Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 ✝ Ásgeir Hafliðasonfæddist í Hvít- árholti í Hruna- mannahreppi 10. des- ember 1925. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 21. október sl. Foreldrar hans voru Björg Eyj- ólfsdóttir, f. 13.6. 1907, d. 1.7. 1981 og Hafliði Óskar Frið- riksson, f. 1900, d. 1947. Ásgeir ólst upp hjá hjónunum Vigdísi Jónsdóttur og Bjarna Jónssyni að Auðsholti í Hruna- mannahreppi og átti þar fjögur uppeldissyskini sem öll eru látin. Alsystir Ásgeirs er Hulda, f. 25.11. 1924, búsett í Bandaríkjunum. Systkini Ásgeirs sammæðra eru Haukur Engilbertsson, f. 10.4. 1938, Svava Engilbertsdóttir, f. 7.11. 1939, Runólfur Engilbertsson, f. 22.5. 1941 og Eyjólfur Engilberts- son, f. 9.10. 1943. Dóttir Ásgeirs og Lilju Eiríks- Eðvarð Örn, f. 29.8. 1981, maki Kristins er Inga K.Guðmannsdóttir, f. 29.3. 1960, synir þeirra Guðni Már, f. 13.1. 1987, Benedikt Reynir, f. 25.11. 1990 og Bjarki Þór, f. 26.4. 1994. 5) Berglind Björk, f. 11.7. 1966, maki Jóhannes Kristófersson, f. 7.7. 1962, börn þeirra Ívar Örn, f. 15.7. 1987, Íris Ösp, f. 6.5. 1991 og Kristbjörg Una, f. 20.9. 1995. 6) Benedikt Reynir, f. 3.2. 1971, d. 16.9. 1988. Sambýliskona Ásgeirs frá árinu 1982 er Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 24.3. 1931, ættuð frá Sólheimum í Hrunamannahreppi. Börn Guð- rúnar eru Kristbjörg, Brynjólfur, Birgir og Gunnar Guðjónsbörn. Ásgeir var járnsmíðameistari að mennt og starfaði um árabil við iðn sína hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi. Hann starfaði um skeið við uppbyggingu Búrfellsvirkjunar uns hann hélt til Svíþjóðar árið 1968 til starfa í skipasmíðastöð. Þá var hann einnig til sjós sem vélstjóri til margra ára og vann síðan við smíð- ar í Reykjavík síðustu ár starfsævi sinnar. Útför Ásgeirs fór fram í kyrrþey, að hans ósk. Meira: mbl.is/minningar dóttur er Áslaug, f. 4.5. 1946, maki Sveinn Tumi Arn- órsson, f. 3.3. 1949, d. 9.3. 2002, dóttir þeirra er Lilja Rún, f. 30.3. 1984. Börn Ás- geirs og Ástu Hró- bjartsdóttur eru: 1) Hafsteinn Viðar, f. 19.4. 1949, maki Kristín Oktavía Árna- dóttir, f. 25.6. 1950, börn þeirra Kristín Oktavía, f. 11.10. 1973, Katrín Ásta, f. 23.12. 1975 og Sófús Árni, f. 13.1. 1985. 2) Hjördís, f. 27.5. 1950, maki Helgi Þorsteinsson, f. 28.1. 1949, synir þeirra Ásgeir, f. 26.8. 1968, Hjalti, f. 19.11. 1972 og Davíð, f. 24.1. 1980. 3) Guðfinna, f. 6.6. 1954, maki Guðbjörn Guðbjörnsson, f. 23.7. 1949, börn þeirra Árni Þór, f. 27.10. 1974, Eva Karen, f. 10.12. 1979 og Ester, f. 15.6. 1985. 4) Kristinn Þór, f. 1.9. 1957, sonur hans og Eyrúnar Kjartansdóttur er Elsku Ásgeir. Hér er eitt af þínum uppáhalds- ljóðum og allt sem segja þarf. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð veri með þér. Þín Guðrún. Í uppvextinum minnist ég pabba mjög mikið í burtu að vinna, þar af leiðandi missti ég dálítið af honum þau árin. En við áttum eftir að bæta okkur þetta upp síðar, er við pabbi vorum samskipa á sjó í hartnær ára- tug með litlum hléum, ég þá sautján ára er sá tími hefst og hann að verða fimmtugur. Það var mér al- gjörlega ómetanlegt enda náði ég að kynnast honum mun betur, en það vita þeir sem þekkja að löng sam- vera á sjó fær menn til að kynnast vel. Á þessum tíma urðum við pabbi góðir vinir, gerðum ýmislegt saman í frítímum eins og að fara á lands- leiki í Laugardalnum, hvort sem var í handbolta eða fótbolta, en pabbi átti sér uppáhaldslið í fótboltanum bæði hér heima og á Englandi. Pabbi var góður verkmaður og ráðagóður, var hann oft fenginn til að leysa hin ýmsu verkefni sem upp komu á sjónum og þau gátu verið margvísleg, auk þess átti verkkunn- átta hans eftir að nýtast mér síðar. Alla tíð var hann vel liðinn á vinnu- stað og skoraðist ekki undan verk- um. Þegar pabbi hætti á sjónum og fór að vinna við trésmíðar, mest við uppbyggingu gamalla húsa, kom betur í ljós hve góður verkmaður hann var, var haft á orði að hann stæði jafnvel framar menntuðum mönnum í faginu. Þegar við Inga mín vorum að byggja okkur heimili bað ég hann að smíða fyrir okkur gluggafög og hurðir í húsið og tók hann því vel. Dvaldi ég mörg kvöld og laugardaga á verkstæðinu hjá honum og þóttist vera að aðstoða. Einnig munaði hann ekki um að setja upp skápa og leggja parket á herbergi fyrir okkur í Lækjarberg- inu. Nýlega keyptum við fjölskyldan sumarbústað í Grímsnesinu sem við höfum verið að endurnýja, einn góð- viðrisdag fórum við pabbi í bíltúr í sveitina, að skoða framkvæmdir. Við vorum ekki búnir að staldra lengi við þegar pabbi spurði mig af hverju ég léti ekki taka skammbitana í loft- inu í burtu og setja frekar límtrés- bita í mæninn, þetta hafði engum dottið í hug, en þetta var fram- kvæmt með hraði og var 7 metra límtrésbiti kominn í húsið eftir viku og fyrir vikið varð húsið mun bjart- ara og skemmtilegra á allan hátt. Nokkru áður en pabbi hætti á sjónum fann hann Guðrúnu sína sem hann bjó með allt til síðasta dags. Í Guðrúnu átti pabbi góðan fé- laga og vin og hef ég fulla vissu fyrir því að börn hennar og barnabörn tóku honum vel, það mátti glöggt sjá. Þó að pabbi hafi verið orðinn nokkuð mikið veikur síðasta árið kom heilablóðfallið sem reiðarslag enda er ekki hægt að búa sig undir svona áfall og afleiðingar þess. Það er þó huggun að þetta var stutt en snörp lokalota hjá honum og von- andi hefur hann ekki þjáðst mikið, en það var það sem hann óttaðist mest í veikindum sínum, sérstak- lega eftir að meinið hans hafði greinst í beinum. Ég á eftir að sakna þess að fá engar hringingar þar sem pabbi var á línunni að spyrja frétta af afa- strákunum sínum og hvernig þeim gengi í handboltanum, eða öðru því sem fjölskyldan var að sýsla við. Guð gefi aðstandendum styrk í góðum minningum um Ásgeir Haf- liðason. Farðu í friði, elsku pabbi, og guð blessi minningu þína. Þinn Kristinn Þór. Okkur bræðurna langar til að minnast Ásgeirs Hafliðasonar sem var sambýlismaður móður okkar til 27 ára. Þegar Ásgeir kom inn á heimili okkar vorum við bræðurnir á tán- ingsaldri og þegar litið er til baka má gera ráð fyrir að það hafi verið erfiðar vikur fyrst til að byrja með að ná trausti okkar bræðra. Svo varð þó ekki raunin þar sem sam- skiptin voru hnökralaus alla tíð. Þeir sem þekkja Ásgeir vita að hann var hvers manns hugljúfi. Þó að hann væri dulur að eðlisfari og bæri ekki tilfinningar sínar á torg hafði hann þægilega nærveru sem lýsti manngæsku hans. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast. Oft var rætt um stjórnmál en Ásgeir var pólitískur og hafði ákveðnar skoðanir á því sviði en við bræðurnir skildum ekki alltaf þegar hann tók málstað verka- lýðshreyfingarinnar og framsóknar- manna en bárum auðvitað virðingu fyrir þessum skoðunum, sérstaklega eftir því sem árin liðu. Margar veiðiferðir fórum við með Ásgeiri en hann hafði yndi af veiði þó að ekki skipti máli að aflinn var oft ekki mikill. Hann hafði einnig mjög gaman af íþróttum og fylgdist aðallega með þeim í sjónvarpinu. Ásgeir var mjög handlaginn bæði á járn og tré, allt handverk lék í höndunum á honum, hvort sem var nýsmíði eða viðgerðir. Þess má geta að þegar leitað var tilboða í smíði á handriði við tröppurnar á Kirkju- teignum í fyrrasumar fannst honum verðlagningin út í hött og tók sig þá til og smíðaði það sjálfur, þá kom- inn vel yfir áttrætt og enn við góða heilsu. En móðir okkar og Ásgeir áttu því láni að fagna að vera heilsuhraust eftir að þau luku starfsævinni og byrjuðu þau alltaf daginn á gönguferð um Laugardal- inn. Við bræðurnir varðveitum góðar minningar um Ásgeir. Hvíl þú í friði. Birgir og Gunnar Rafn. Ásgeir Hafliðason Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson.) Ég kveð Hadda minn með þeirri ósk að nú líði honum vel, þakka sam- vistina og fyrir að bjarga lífi mínu á sínum tíma. Fjölskyldunni allri sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Ragna á Laugarbóli. Ár og aldir líða og enginn stöðvar tímans hjól. Þó er eins og tíminn standi í stað eitt augnablik nú þegar höfðinginn Halldór Hafliðason, bóndi í Ögri, er allur. Hugurinn ber mig ár og áratugi aftur til þess tíma þegar Djúpið var blómleg sveit, til þess tíma þegar börn voru nánast á hverj- um bæ og Fagranesið sigldi á milli til að ná í mjólk, koma með vöru og koma okkur krökkunum í skólann. Þá var Ögur mikil umferðarmiðstöð og því oft æði gestkvæmt hjá þeim hjónum Hadda og Mæju og alltaf veitt af miklum rausnarskap. Sam- skipti milli Ögur- og Vigurbænda hafa ávallt verið mikil og góð. Halldór og faðir minn Baldur Bjarnason voru lengi í hreppsnefnd Ögursveitar, ekki bar skugga á það samstarf, þó að meiningarmunur væri á stundum. Þá voru fundir oft haldnir í Vigur og var mikil tilhlökkun hjá strákhnokka að taka á móti hreppsnefndarmönnum. Hlaupið við fót upp á mylluskans og skimað eftir bátsferðum. Spenning- urinn jókst þegar trilluskellirnir heyrðust, þá var brennt niður á kamb og beðið eftir að bátarnir frá Hvíta- nesi og Ögri lentu í fjörunni. Körl- unum fylgdi sérstök lykt, hrepps- nefndarlykt, sambland af bensíni, sjó og sveit. Svo var tekið til við að funda. Ekki veit drengstauli hvað fram fer á hreppsnefndarfundum en hitt er vit- að að Halldór hafði miklar og sterkar skoðanir og stóð fast á þeim. Hann var ekki maður langrar orðræðu, en því meiri þungi fylgdi orðum hans og á þeim tekið mark. Í barnsminni mínu er Halldór fáskiptinn og þung- brýnn en raungóður. Fjarlægur en þó nálægur, fastur punktur í tilver- unni. Með árunum varð mér þó ljóst að undir hrjúfri brynjunni leyndist næmur maður sem ekki bar tilfinn- ingar sínar á torg. Skarpgreindur og mikill fróðleiksbrunnur um sögu sveitar sinnar, mannlífs og örnefna. Halldór var bústólpi. Búskapur þeirra hjóna ávallt með miklum myndarbrag og snyrtimennska til fyrirmyndar. Hann var hvorki maður veraldlegra gæða né metorða. Til- vera hans öll var samofin Ögri og þar mun hann ætíð vera nálægur. Með Halldóri er rofin tenging við gamla tíma og gömul gildi sem eru mörgum nútímamanninum sem þjóðsaga ein. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar færa Maríu, eiginkonu Halldórs, af- komendum og ástvinum öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við minn- umst Halldórs Hafliðasonar með virðingu og hlýju og finnst við hæfi að kveðja hann með erfiljóði sem langafi minn sr. Sigurður Stefánsson orti að Jakobi Rósinkarssyni, langafa Hall- dórs, gengnum. Hjarta hreint í höfðingsbrjósti bar hinn dáðrakki drengur; fylgdu honum gæfa og góðra manna hylli lífs á leið. Dapurt er í Ögri djúpt er höggvið skarð þar fyrir skildi. Glatt er á himni góðs manns öndu fagnar frelstur lýður. Björn Baldursson frá Vigur. Höfðingi er fallinn. Í dag fylgjum við vini mínum Hall- dóri Hafliðasyni, bónda í Ögri, síð- asta spölinn. Halldór tilheyrir kyn- slóðinni sem fæddist fyrir miðja síðustu öld. Á fæðingarstaðnum, í Ögurvíkinni, ólst hann upp. Í Djúpinu kynntist hann konu sinni, Maríu Guðröðardóttur. Í Ögri hélt hann búskap allt til dauðadags. Þar eignaðist hann börnin og kom þeim til manns þar. Hann var sannur Djúpmaður. Mér þykir mikið til þess- arar kynslóðar koma og ekki síst þeirra sem tilheyra þessum fagra stað, Ísafjarðardjúpi. Leiðir okkar Halldórs lágu saman í framhaldi af kynnum mínum og næst elsta sonar hans og nafna, Halldórs Halldórssonar, sumarið 1987. Hall- dór, María og börnin þeirra hafa allt frá þessum tíma verið mér afar kærir vinir. Þetta var sumarið sem Halldór Halldórsson gekk að eiga Guðfinnu Hreiðarsdóttur, að sjálfsögðu í Ög- urkirkju. En til gamans má rifja það upp að sr. Baldur Vilhelmsson, sem gifti þau hjón, mismælti sig í athöfn- inni og spurði brúðina hvort hún vildi ganga að eiga Halldór Hafliðason. Eðlilega sló þögn á okkur kirkju- gesti, en þó mest á brúðina. Halldór Hafliðason sem og aðrir viðstaddir hafa hlegið oft að þessu. Seint verður sagt um Halldór Haf- liðason að hann hafi verið framhleyp- inn, sett hag sjálfs sín framar hag annarra, skarað eld að sinni köku eða verið í „útrás“ með sjálfan sig og sína. Þvert á móti var hann íhaldssamur, hægur, ábyrgur, traustur og jarð- bundinn maður. Ýmsir mundu segja að Halldór hefði mátt vera áræðnari með margt. En eftir allt sem undan er gengið í efnahagsmálum þjóðar- innar er ég ekki í vafa um að dygðir Halldórs og hegðan hefðu nýst þjóð- inni betur en þær sem viðhafðar voru við einkavæðingu og útrás þeirri sem skilað hefur okkur þangað sem við erum nú komin. Þegar ég leiði hugann að vini mín- um Halldóri þá kemur upp í hugann orðið klettur. En ávallt hafa allir, fjöl- skyldan hans, vinir og aðrir sam- ferðamenn getað gengið að honum vísum, sama á hverju hefur dunið. Hann var síður en svo skaplaus og hafði ákveðnar skoðanir á málum. Það var hlustað af athygli á hann og ég veit að hann er einn þeirra sem vitnað verður í. Oft er sagt að maður komi í manns stað, en það á tæpast við um Halldór. Hans skarð, í fjöl- skyldunni eða í Djúpinu, verður seint fyllt. Ég leyfi mér að trúa því að meðal þess sem okkur er ætlað í þessu jarð- lífi sé að öðlast þroska og leitast við að vera góðar manneskjur. Í því sam- bandi eigum við öll að vera gefendur og þiggjendur. Okkur reynist þetta hlutverk misjafnlega vel. Halldór Hafliðason hefur sannarlega verið í hlutverki gefandans í okkar sam- skiptum. Ég er ríkari að hafa verið Hallóri Hafliðasyni samferða. Hafðu þökk kæri vinur. Ég votta eiginkonu hans, Maríu, börnunum hans, þeim Ámunda, Hall- dóri, Leifi, Hafliða, Hörpu, Guð- mundi og Höllu, sem og tengdabörn- um barnabörnum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur öll á þessum tímamótum. Hlynur Hafberg Snorrason og fjölskylda. Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina. ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo: Hér á ég heima (Ingibjörg Haraldsd.) Það vafðist ekki fyrir honum Hall- dóri í Ögri hvar hann átti heima. Þar vildi hann vera og hvergi annars staðar. Þaðan verður hann kvaddur í dag, frá kirkjunni sinni, sem hann annaðist allt sitt líf með natni og virð- ingu. Mikil ábyrgðartilfinning fylgdi 14 ára telpunni sem kom í fyrsta sinni með djúpbátnum í Ögur í júní 1958. Hún hafði verið ráðin þangað sem kaupakona. Fjöldi fólks úr sveitinni var á bryggjunni. Þar var einnig mættur bóndasonurinn úr Ögri, Hall- dór Hafliðason, sem vísaði kaupakon- unni upp í heimasmíðaða traktor- skerru. Þegar komið var upp yfir Efri-Grundirnar blasti við Ögur- kirkja og stórt og reisulegt íbúðar- hús. Þetta var stórt heimili og innan- húss stýrði Líneik Árnadóttir, móðir Halldórs, af miklum skörungsskap. Allir höfðu sínum skyldum að gegna, ekki minnist ég þess að nokkurn tíma hafi verið svikist um. Heimarafstöð var í Ögri og fékk ég það verðuga hlutverka að álagsstýra henni, en það var gert (eftir ampermæli á vegg, sem sýndi spennustigið) með veg- legri eldavél heimilisins. Hita vatn ef auka mætti spennuna, eða lækka undir pottinum ef straummælirinn var kominn upp að hættumörkum. Þetta voru fyrirmælin sem gefin voru og sem von var tók ég þessu af mikilli alvöru. Á þessum tíma sá Halldór, eða Haddi eins og hann var kallaður, um útiverkin þar sem faðir hans Haf- liði Ólafsson, var ekki heill heilsu. Haddi sá um mjaltir og heyskap, og alltaf var passað upp á að kirkjugarð- urinn væri sleginn og vel hirtur. hann var okkar fyrirmynd í einu og öllu, sem við virtum og dáðum. Hann hafði ótrúlega þolinmæði við okkur ung- lingana, sem þarna vorum í sumar- dvöl og var óþreytandi að fræða okk- ur enda víðlesinn og margfróður. Minnisstæðastar eru mér stílabæk- urnar hans með vísunum. Hann kunni ógrynni vísna, og það sem meira var, hann vissi um tilefni höf- undanna að vísnagerðinni og víst urðu þær skemmtilegri ef saga fylgdi með. Oft var safnast saman í her- berginu hjá honum á kvöldin og spjallað og hlegið. Á sunnudögum, sem alltaf voru hvíldardagar, var stundum farið í reiðtúr í Laugardal- inn eða eitthvað skemmtilegt gert til afþreyingar. Sumrin tvö, sem ég dvaldi í Ögri skilja eftir yndislegar minningar, sem aldrei gleymast. Fyrir það og þau vinatengsl sem þar mynduðust er ég þakklát. Maju, börnunum og fjölskyldum þeirra, og systrum Hadda votta ég samúð. Hadda kveð ég með virðingu og þakklæti. Ég óska honum góðrar heimferðar. Þorbjörg Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.