Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 50
50 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 STOFNUN Vigdísar Finn- bogadóttur og rússnesku- deildin við Háskóla Íslands efna til dagskrár í stofu 101 í Odda í dag kl. 14 í tilefni af 200 ára afmæli rússneska sagna- meistarans Nikolajs Gogols. Áslaug Agnarsdóttir, bóka- safnsfræðingur og þýðandi, talar um þýðingar rússneskra bókmennta á Íslandi; Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku, spyr í erindi sínu: Hvaðan ertu, Gogol, og hvert er erindi þitt?; og loks talar Árni Bergmann, rithöfundur og þýð- andi, um leikrit Gogols, einkum Eftirlitsmanninn. Sýndur verður kafli úr þáttum sem gerðir voru eftir sögu Gogols Dauðum sálum. Bókmenntir Hvert er erindi þitt, Nikolaj Gogol? Nikolaj Gogol GERÐUR Gunn- arsdóttir fiðlu- leikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir pí- anóleikari leika á tónleikum í Tí- brárröð Salarins í dag kl. 17. Á efnisskrá þeirra eru Sónata í Es-dúr KV481 eftir Mozart, Sónata í F-dúr op. 24 eftir Beethoven og Sónata í G-dúr op. 78 eftir Brahms. Anna Guðný er einn af virkustu og virtustu píanó- leikara okkar og hlaut Íslensku tónlistarverðlaun- in fyrr á árinu. Gerður hefur búið erlendis um ára- bil en hefur þó oft leikið hér heima, einkum með Caput. Hún er einn af konsertmeisturum Sinfón- íu- og óperuhljómsveitarinnar í Köln. Tónlist Fiðlusónötur snill- inganna í Salnum Gerður og Anna Guðný DÓMKÓRINN syngur í Hall- grímskirkju á tónleikum á Tón- listardögum Dómkirkjunnar. Tónleikarnir verða á morgun kl. 17, og á efnisskrá er Messa í D eftir Antonín Dvorák, en einnig verk Jóhannesar Brahms, Fest- und Gedenk- sprüche. Einsöngvarar með kórnum verða Þóra Ein- arsdóttir, Sesselja Kristjáns- dóttir, Gissur Páll Gissurarson og Ágúst Ólafsson. Guðný Einarsdóttir leikur á orgelið og Marteinn H. Friðriksson stjórnar. Tón- listardagar Dómkirkjunnar í ár eru þeir síðustu sem Marteinn stjórnar, en hann varð sjötugur í vor. Tónlistardagarnir eru nú haldnir í 28. sinn. Tónlist Dómkórinn syngur í Hallgrímskirkju Marteinn H. Friðriksson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is VIÐ Íslendingar reyndumst ekki vera fjár- málasnillingar en við höfum sitthvað til heims- bókmenntanna að leggja,“ segir Halldór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri „Sagenhaftes Island“, sem undirbýr þátttöku Íslendinga á bókakaupstefnunni í Frankfurt árið 2011. Mikið átak er í gangi við að þýða bækur á þýsku fyrir 2011. „Við göngum nú í gegnum sjálfsmyndar- kreppu en sterkasta arfleifð okkar er arfleifð bókmenntanna. Þær gegndu lykilhlutverki á 19. öldinni og fyrri hluta þeirrar 20. þegar sjálfs- mynd þjóðarinnar var að mótast. Nú held ég að sé afar gott tækifæri til að koma okkur á fram- færi erlendis, á grundvelli þess styrks sem við höfum raun og veru til að bera.“ Mikið starf hefur þegar verið unnið við að kynna íslenska höfunda fyrir þýskum útgef- endum og í fréttum um daginn kom fram að um 30 væru nú komnir með útgáfusamninga. Sumir hafa fengið bækur gefnar út á þýsku, með góðum árangri, en nýir höfundar eru að bætast í þann hóp. „Við höfum í samvinnu við forlögin hér heima og höfunda búið til kynningarefni um fjöldann all- an af bókum, sett upp heimasíðu og búið til prufuþýðingar,“ segir Halldór. „Ég held að ekki færri en 50 þýskar bókaútgáfur muni verða með eitthvert efni um Ísland eða eftir Íslendinga á sínum listum árið 2011. Við kynnum fyrir þeim efnið en það eru auðvitað erlendu forlögin sem ákveða hvað kemur út. Þetta er langstærsta bókasýning í heimi,“ segir Halldór um kaupstefnuna í Frankfurt. „Með 7000 sýnendur frá 100 löndum og gestirnir eru 300.000. Landið sem er heiðursgestur fær helm- ing allrar fjölmiðlaathyglinnar. Við erum fyrst Norðurlanda til að vera gesta- þjóð í Frankfurt. Það hefur verið vaxandi áhugi á norrænum bókmenntum á evrópskum bókamark- aði, sérstaklega þeim þýska, þannig að þetta er kjörið tækifæri fyrir okkur til að festa okkur þar enn betur í sessi.“ Útgáfa Íslendingasagna er kjölfestan Þegar Halldór er spurður af hverju svona mikil áhersla sé lögð á þýska bókamarkaðinn, bendir hann á að á þeim markaði séu um 100 milljónir manna og enginn af stærstu bókamörkuðum heimsins sé eins opinn fyrir þýðingum. „Um fimmta hver bók sem kemur út í Þýska- landi er þýdd. Í Englandi er hlutfallið ekki nema um þrjú prósent. Þess vegna horfa útgefendur á öðrum málsvæðum mjög til Þýskalands.“ Halldór segir að nauðsynlegt hafi verið að und- irbúa einhvern lykilatburð sem yrði kjölfestan í Frankfurt árið 2011. „Það verður hin nýja heild- arútgáfa Íslendingasagnanna á þýsku, sem fjöldi góðra bókmenntaþýðenda vinnur nú að. Eitt af stærstu forlögum Þýskalands, Fischer, mun gefa um 40 Íslendingasögur út í fimm bindum. Annað sem skipti máli, var að vera frá upphafi í samræðu við Þjóðverja. Ég held að við séum fyrsta gestalandið sem býr strax til þýsk-íslenskt undirbúningsteymi. Að vera með litla skrifstofu í Berlín og vinna með heimamönnum held ég að sé mun áhrifaríkara en að setja pakkann allan sam- an hér heima og flytja hann út.“ Halldór segir að fyrrverandi og núverandi rík- isstjórnir hafi stutt verkefnið heilshugar. „Það er ekki hægt annað en gleðjast yfir því að framlagið til okkar hefur ekki verið skorið niður. En, eins og þjóðin öll, höfum við þurft að taka þá miklu skerðingu sem gengisfellingin felur í sér. Við get- um ekki ætlast til þess að íslenskir skattborgarar bæti það upp heldur höfum við farið að leita eftir stuðningi í Þýskalandi. Við ætlum þannig að reyna að fylla í þetta gat sjálf. Ég sé fyrir mér að menning og listir marki eina leiðina út úr kreppunni og efli sjálfstraust þjóðarinnar á erlendum vettvangi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikilvægt útgáfusvæði „Um fimmta hver bók sem kemur út í Þýskalandi er þýdd. Í Englandi er hlutfallið ekki nema um þrjú prósent. Þess vegna horfa út- gefendur á öðrum málsvæðum mjög til Þýskalands,“ segir Halldór Guðmundsson. Hann stýrir undirbúningi fyrir þátttöku Íslands í Frankfurt árið 2011. Nýta bókmenntaarfinn  „Sterkasta arfleifð okkar,“ segir Halldór Guðmundsson um bókmenntirnar  Leita eftir stuðningi í Þýskalandi vegna þátttökunnar í Frankfurt árið 2011 Heiðursgesturinn á bókakaupstefnunni í Frank- furt hefur mikla möguleika á að kynna aðrar list- ir en ritlistina eina. „Þarna gefst mjög gott tækifæri til að koma öðrum listgreinum á framfæri og efnt verður til myndlistarsýninga, tónleika, leiksýninga og ým- iskonar viðburða í Frankfurt,“ segir Halldór. Öll stóru söfnin í Frankfurt hafa lýst yfir áhuga á að setja upp sýningar tengdar Íslandi. „Í einu glæsilegasta safni borgarinnar, Schirn, er áformað að setja upp sýningu þar sem fléttað verður saman list Gabríelu Friðriksdóttur og ís- lenska handritaarfinum. Þetta er óvanaleg sýn- ingarhugmynd en sum gestalöndin til þessa kannski verið fullvarfærin og íhaldssöm. Í Frankfurt eru mjög merkileg listasöfn og ég er bjartsýnn á að okkur takist, í samvinnu við Þjóðverja, að búa til spennandi sýningar, sem geta jafnvel verið settar upp víðar.“ Meðal annarra sýninga sem eru á teikniborð- inu er yfirlitssýning um íslenska ljósmyndun, sýning á íslenskri nútímalist, tónleikar o.fl. Sýna verk Gabríelu Friðriksdóttur og úr handritaarfinum Í DAG, laugardag, verður íslensk leiklistarfræði aðalefni málstofu sem efnt er til af Leikminjasafni Íslands og Listaháskóla Íslands í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og Hug- vísindasvið Háskóla Íslands. Sveinn Einarson, stjórnarformaður Leik- minjasafn Íslands, mun setja mál- þingið. „Á síðari árum hefur orðið nokkur vöxtur í rannsóknum á íslenskri leik- list,“ segir Jón Viðar Jónsson, for- stöðumaður Leikminjasafns Íslands. „Staða fræðigreinarinnar innan fræðasamfélagsins hefur styrkst, ekki síst eftir að Leikminjasafn Ís- lands var stofnað fyrir sex árum og fræðakennsla efld innan Leiklist- ardeildar Listaháskóla Íslands. Hug- myndin að þessu málþingi er fyrst og fremst sú að fylgja þessari þróun eft- ir, vekja athygli á þessum geira ís- lenskra menningarrannsókna og skapa um leið vettvang fyrir fræði- menn og aðra sem áhuga hafa að koma saman og skiptast á skoðunum. Það er von þeirra sem að málþinginu standa að það geti orðið upphaf að aukinni og fjölbreyttari umfjöllun um íslenskt leikhús í öllum þess myndum.“ Sex fræðimenn flytja stutt erindi, en það eru þau Ólafur J. Engilberts- son, sagnfræðingur og leikmynda- höfundur, Ingibjörg Björnsdóttir, listdanskennari, Magnús Þór Þor- bergsson, lektor við Listaháskóla Ís- lands, Jón Viðar Jónsson, for- stöðumaður Leikminjasafns Íslands, Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur og Björn G. Björnsson, leikmynda- höfundur. Málþingið hefst kl. 14 í fundarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Íslensk leiklist rannsökuð Málþing um leik- listarfræði á Þjóð- minjasafninu Jón Viðar Jónsson Einn frummælenda. Ég hef mikið verið að skoða hvernig sætleikinn er notaður sál- fræðilega … 57 » EKKI fór mikið fyrir kreppunni í uppboðssal Sothebys í New York á miðvikudag. Þegar eitt af fyrstu silkiprentsmálverkum Andys War- hols, „200 One Dollar Bills“, var boð- ið upp og byrjað með lágmarksboði, sex milljónum dala, bauð fyrsti mað- ur strax tvöfalda þá upphæð. Fimm buðu af kappi í verkið sem seldist síðan fyrir tæpar 44 milljónir dala, um 5,5 milljarða króna, sem er þre- falt matsverð. „Sala ársins,“ sagði blaðamaður The New York Times. Af 54 samtímalistaverkum sem boð- in voru upp seldust öll nema tvö, og voru greiddar 134 milljónir dala fyr- ir verkin, eða helmingi meira en hærra matsverð þeirra gerði ráð fyrir. Dýrt War- hol-verk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.