Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Á Alþingi í gær spurði KristjánÞór Júlíusson alþingismaður Steingrím J. Sigfússon fjár- málaráðherra út í beiðni iðn- aðarráðuneytisins til fjár- laganefndar um auknar fjárheimildir. Í rökstuðningi iðn- aðarráðuneytisins mun hafa komið fram að leitað hefði verið til nefndarinnar þar sem fjár- málaráðherra hefði ekki fallist á allar óskir iðnaðarráðuneytisins.     Steingrímur sagðist kannast viðað iðnaðarráðherra hefði kvartað undan því að misskiln- ingur – eins og hann orðaði það – hefði orðið um meðferð tiltekinna liða í fjárlagafrumvarpinu.     En hitt vissi ég ekki að iðn-aðarráðuneytið hefði leitað á náðir fjárlaganefndar sérstaklega og án þess að hafa um það samráð við fjármálaráðuneytið,“ sagði Steingrímur.     Mikið má hafa gengið á í rík-isstjórn og djúpstæður má ágreiningurinn hafa verið áður en einstakir fagráðherrar fara að lobbíera í fjárlaganefnd framhjá fjármálaráðherra og án hans vit- undar.     Greinilegt er að í landinu erekki lengur ein ríkisstjórn. Hér sitja í það minnsta tvær rík- isstjórnir, ef til vill fleiri. Þær hafa hins vegar myndað bandalag um að hanga á völdunum, hvað sem það kostar íslenskan almenn- ing. Ríkisstjórn Íslands. Ekki ein ríkisstjórn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 9 skýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Algarve 19 léttskýjað Bolungarvík 3 skýjað Brussel 17 léttskýjað Madríd 16 heiðskírt Akureyri 5 alskýjað Dublin 9 skýjað Barcelona 18 léttskýjað Egilsstaðir 5 rigning Glasgow 9 skúrir Mallorca 19 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 6 alskýjað London 11 skúrir Róm 19 léttskýjað Nuuk -7 léttskýjað París 18 heiðskírt Aþena 18 léttskýjað Þórshöfn 9 alskýjað Amsterdam 15 skýjað Winnipeg -3 skýjað Ósló -1 skýjað Hamborg 11 skúrir Montreal 1 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Berlín 10 skúrir New York 10 alskýjað Stokkhólmur 1 skýjað Vín 12 skýjað Chicago 4 skýjað Helsinki -3 léttskýjað Moskva 8 þoka Orlando 14 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 14. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.22 3,8 10.36 0,7 16.37 3,7 22.51 0,6 9:55 16:31 ÍSAFJÖRÐUR 0.13 0,3 6.27 2,0 12.40 0,3 18.31 2,0 10:18 16:17 SIGLUFJÖRÐUR 2.11 0,2 8.25 1,2 14.28 0,1 20.50 1,1 10:02 15:59 DJÚPIVOGUR 1.29 2,1 7.45 0,5 13.48 1,9 19.49 0,5 9:29 15:56 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Norðaustan 10-15 m/s norðan- og austanlands og rigning eða slydda austantil en skúrir eða él með norðuströndinni. Hæg- ari suðvestantil og léttskýjað. Hiti 2 til 7 stig, mildast suð- austanlands. Á mánudag Norðaustan 8-13 m/s og snjó- koma eða él norðan- og norð- austanlands, slydda eða rigning með köflum suðaustanlands, en áfram bjartviðri suðvest- antil. Vægt frost, en víða frost- laust við ströndina, einkum sunnantil. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Norðlæg átt með éljum norð- anlands, en úrkomulítið sunn- antil. Kólnar smám saman. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, víða 10-15 m/s, en sums staðar mun hvassara í strengjum suðaustanlands. Rigning eða súld með köflum á austanverðu landinu, en yfir- leitt þurrt vestantil. Hiti 2 til 8 stig. KEÐJUSAGIR eru nú þandar sem aldrei fyrr á Íslandi, segir á vef Skógræktarinnar. Mjög mikið er grisjað í þjóðskógunum og hefur verið síðan í ágúst og talsverð grisjun er hjá skógræktarfélögum. Meirihluti grisjunarinnar er unn- inn af verktökum í kjölfar útboða og eru fimm verktakar með samtals hátt í 20 skógarhöggsmenn að vinna í þjóðskógunum. Nánast allur viðurinn selst jafnóðum en hluti er geymdur í stæðum fram á næsta ár og látinn hálfþorna fyrir úrvinnslu. Það verð sem fæst fyrir viðinn dug- ar um það bil fyrir grisjunar- og út- keyrslukostnaði. Þannig felst ágóð- inn einkum í því að fá skóginn grisjaðan auk atvinnusköpunar á þessum erfiðu tímum, segir á skog- ur.is. Mest hefur verið grisjað á Stálpastöðum í Skorradal, Hall- ormsstaðaskógi, Haukadalsskógi, Þjórsárdal og Þórðarstaðaskógi í Fnjóskadal. Trjátegundirnar eru sitkagreni, rauðgreni, rússalerki, stafafura og birki. Þá hefur umtals- vert verið grisjað af alaskaösp úr skjólbeltum á Tumastöðum í Fljóts- hlíð. Veðrið hefur unnið með skógar- höggsmönnum í haust en nú eru dagar teknir að styttast og jóla- trjáavertíð að hefjast. Stefnt er að frekari grisjunarútboðum er dagar taka að lengjast á nýju ári. Áætlað er að meira verði grisjað þá en á árinu sem er að líða. aij@mbl.is Keðjusagir þandar sem aldrei fyrr  Mikið er grisjað í þjóðskógunum á þessu hausti  Góð sala í íslenskum viði Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | Það hefur verið mikið að gera í reykhúsum bænda nú í nóvember og fólk er að leggja loka- hönd á haustmatinn. Svo virðist sem vaxandi áhugi sé á heimagerðum mat og hafa fleiri gert sperðla í haust en oft áður. Margir hakka feit slög af fullorðnu fé í sperðlana og fá úr þeim efnivið í fjölda máltíða sem margir kunna að meta. En þó hráefnið sé gott skiptir allt- af miklu máli hvernig reykingin tekst til og eru margir listamenn á því sviði. Einn þeirra er Benedikt Kristjánsson bóndi á Hólmavaði í Aðaldal sem kann tökin á sperðl- unum og reykir fyrir vini og vanda- menn á þessum árstíma. Á myndinni má sjá Benedikt með nýreykta heimagerða sperðla sem eru virkilega girnilegur matur og góð nýting á hráefni sem fellur til á sveitabæjum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Heimalagað Heimareyktir sperðlar njóta vaxandi vinsælda. Vaxandi áhugi á heima- gerðum haustmat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.