Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 ✝ Rósa B. Blöndals,skáld og kennari, fæddist í Reykjavík 20. júlí 1913. Hún lést á Selfossi 6. nóv- ember 2009. Hún hét fullu nafni Jóhanna Rósa Björnsdóttir Blöndals. Foreldrar hennar voru Björn Blöndal Jónsson lög- gæslumaður, f. á Álftanesi 13.7. 1881, d. 26.11. 1950 og Jó- hanna Jónsdóttir, f. í Skipholti í Hruna- mannahreppi 22.6. 1882, d. 10.8. 1969. Systkini Rósu eru Halldóra, f. 1905, d. 1951, Jónbjörg, f. 1907, d. 1976, Guðný, f. 1908, d. 1991 og Gísli, f. 1917, d. 2003. Rósa ólst upp á Framnesi á Skeiðum hjá fósturforeldrum sín- um Sigurði Haraldssyni, f. 4.2. 1875, d. 24.7. 1957, og Jarðþrúði Nikulásdóttur, f. 25.3. 1881, d. 16.9. 1969. Uppeldissystir hennar var Ingibjörg Helgadóttir, f. 1924, d. 1997. Rósa giftist 3. október 1933 séra Ingólfi Ástmarssyni, f. á Ísafirði 3.10. 1911, d. á Selfossi 3.6. 1994. Ingólfur var lengst af prestur á Mosfelli í Grímsnesi, áður á Stað í Steingrímsfirði. Hann var bisk- upsritari 1959 til 1967. Hann starf- aði sem skólastjóri um tíma og kenndi t.d. við Menntaskólann að hennar og Bjarna Sigurðssonar eru Lilja Rós og Ellen Nína; 3) Ingibjörg Rós, f. 1979, gift Phil Otteson, börn Sveinn, Luke og Þór- unn Desteny; 4) Elín Sólveig nemi, f. 1985. Sonur Arnar og Ástu Láru Leós- dóttur er Leó verkfræðingur, f. 1968, börn hans eru Ingólfur Hann- es, Alexander og Snædís Erla. Dóttir Arnar og Svandísar Gunn- arsdóttur er Guðrún myndlistar- kona, f. 1973, gift Gunnari Hansen, börn Vigdís Milly og Andrea. Örn var í sambúð með Steinunni Guðnýju Skúladóttur, sonur Valur tæknifræðingur, f. 1973, í sambúð með Evu Arndal, barn Arnar. Sonur Arnar og Sabine Klein er Samuel nemi, f. 1992. Rósa lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1934. Var lengst af kennari á Laugarvatni og prestsfrú á Mosfelli í Grímsnesi. Bjó síðast á Selfossi. Hún er þekkt fyrir skáldverk sín, djúpskyggni á þjóðarsögu Íslands og nátt- úruvernd. Í lok árs 2008 gaf hún út ljóðabókina Kveðjur. Aðrar ljóða- bækur eru Þakkir, Fjallaglóð, Flúra lúra lýra, Hátíðarljóð á Þor- láksmessu og Íslands aldar árþús- unda-aldamót. Aðrar bækur eru Lífið er leikur sem kom út árið 1938, Mývatn – Þjóðgarður 1967, Leyndar ástir í Njálu 1987 og Skáld-Rósa gefin út árið 1989. Útför Rósu fer fram frá Selfoss- kirkju í dag, 14. nóvember, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verður á Mosfelli í Grímsnesi. Laugarvatni og Há- skóla Íslands. For- eldrar Ingólfs voru Ástmar Benedikts- son, f. 1874, d. 1961 og Magnína Júna Rósamunda Guð- mundsdóttir, f. 1880, d. 1967. Sonur Rósu og Ing- ólfs var Sigurður Örn Ingólfsson flugvirki, f. 7.7. 1935, d. 16.3. 2001. Hann kvæntist Sólbjörtu Gests- dóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru 1) Ingólfur rekstr- arhagfræðingur, f. 1956, kvæntur Sigríði Guðjónsdóttur leikskóla- kennara, synir Guðjón Örn, Sævar Örn og Arnar Örn; 2) Ástmar Örn húsasmíðameistari, f. 1957, d. 2006, kvæntur Guðrúnu Björgu Sigur- björnsdóttur, ljósmóður og hjúkr- unarfræðingi, börn Ingólfur, Álf- heiður, f. 1985, d. 1997, og Björn; 3) Jóhanna Rósa, félags- og mennt- unarfræðingur, f. 1962, gift Jóni Vilhjálmssyni verkfræðingi, börn Svavar, Erna Dís og Vilhjálmur. Erna Dís og Valur Tómasson eiga Birtu Rós. Örn kvæntist síðar Ellen Nínu Sveinsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Jóhanna hjúkrunarfræðingur, f. 1975, gift Tom Pettie, dóttir Mariah; 2) Ragnheiður Katrín, f. 1977, börn Amma mín og nafna, Rósa B. Blön- dals, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 6. nóvember, 96 ára gömul. Líf okkar hefur verið samofið og tengslin órjúf- anleg. Ömmu er erfitt að lýsa með fáein- um orðum því þessi smávaxna kona var svo stórhuga í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún trúði á Guð, dáði Íslendingasögurnar og var manna fróðust um þær. Hafði mikinn orðaforða og skilning á íslenskri tungu og var mikill náttúruverndar- sinni. Fátt var henni betur til lista lagt en að kenna börnum að meta sögu og menningu þjóðarinnar. Hún lagði rækt við sína nánustu. Naut sín á mannamótum, helst uppábúin í peysufötum eða upphlut, og þar sem hún las upp eigin ljóð eða ræður. Amma ólst upp að Framnesi á Skeiðum hjá fósturforeldrum sínum Sigurði og Jarðþrúði sem henni var mjög hlýtt til. Jóhanna móðir hennar var mikill skörungur og hestakona og faðir hennar þekktur löggæslumaður. Vegna kreppunnar þurfti amma að fara í fóstur. Fljótt varð ljóst að unga stúlkan var bókhneigð og hagmælt og lá það beint við að hún gengi mennta- veginn. Hún lauk kennaraprófi árið 1934. Á námsárunum kynntist hún afa og lýsti honum sem fallegum og sérlega gáfuðum manni. Starfsferill þeirra hófst á Vestfjörðunum, æsku- slóð afa. Árið 1948 hlaut afi veitingu fyrir Mosfellsprestakalli í Grímsnesi. Þau voru þar til starfsloka, að und- anskildum þeim tíma er afi var bisk- upsritari að beiðni vinar síns, Sigur- björns Einarssonar biskups. Þá bjuggu þau í Reykjavík. Við systkinin vorum mikið hjá afa og ömmu á Mosfelli. Þar var mikið að gera enda mörg aukaverkin á prests- setrinu og kenndi amma við barna- skólann og afi við menntaskólann. Þegar messað var á Mosfelli var ávallt boðið í messukaffi á eftir. Stof- urnar fylltust af kirkjugestum. Það var ávallt mikill gestagangur en alltaf galdraði amma fram mat, þrátt fyrir að engar búðir væru í nánd og tugir manns hefðu komið um daginn. Þeg- ar óskað var eftir þjónustu afa í Hólmavík, við starfslok á Mosfelli, þá hikaði amma ekki við að fara, skyldan kallaði og við því var brugðist. Raunsæishyggja var henni aldrei að skapi. Amma var skáld sem vildi helst vera að skrifa og taldi aldrei nóg að gert. Hún var bóngóð og mátti ekkert aumt sjá og snart fólk með töfra- sprota hins rómantíska skálds. Ömmu þótti einstaklega gaman að spila vist þegar gesti bar að garði. Mér er minnisstæð spilamennskan þegar Inga Helgadóttir, Stefanía Gissurardóttir eða Guðrún Bach- mann komu í heimsókn. Síðar bættist Regína við spilahópinn og segir dóttir mín að þá hafi verið glatt á hjalla. Amma var oft með Ernu Dís fyrir mig sem ég er ákaflega þakklát fyrir. Á Selfossi hefur amma átt marga góða að. Það gladdi hana mikið þegar pabbi og Ragnheiður komu frá Kan- ada og náið samband við Ragnheiði var henni ómetanlegt. Í lokin var hún kallinu fegin og í ljóðabókinni Kveðj- ur orti hún svo: Leiddu mig heim í himin þinn hjartkæri elsku Jesús minn. Láttu mig engla ljóssins sjá er líf mitt hverfur jörðu frá. Með söknuði kveð ég þig, amma mín, og bið góðan Guð að blessa þig og gæta. Þín Rósa. Ég minnist ömmu minnar nú þegar hún hefur horfið til annars heims. Minningarnar um ömmu urðu fyrst til á Mosfelli þar sem hún bjó ásamt afa um áraraðir. Þar stóð hún eins og klettur við hlið hans og sá til þess að ávallt væri nóg að bíta og brenna á heimilinu. Ásamt heimilisstörfum var amma ávallt dugleg við önnur störf, hvort sem um var að ræða kennslu eða eigin skriftir. Hún lagði jafnframt sérstaklega áherslu á, hversu mikil- vægt það væri að börn væru vel læs og því var iðulega nóg að gera við lestur á skemmtilegum sögum og kvæðum. Þessi ríku áherslu ömmu á mikilvægi þess að börn lærðu vel að lesa mátti heyra hjá henni allt undir það síðasta. Hún átti það til að segja, að það hefði nú verið betra ef barnið hefði lært að lesa hjá henni. Tímarnir á Mosfelli kalla einnig fram ánægju- legar minningar um skemmtilegar stundir tengdar messum, en þá höfðu allir ákveðnu hlutverki að gegna. Amma hjálpaði afa með undirbúning- inn og sá til þess að kaffi væri á boð- stólnum eftir messu en mér var oftar en ekki falið það hlutverk að hringja inn upphaf messunnar með klukkna- hljómi. Á Mosfelli var einnig fengist við ýmis önnur störf tengd búskap svo sem við það að heyja og annast bústofninn, að ógleymdu því mikil- væga hlutverki að fylgjast með og vernda krummafjölskylduna í fjallinu fyrir ránfuglum. Amma hafði mikinn áhuga á að sjá heiminn og fékk hún tækifæri til þess, þó svo að hún hefði gjarnan viljað ferðast meira. Henni varð tíðrætt um ferðalög sín og minntist sérstaklega atviks í útlöndum þar sem hún taldi að hönd Guðs hefði bjargað henni frá illum ásetningi misindismanna, sem lýsir því vel hversu trúuð hún var. Vegna áhuga hennar á ferðalögum og því að kynnast heiminum þá vildi hún iðulega heyra um ferðir mínar erlend- is, sérstaklega á Grænlandi. En mér fannst hún hafa sérlega mikinn áhuga á því landi. Eitt sinn þegar ég dvaldi á Grænlandi þá sendi hún mér bréf og með því fylgdi ljóð. Mér finnst við hæfi að kveðja hana ömmu mína með síðustu tveimur erindunum í ljóðinu sem á svo vel við okkur júlíbörnin, hana og mig, sem áttum sama afmæl- isdag. Við erum júlí – bæði börn, blessun Jesú fel ég þig, hann þér ætíð verði vörn, verndað, eins og hefur mig. Fel þig elsku frelsarans, fögur boðorð skoða þú, að þér birtist blessun hans, bæði í von og ást og trú. (Rósa B. Blöndals. 2008. Kveðjur. Bls. 86. Vers 7-8) Leó Sigurðsson. Það voru margar góðar stundir sem ég átti með langömmu og langafa á Bankaveginum þegar ég var lítil stelpa. Edd-amma eins og hún vildi kalla sig sá til þess að maður færi í kirkju á sunnudögum og sungum við saman sálma fyrir svefninn þegar ég gisti hjá henni. Hún bjó til heimsins bestu flatkökur og þegar maður fór í heimsókn til hennar þá var ekkert minna en veisla í boði. Hún var dugleg að kenna manni nýja hluti og að örva huga manns, hún kenndi mér að lesa þegar ég var 4 ára og hætti hún ekki fyrr en ég var orðin fluglæs aðeins 5 ára gömul. Hún kenndi mér hvernig átti að yrkja ljóð og sátum við oft saman og spáð- um í hvað næsta ljóð okkar ætti að fjalla um. Það tók hana enga stund og litla fyrirhöfn að yrkja eitt ljóð og út- koman klikkaði aldrei. Á skírnardag dóttur minnar sat hún í eldhúsinu heima hjá mömmu, 93 ára gömul, og á engri stund var hún búin að yrkja þetta rosalega fallega ljóð til dóttur minnar í tilefni skírnar hennar. Ég man ég fékk tár í augun við að lesa ljóðið og hugsaði hversu merkileg hún langamma mín væri að geta sam- ið svona á aðeins hálftíma á þessum aldri. Þetta ljóð mun ég geyma í hjarta mínu alltaf og þykir mér enda- laust vænt um það. Það mun verða erfitt að fylla upp í þetta stóra skarð sem þú hefur skilið eftir, elsku amma mín, og er ég þér hjartanlega þakklát fyrir allt það sem þú kenndir mér og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Ég mun aldrei gleyma þeim. Ó Jesú tak á móti mér í mildi þinni hjá oss ver í helgri skírn ég helga þér mitt hjartans barn sem nýfætt er. Gef því að halda helga trú að hjarta þínu vef það nú og lát það vita lífið sitt sé löngu tryggt við hjarta þitt. (Rósa B. Blöndals.) Þín Erna Dís. Nú kveð ég þig edda-amma með söknuði. Margt og mikið hefur þú þurft að ganga í gegnum þau 96 ár sem þú lifðir. Það var alltaf gaman að hitta þig en því miður gafst ekki meiri tími í seinni tíð. Þegar við hittumst spjölluðum við mikið um lífið og veg- inn. Áhugi þinn á Íslendingasögunum var mikill og gátum við mikið talað um þær þegar ég var að læra um þær í MK. Þegar ég var lítill komst þú oft í heimsókn frá Selfossi til okkar í vest- urbæinn. Við fórum saman í kirkju á sunnudagsmorgnum. Það var gaman fyrir lítinn strák eins og mig að mæta í sunnudagaskólann með þér því þú þekktir alla prestana og talaðir við þá eins og vini. Það var líka gaman að koma í heimsókn til þín á Selfoss. Þú barst alltaf fram góðan mat og ég tala ekki um eftirréttina sem þú hafðir upp á að bjóða. Eitt er víst að aldrei hef ég kynnst jafn sterkri manneskju og henni eddu-ömmu minni. Þú þurftir að kveðja eiginmann þinn, son þinn, barnabarn og barnabarnabarn. Samt hélstu áfram óstöðvandi í gegnum líf- ið, með sterka trú þína á guð að leið- arljósi, til hinsta dags. Trúin var þér til halds og trausts í gegnum súrt og sætt. Nú hefur þú kvatt þennan heim og ert komin í faðm guðs og til þeirra fjölskyldumeðlima sem á undan eru gengnir. Guð blessi þig elsku edda- amma mín. Kristur, úr þínum konungs sal, kemur þú, lífs míns vörn. Kallar þú heim frá dauðans dal duftsins og tímans börn. (RBB.) Guðjón Örn Ingólfsson, Kær vinkona mín hefur kvatt okk- ur. Ég þekkti Rósu alla mína ævi, en hún var kona Ingólfs, móðurbróður míns. Ég minnist heimsókna til þeirra hjóna, fyrst á Stað í Stein- grímsfirði, svo á Mosfelli, á Leifsgöt- unni, aftur á Mosfelli, og síðast á Sel- fossi. Alls staðar voru móttökurnar höfðinglegar, en ekki var minna virði að hlusta á húsfreyjuna, leiftrandi gáfur hennar og snögg og skýr svör einkenndu samræðurnar. Eftir að Ingólfur frændi minn lést heimsótti ég Rósu á heimili hennar í Grænumörk, alltaf þegar ég átti leið hjá. Við sátum oft lengi og töluðum saman, tveir kennarar, ræddum kennsluaðferðir og rifjuðum upp at- vik úr kennsluferlinum. Lásum stundum upp ljóð, hvor fyrir aðra. Það voru ánægjulegar stundir. En síðustu tvö árin hef ég ekki getað heimsótt hana, og þótti mér það mjög miður. En ég lít fram til endurfunda á betri stað, og hlakka til að taka upp þráðinn. Ég votta afkomendum samúð mína. Rósa Aðalsteinsdóttir. Átta ára sat ég í tíma fyrsta skóla- daginn. Ég fékk í hendur bláa lestrar- bók, hvorki man ég númerið né flokk- inn, en kennarinn, hún Rósa Blöndals, prestsfrúin á Mosfelli, sagði mér að lesa söguna um Hnoðra litla fremst í bókinni. Ég hlýddi og las svo upphátt þegar mér var sagt það. Svo fóru elstu börnin í yngri deild- inni, þessi tíu ára, að lesa úr sinni lestrarbók og lásu þar spennandi frá- sögn um Arnljót gellina, skíðagarp og hetju sem hjálpaði íslenskum mönn- um í nauð úti í Noregi. Ég hafði lesið flestar Íslendingasögurnar heima en kannaðist ekki við þessa frásögn. Í lok tímans mannaði ég mig upp í það að spyrja Rósu hvort ég mætti ekki frekar lesa bókina sem eldri krakk- arnir voru með, mér þættu svona kappar ólíkt skemmtilegri en fávísir andarungar. Hún brosti hlýlega og það var auðsótt mál. Mér leið vel í skólanum hjá Rósu. Hún var skáldmælt og hafði einlægan áhuga á ljóðlist og fornsögunum. Auk hinnar eiginlegu kennslu samdi hún á hverju ári leikrit sem hún lét nem- endur æfa og sýna; ýmist upp úr þjóð- sögum eða fornum sögnum. Þar mátti finna jafnólík viðfangsefni og Árna í Botni sem náði sér í ríkt kvonfang með brögðum og trúarhetjurnar Þor- vald víðförla og Friðrek biskup. Eftir barnaskólanám mitt skildi vitaskuld leiðir – en þó ekki alveg. Rósa hafði stundum samband við mig ef henni þótti tilefni til; ég hafði kannski þýtt „ljóta mynd“ fyrir sjón- varpið, nú eða þá gert eitthvað sem henni var betur að skapi. Fyrir nokkrum árum las ég svo yfir fyrir hana ýmsar hugleiðingar um Njálu, Vínlandsferðirnar og sitthvað fleira í gömlum bókum. Þær voru ætlaðar til útgáfu sem þó varð ekki af – en margt í þeim sýndi næman skilning hennar á viðfangsefninu og glöggskyggni á fornar sögur og ekki síður á mannlegt eðli. Ég var í skóla hjá Rósu þrjá vetur – aðra hverja viku – en hef búið að þeim samvistum alla tíð síðan. Rósa átti drjúgan þátt í að gera mig að þeim rómantíska þjóðernissinna sem ég óneitanlega er. Fyrir það vil ég þakka að leiðarlokum. Guðni Kolbeinsson. Rósa, eða réttara sagt frú Rósa eins og við nefndum hana, var ekki aðeins barnakennari okkar sem ól- umst upp á Laugarvatni og Laugar- dal á sjötta áratug síðustu aldar held- ur var hún andlegur og menningarlegur leiðsögumaður okk- ar flestra. Fram yfir 1960 var kennt í lítilli stofu í kjallaranum í Mörk. Tvær deildir voru í skólanum, eldri og yngri deild og fyrstu árin skiptust deildirn- ar á að vera ýmist í skólanum eða heima hálfan mánuð í senn. Rósa kenndi okkur sönn lífsgildi, var góður kennari með brennandi áhuga fræð- arans. Hún var metnaðargjörn fyrir hönd nemenda sinna, býsna ákveðin en sanngjörn. Klukkan er átta, allir mættir í kjallaraganginn, líka krakk- arnir innan úr dalnum sem keyrðir voru í jeppanum gegnum illviðrið og ófærðina, allir ganga inn í kennslu- stofuna í röð, stelpurnar á undan og síðan við strákarnir, hendur fyrir aft- an bak. Rósa stendur dökkklædd og virðuleg innan við dyrnar, muna að hneigja sig, „góðan daginn“, síðan staðið bak við stólana uns þögn er komin á, „gerið svo vel að setjast“, spenna greipar, loka augum, ekki kíkja, bænastundin hefst með sign- ingu, faðirvori og stuttri bæn, nema á föstunni les Rósa gjarnan úr Pass- íusálmunum. Kennslan hefst, lesa upphátt, skrifa, standa upp og fara með ljóð og sálma utan að, „Skein yfir landi sól á sumarvegi … hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur“ – allt kvæðið í einni lotu. Frímínútur, allir út, stórfiskaleikur fram hjá pollunum á malarplaninu, kallað í tíma, engin skólabjalla, drekkutími, mjólk í öl- flösku með korktappa, franskbrauð og rúgbrauð að leggja saman, kinda- kæfa og smjör á milli, smjörpappír utan um, vonandi hefur ekki kork- tappinn gefið sig og mjólkin smitað út um töskuna, þá kemur súr lykt í hana, leðurtaska sem mamma saumaði, ól yfir aðra öxlina, mjólk á ekki heima í bókum, sérstaklega ekki skriftarbók- um með bleki, best að hafa hillupapp- ír utan um þær. Rósa les framhalds- sögu á meðan við borðum. Síðustu tveir tímarnir; undirbúa árshátíðina, æfa leikritið um kristnitökuna sem Rósa samdi, Þangbrandur með sverð og kross fyrir skjöld stekkur fram á sviðið í leikritinu og hrópar: „Ég ótt- ast ekki dauðann.“ Kannski ég ætti bara að láta mér nægja að fara með „Heyrðu snöggvast Snati minn“ á árshátíðinni. – Loksins, skólinn bú- inn. Ég ber mikla virðingu fyrir frú Rósu og mér þykir mjög vænt um hana þó að hún sé svolítið ströng, ekki alltaf, bara stundum. Einn af mörgum samfundum okk- ar Rósu á síðustu fimmtíu árum var í 94 ára afmælinu hennar sem hún hélt Rósa B. Blöndals
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.