræðu hefur verið að sameina prestaköllin. Sóknarnefndin lagðist hins vegar gegn því að það yrði gert nú. Venja er að þegar prestaköll eru sameinuð komi það til framkvæmda þegar annar presturinn hættir. Nú háttar svo til á þessu svæði að Óskar H. Óskarsson er ráðinn tímabundið sem prestur á Selfossi í afleysingum. Kristinn verður því sóknarprestur í sameinuðu prestakalli. 11 atkvæði gegn 10 Sóknarnefndin lagði áherslu á að söfnuðurinn fengi að velja sér sókn- arprest og voru tilbúin drög að aug- lýsingu um það. Kirkjan vildi ekki valda meiri óróa í sókninni en orðið er og lögðu biskuparnir ekki til samein- ingu á Selfossi í tillögu sinni um sam- einingu prestakalla og prófastsdæma vítt og breitt um landið á kirkjuþingi. Eigi að síður lagði séra Kristján Björnsson í Vestmannaeyjum til sameiningu. Var tillaga hans sam- þykkt í löggjafarnefnd þingsins með því ákvæði að hún tæki ekki gildi fyrr en næsta sumar. Það hefði þýtt að auglýst yrði eftir sóknarpresti nú og sameiningin kæmi í raun ekki til framkvæmda fyrr en annar hvor presturinn hætti. Við lokaafgreiðslu málsins í fyrrakvöld var þetta gild- istökuákvæði fellt með 11 atkvæðum gegn 10 en 29 fulltrúar sátu þingið. Það þýðir að séra Kristinn verður sóknarprestur en auglýst verður eftir presti með honum. „Eins og rassskellur“ „Við töldum að búið hefði verið að ganga frá málinu, að við myndum fá að velja okkur prest og síðan yrði unnið að sameiningunni í rólegheit- um. Þessi niðurstaða er eins og rass- skellur fyrir okkur sem höfum verið að vinna að málinu,“ segir Eysteinn Ó. Jónasson, formaður sókn- arnefndar á Selfossi. Eðlismunur er á embættum sókn- arprests og prests. Séra Óskar íhug- aði að sækja um sóknarprestsemb- ættið. Nú liggur fyrir að hann hverfur til sinna fyrri starfa sem prestur við Akureyrarkirkju þegar afleysingu hans á Selfossi lýkur. Hann staðfesti það í samtali við Morgunblaðið. Séra Kristinn sótti um prestsemb- ættið á Selfossi þegar Gunnar Björnsson var ráðinn. Hann kvaðst ekki óttast úlfúð út af sameiningunni. Bendir Kristinn á að hann búi á Sel- fossi og hluti af hans vinnutíma hafi verið í þágu sóknarbarna þar. „Það var um það að ræða að sameining færi fram núna eða að Selfoss fengi ekki annan prest fyrr en eftir fjórtán eða fimmtán ár. Ég hlakka til sam- starfsins við þetta góða fólk,“ segir hann. Velja ekki sóknarprest  Kirkjuþing samþykkti naumlega sameiningu Hraungerðis- og Selfoss- prestakalls í andstöðu við sóknarnefndina  Afleysingapresturinn hættir Kirkjuþing tók völdin af biskupi og samþykkti að sameina Hraun- gerðis- og Selfossprestakall strax. Sameiningin veldur óánægju á Selfossi þar sem fólk sér eftir vinsælum presti. Óskar Hafsteinn Óskarsson Kristinn Ág. Friðfinnsson Morgunblaðið/Kristinn Selfosskirkja Mikið hefur gengið á í Selfosssókn undanfarin tvö ár. Á SÍÐASTA degi kirkjuþings var samþykkt sameining átta presta- kalla auk þess sem ákveðið var að sameina nokkur prófasts- dæmi. Fram kom þegar tillög- urnar voru lagðar fram að þjóð- kirkjan stæði frammi fyrir miklum niðurskurði og að gerðar væru kröfur um hagræðingu í stjórnsýslu. Sameining Ingjaldshóls- og Ólafsvíkurprestakalla á Snæfells- nesi tekur strax gildi, ásamt sam- einingunni í kringum Selfoss. Önnur sameining kemur til framkvæmda við starfslok presta. Í Árnessýslu sameinast Mosfells- og Skálholtsprestaköll og Stóra- Núps- og Hrunaprestakall. Prests- setur verða í Skálholti og Hruna. Holtsprestakall í Rangárvallapró- fastsdæmi sameinast Víkur- og Breiðabólstaðarprestakalli þannig að Ásólfsskála-, Eyvindarhóla- og Stóra-Dalssóknir ganga til Vík- urprestakalls en Akureyjar- og Krosssóknir tilheyra Breiðaból- staðarprestakalli. Kálfafellsstaðarprestakall sam- einast Bjarnanesprestakalli með prestssetri á Höfn. Heimilt verður þó að ráða héraðsprest í 50% starf með sérstakar skyldur við Bjarnanesprestakall. Staðarprestakall í Súgandafirði sameinast Þingeyrarprestakalli. Hríseyjarprestakall sameinast Möðruvallaprestakalli. Sameining átta prestakalla samþykkt INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir, fyrrver- andi formaður Samfylking- arinnar, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um Icesave- samninginn síð- an hún hætti í stjórnmálum í viðtali sem tekið var fyrir Spjall- ið, þátt Sölva Tryggvasonar, á Skjá 1. Sá hluti viðtalsins hefur ekki verið birtur áður. Þar kem- ur fram að Ingibjörg er ósátt við að Íslendingar hafi gengið til samninganna eins og sakamaður. „Núna þegar við erum að reyna að semja okkur í gegnum Ice- save, þá finnst mér svolítið eins og við komum fram eins og hinn seki … göngum til samninganna eins og sakamaðurinn, en hins vegar séu bresk stjórnvöld laus allra mála, þau eru það auðvitað ekki.“ Einhliða ákvörðun Hún leggur áherslu á að Bretar hafi algjörlega einhliða tekið ákvörðun um að tryggja inni- stæður í breskum bönkum að fullu án nokkurs samráðs. Þess vegna verði þau að bera sína ábyrgð. Það gangi ekki að öll ábyrgðin lendi á Íslendingum. Ingibjörg er þeirrar skoðunar að Íslendingar verði að semja sig út úr því að borga lágmarks- trygginguna, því að þar sé ekki hægt að víkjast undan ábyrgð okkar, eins og sumir hafa haldið fram. Um það sem er umfram það gegni hins vegar öðru máli. „Þau tóku þessa ákvörðun ein- hliða til þess að bjarga sjálfum sér … og það er alls ekki sjálf- gefið að þau telji sig eiga sama rétt í þrotabú Landsbankans í Bretlandi og Íslendingar, sem tryggja innistæður í samræmi við evrópsk ákvæði.“ Ingibjörg Sólrún segir að sér finnist að íslenska samninga- nefndin hafi ekki lagt nógu mikla áherslu á ábyrgð Breta og ábyrgð Evrópusambandsins. Við séum að vinna samkvæmt „dir- ektívi“ frá Evrópusambandinu sem sé meingallað, sérstaklega hvað viðvíkur alþjóðlegum bönk- um. Gengu til samninga eins og sakamaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir MÁLRÆKTARÞING Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsöl- unnar verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag frá kl. 11- 13.30. Aðalefni þingsins er „Ís- lenska í skólum“. Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra flytur ávarp og fulltrúar allra skólastiga halda erindi. Málræktarþing um íslensku Ekki í frumvarpi ráðherra Rétt er að árétta vegna fréttar um að þrýst hafi verið á að sett yrði ákvæði í lög sem heimilaði að fella niður skatt vegna niðurfell- ingar á skuldum einstaklinga og lögaðila, að ákvæðið var ekki í upphaflegu frumvarp sem félags- málaráðherra lagði fram. Efna- hags- og skattanefnd lagði hins vegar til að slíkt ákvæði yrði sett inn í frumvarpið, en það var síðan tekið út aftur áður en frumvarpið varð að lögum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.