Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009
FLEST umferð-
arslys verða af völdum
rangra ákvarðana eða
áhættuhegðunar sem
margir kannast við. Í
einhverjum tilfellum
finnst ökumönnum slík
hegðun eftirsókn-
arverð. Sú tilfinning er
í sjálfu sér ekki óeðli-
leg. Það getur verið
gaman að keyra hratt
og vinsælar akstursíþróttir eru
stundaðar þar sem hraðinn skiptir
mestu máli. Erfiðar og flóknar þraut-
ir eru þreyttar og ef ekki er rétt að
málum staðið getur leikurinn verið
hættulegur.
Það sem skilur almenna umferð
frá slíkum keppnum er sú staðreynd
að ef eitthvað fer úrskeiðis í keppn-
inni þá er umhverfi, aðbúnaður og ör-
yggisþættir þannig að hægt er að aka
á miklum hraða án þess að alvarlegt
slys hljótist af. Aðstæður í almennri
umferð eru hinsvegar allt aðrar. Þar
er fjöldi ökumanna sem eru misjafn-
lega vel á sig komnir til að bregðast
við hættu sem stafað getur af
áhættuhegðun auk þess sem um-
hverfið er yfirleitt ekki til þess gert
að farið sé hraðar en leyfður há-
markshraði segir til um. Það má því
ekki láta fyrrnefndar hvatir trufla
dómgreindina í almennri umferð inn-
an um saklausa vegfarendur. Ekki
frekar en að skytta léti það eftir sér
að æfa skotfimi í almenningsgarði.
Ofmat á eigin hæfni og trú á eigin
ódauðleika virðist fylgja flestum okk-
ar, sérstaklega á unga aldri. Líklega
er það hluti þess þroska sem við þurf-
um að taka út í uppvextinum. Ef við
þyrðum aldrei að prófa nokkurn hlut
af ótta við afleiðingarnar gæti það
hamlað mikilvægum þroska. Við
þurfum hinsvegar ekki að gera til-
raunir með það í umferðinni hvort við
getum ekið undir áhrifum áfengis, án
bílbelta eða of hratt. Afleiðingar þess
eiga að vera okkur ljósar. Um það
vitnar fjöldi fólks sem hefur örkum-
last og látið lífið í umferðinni.
Eitt stærsta og alvarlegasta
vandamálið sem við stöndum frammi
fyrir í umferðinni er vímuefnaakstur.
Er þá átt við akstur undir áhrifum
áfengis og annarra vímuefna. Í ein-
hverjum tilfellum er um að ræða öku-
menn sem stríða við
alkahólisma. Í öðrum
tilfellum er um að ræða
tímabundinn en stund-
um endurtekinn skort á
ábyrgð og dómgreind. Í
mörgum tilfellum hefði
mátt koma í veg fyrir
þessi slys á einfaldan
hátt. Til staðar voru
einstaklingar sem vissu
og gerðu sér grein fyrir
að ökumaðurinn var
ölvaður en gerðu ekk-
ert til að koma í veg fyr-
ir aksturinn. Einhverjir þeirra vildu
ekki gera ökumanninum þann
„grikk“ að skerast í leikinn en gerðu
sér á sömu stundu ekki grein fyrir að
þeir hefðu getað forðað honum frá
því að verða mannsbani.
Í umferðinni berum við öll ábyrgð
og sú ábyrgð er m.a. undirstrikuð í
því að ef sest er upp í bíl með öku-
manni sem augljóslega er undir
áhrifum áfengis eða annarra vímu-
efna þá á farþeginn það á hættu að
vera synjað um slysabætur þar sem
honum á að vera ljós áhættan sem
hann er að taka. Í 46. gr. Umferð-
arlaga er kveðið sérstaklega á um
ábyrgð starfsfólks á vínveitinga-
húsum og afgreiðslufólks á bens-
ínstöðvum. Ef það verður vitni af því
að ölvaður einstaklingur hyggst setj-
ast undir stýri ber því skylda til að
koma í veg fyrir það og/eða tilkynna
til lögreglu. Ábyrgðin er okkar allra.
Eiga ekki rétt á slysabótum
Eftir Einar Magnús
Magnússon »Ef sest er upp í bíl
með ökumanni sem
sjáanlega er undir áhrif-
um vímuefna þá er litið
svo á að farþeginn eigi
ekki rétt á slysabótum.
Einar Magnús
Magnússon
Höfundur er verkefnastjóri
umferðaráróðurs og fjölmiðlunar
hjá Umferðarstofu.
ÞAÐ var ánægju-
legt að sjá í frétt
Morgunblaðsins síð-
astliðinn laugardag að
mengun af völdum
brennisteinsvetnis
mældist undir viðmið-
unarmörkum Alþjóða-
heilbrigðisstofnunar-
innar (WHO) í
Hveragerði.
Slíkt ætti auðvitað
ekki að vera fréttaefni heldur stað-
reynd sem allir íbúar landsins
ættu að geta unað glaðir við, sér-
staklega núna þegar áhrifa virkj-
ana á Hellisheiði gætir með um-
talsverðum hætti bæði á
höfuðborgarsvæðinu sem og fyrir
austan fjall.
Til upplýsingar er rétt að geta
þess að mælingar á brennisteins-
vetni hafa farið fram í Hveragerði
og Reykjavík undanfarna mánuði.
Þó að sólarhringsmeðaltal brenni-
steinsvetnis í andrúmslofti sé und-
ir mörkum á þessum stöðum hafa
mælingar sýnt að mengun hefur
ítrekað mælst mjög mikil en þá í
styttri tíma hverju sinni. Það sem
síðan vekur athygli er að mun-
urinn á mælingum í Hveragerði og
Reykjavík er hverfandi og því eru
mæligildin oft mjög há á höf-
uðborgarsvæðinu þó að sólar-
hringsmeðaltal þar sé einnig undir
viðmiðunarmörkum.
Íslensk viðmiðunar-
mörk vantar
Vandinn sem við er að glíma er
reyndar sá að hér á landi skortir
raunhæf viðmiðunarmörk vegna
mengunar af völdum loftborins
brennisteinsvetnis sem taka mið af
þeim eitrunaráhrifum sem brenni-
steinsvetni getur haft. Aldrei hefur
verið sett reglugerð þar sem kveð-
ið er á um hversu mikil mengunin
má vera miðað við sólarhringsmeð-
altal eða hver hæstu gildi mega
vera miðað við
klukkutímameðaltal.
Setning slíkrar reglu-
gerðar hlýtur að vera
forsenda þess að vit-
ræn umræða geti átt
sér stað um þá meng-
un sem hlýst af jarð-
varmavirkjunum og
um áhrif mengunar-
innar á þá ein-
staklinga sem búa
þurfa við slíka meng-
un.
Ýmsar rannsóknir
hafa sýnt að áhrif mengunar af
völdum brennisteinsvetnis eru
mikil á heilsu fólks, sé búið við
hana að staðaldri, jafnvel þó að
hún sé langt undir viðmið-
unarmörkum WHO.
Þjóðin getur aldrei sætt sig við
að heilsuspillandi mengun eigi
uppruna sinn í túnfæti höfuðborg-
arinnar eða annarra byggðarlaga
með þeim afdrifaríku áhrifum sem
slíkt getur haft á líf og heilsu
fólks.
Því er afar brýnt að nú þegar
verði sett reglugerð sem tekur mið
af þeim reglum sem önnur ríki og
lönd sem búa við svipaðar að-
stæður hafa sett sér.
Einnig er mikilvægt að viðeig-
andi hreinsibúnaður verði þegar í
stað settur á þær virkjanir sem
reistar hafa verið og nýjar verði
ekki byggðar án bestu fáanlegrar
tækni í mengunarvörnum.
Mengun kallar á
ákvörðun um við-
miðunarmörk
Eftir Aldísi
Hafsteinsdóttur
Aldís Hafsteinsdóttir
» Þjóðin getur aldrei
sætt sig við að
heilsuspillandi mengun
eigi uppruna sinn í tún-
fæti höfuðborgarinnar
eða annarra byggð-
arlaga.
Höfundur er bæjarstjóri
Hveragerðisbæjar.
Fremstir í atvinnufasteignum :: 590 7600
Þorlákur Ó. Einarsson Þórhildur Sandholt
lögg. fasteignasali lögfr. og lögg. fast.sali
storeign.is Fax 535 1009
Fasteignasala • Atvinnuhúsnæði • Skúlatún 2 • 105 Rvk
Suðurlandsbraut
Stóreign 590-7606 kynnir til leigu
glæsilega 346 fermetra penthouse
skrifstofuhæð við Suðurlandsbraut
í Reykjavík. Húsnæðið skiptist í mót-
töku, fundarherbergi, þrjár lokaðar
skrifstofur stúkaðar af með glerveggj-
um og opnu skrifstofurými. Kaffiað-
staða er fyrir starfsfólk með eldhús
aðstöðu. Húsnæðið er nýlega endurinnréttað allt með vönduðum innrétt-
ingum. Gólfefni eru parket. Glæsilegt útsýni er úr öllu rýmum. Möguleiki
er á að leigja allt að 700 fermetra í húsinu.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Stóreignar 590 7606
eða brandur@storeign.is
Reykjavík
Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
NÝTT HÚS Í SÖLU Á ARNARNESHÆÐINNI
MALTAKUR 1 – GLÆSILEGAR FULLBÚNAR ÍBÚÐIR
Stórglæsilegar og vel hannaðar 2ja og 3ja herbergja fullbúnar
íbúðir á frábærum stað á Arnarneshæðinni. Íbúðastærðir eru frá
81–123 fm. Íbúðirnar eru fullbúnar með fallegu eikarparketi á
gólfum. Fallegar innréttingar úr eik eða hlyn og innihurðir úr eik.
Gert er ráð fyrir ríkulegri innfelldri halogenlýsingu í loftum
aðalrýmis íbúðarinnar. Í húsinu, sem er aðeins tveggja hæða, eru
14 íbúðir í tveimur stigahúsum og er húsið klætt viðhaldslítilli
klæðningu. Verð frá 17,9–28,0 millj.
OPIÐ HÚS Í DAG (LAUGARDAG) FRÁ KL. 13:00–15:00
OPIÐ HÚS
NÝTT Í SÖ
LU
Efri sérhæð í tvíbýlishúsi
ásamt óinnréttuðu risi í
steinhúsi. Hæðin er 87 fm
og er risið yfir allri íbúðinni.
Auk þess er sérgeymsla og
sameign í kjallara. Eign sem
býður upp á góða nýtingar-
möguleika. Frábær stað-
setning. Verð 27,5 millj.
VESTURBÆR - SÖRLASKJÓL
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson
hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090
jöreign ehf