Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÍRAK er talið vera auðugra af olíu
en flest önnur lönd, ef til vill eru lind-
irnar þar nærri jafn miklar og í Sádi-
Arabíu sem árum saman hefur verið
mesta útflutningsríkið. En tor-
tryggni er enn mikil milli helstu fylk-
inga í Írak, einkum hafa margir
arabar, jafnt úr röðum súnníta sem
sjíta, gagnrýnt kröfur Kúrda í norð-
urhéruðunum sem vilja fá að ráð-
stafa sjálfir hagnaði af lindum þar.
Meðal þeirra sem munu þegar
hafa hagnast verulega á olíusamn-
ingum við Kúrda eru norski athafna-
maðurinn Endre Røsjø, sem nýlega
reyndi að kaupa hlut í MP-banka á
Íslandi, og Peter Galbraith, fyrrver-
andi, bandarískur sendiherra og til
skamms tíma næstæðsti maður
sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í
Afganistan. Hinn síðarnefndi er í
The New York Times sagður hafa
hagnast um 115 milljónir dollara,
rúmlega 14 milljarða króna, með því
að nýta sér góð sambönd við leiðtoga
íraskra Kúrda um áratuga skeið.
Fyrsta erlenda félagið sem náði
samningi um leitar- og vinnslurétt-
indi við héraðsstjórn Kúrda var
DNO sem er norskt. Þetta gerðist í
fyrra. Framkvæmdastjóri DNO er
Helge Eide og komið hefur í ljós að
fyrirtækið virðist hafa átt vafasamt
samstarf um skuldabréfasölu við
héraðsstjórn Kúrdahéraðanna
(KRG). Efnahagsbrotadeild norsku
lögreglunnar, Økokrim, hóf fyrir fá-
einum dögum rannsókn á málinu.
Eide segist hins vegar ekki hafa vit-
að að Kúrdarnir hafi keypt bréfin.
DNO gæti misst vinnsluleyfið
Ekki er enn ljóst hvort og þá hve
mikið héraðsstjórnin hagnaðist á
skuldabréfaviðskiptunum en hún
hefur lofað að upplýsa málið að fullu.
En DNO gæti misst vinnsluleyfið.
„Við græddum ekki neitt á þessu,
þetta er miklu fremur vandamál fyr-
ir okkur núna,“ segir fulltrúi Kúrda,
Khalid Salih, sem nú er í Ósló til að
gæta hagsmuna stjórnar sinnar í
sambandi við rannsókn Økokrim.
Áðurnefndur Røsjö mun ásamt
Galbraith hafa fengið alls 10% hlut í
Tawke-lindunum. Var um að ræða
greiðslu DNO til Galbraith fyrir að-
stoð í samningunum við Kúrda.
Galbraith á enn sinn hlut í lindunum
og hefur því ekki innleyst hagnaðinn.
Ekki er alveg ljóst hver þáttur Røsjø
hefur verið en jemenskur fjárfestir,
sem nú hefur keypt hlut hans, fer
fram á 525 milljónir dollara fyrir
hann, að sögn The New York Times.
Ráðamenn í Bagdad eru ævareiðir
yfir þætti Galbraiths í málinu. „Ég
er orðlaus yfir því að olíufélag hafi
tekið þátt í að semja drög að stjórn-
arskrá Íraks,“ segir Feisal Amin al-
Istarbadi sem var aðalhöfundur
stjórnarskrár sem sett var eftir að
Bandaríkjamenn fólu Írökum sjálf-
um formlega stjórn landsins 2004.
Og varaformaður olíunefndar íraska
þingsins segir að afskipti Galbraiths
hafi verið „óréttlætanleg, ólögleg“.
En Galbraith fullyrðir að ráðgjöfin
til Kúrda hafi verið ólaunað starf.
Seilst í olíu írösku Kúrdanna
Bandarískur áhrifamaður og norskur fjárfestir nældu sér í olíuréttindi í Kúrdahéruðunum Ráða-
menn í Bagdad öskureiðir og segja að hagsmunir erlendra olíumanna hafi haft áhrif á afstöðu Kúrda
Deilt er hart um skiptingu olíu-
linda í Írak. Ekki bætir það stöðu
mála að fyrrverandi diplómati frá
Bandaríkjunum muni hagnast
mjög á olíusamningum við Kúrda
sem hann hefur veitt ráðgjöf.
Peter Galbraith Endre Røsjø
Hvernig tengist Galbraith Írak?
Hann ferðaðist um Kúrdahéruðin ár-
ið 1988 og sannfærðist um að Sadd-
am Hussein hefði látið eyða heilum
Kúrdaþorpum með gashernaði til að
hræða Kúrda frá uppreisn. Galbraith
skýrði frá málinu þegar heim kom og
vakti athygli á kúgun Saddams á
Kúrdum.
Tortryggja íraskir arabar hann?
Já, og ástæðan er fyrst og fremst
skrif hans um málefni landsins. Þeg-
ar innanlandsátökin stóðu sem hæst
lagði hann til að Írak yrði skipt. Einn
hlutinn yrði ríki sjía-araba, annar ríki
súnní-araba og sá þriðji ríki Kúrda
sem byggja norðausturhéruðin.
Kúrdar hafa lengi verið undirokaðir
af ráðamönnum í Bagdad og vilja
helst fá algert sjálfstæði.
Voru margir sammála Galbraith?
Margir tóku undir með honum og þar
á meðal ýmsir Írakar þótt hljótt færi.
Menn töldu í reynd vonlaust að hægt
yrði að fá þessar ólíku fylkingar til að
búa saman í einu ríki til frambúðar.
Hverjir hefðu mestu að tapa?
Súnní-arabar eru aðeins um fjórð-
ungur íbúa Íraks en hafa lengst af í
sögunni ráðið mestu; Saddam var úr
þeirra röðum. En á svæðum súnníta
er lítið af olíu og þeir væru því illa
staddir efnahagslega ef Írak klofn-
aði.
S&S
Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir:Styrkir
til að efla rannsóknir á sviði
umhverfis- og orkumála
Landsvirkjun er orkufyrirtæki sem leggur grunn að nútíma lífsgæðum.
Fyrirtækið stefnir að því að verða öflugt á alþjóðavettvangi og starfar af
ábyrgð í anda sjálfbærrar þróunar.
Landsvirkjun er helsti raforkuframleiðandi á Íslandi og í forystu fyrir
byggingu orkuvera sem hafa verið meðal stærstu framkvæmda á landinu.
Landsvirkjun styðst við fjölbreytt rannsóknarstarf á sviði náttúruvísinda,
verkfræði og orkumála, og rekur umfangsmikla fjármálastarfsemi á
alþjóðamarkaði.
Hjá Landsvirkjun og dótturfélögum starfa rúmlega 200 manns með fjöl-
breytta menntun. Landsvirkjun vill vera í fararbroddi í framsækinni
stjórnun og leggur áherslu á jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar.
Markmið sjóðsins er að veita styrki til námsmanna og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.
Styrkveitingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir
sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar.
Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki og verkefnastyrki.
Styrkir til nemenda í meistara- eða doktors-
námi:
Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða
doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála.
Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og
orkumála:
Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Styrkir
eru veittir til hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga,
þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum.
Að þessu sinni eru í heild allt að 50 m.kr. til ráðstöfunar, allt að
40 m.kr. til rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkumála, og
allt að 10 m.kr. til styrkja fyrir 10–15 nemendur í meistara- og
doktorsnámi.
Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni
sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum
sjóðsins. Tengingar við umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
um þau gögn sem fylgja eiga umsókn er að finna á vefsíðu
Landsvirkjunar, www.lv.is.
Umsóknum ásamt fylgigögnum
skal skila rafrænt á netfang
sjóðsins:
orkurannsoknasjodur@lv.is.
Fyrirspurnir má senda á netfangið
orkurannsoknasjodur@lv.is.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar
2010. Öllum umsóknum verður
svarað og farið með þær sem trún-
aðarmál.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
91
98
7
Vígreifir Vopnaðir Kúrdar í Írak á leið til varðstöðva sinna eftir að Banda-
ríkjamenn og stuðningsmenn þeirra steyptu stjórn Saddams Husseins.
Reuters