Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is RÍKUSTU fjölskyldur landsins eru í reynd ríkari en kemur fram í tölum ríkisskattstjóra. Ástæðan er sú að eignir í hlutafélögum eru skráðar á nafn- virði, en markaðsverð félaganna er oft miklu hærra en nafnverð. Erfitt er að sjá hvort eignaskipting heimilanna í landinu hefur breyst mikið í kjölfar hækkunar á eignaverð og síðan hrun fjármálakerfisins. Ástæð- an er m.a. sú að á síðasta ári létu bankarnir loksins undan kröfum skattyfirvalda um að skrá banka- innistæður rafrænt inn á skattframtalið. Þetta leiddi til þess að framtaldar innistæður hækkuðu milli ára um 140%. Erfitt er að sjá hversu mikið af þessari hækkun er vegna vanskráningar fyrri ára eða vegna raunverulegrar hækkunar á bankainn- istæðum. Um helmingur af allri hlutabréfaeign lands- manna er í eigu þeirrar 1.281 fjölskyldu sem á eignir yfir 150 milljónir. Hlutabréfin eru skráð á nafnvirði en markaðsvirði þeirra getur verið marg- falt hærra en nafnvirði. Í úttekt Páls Kolbeins í Tí- und, fréttabréfi ríkisskattstjóra, kemur fram að þessar fjölskyldur áttu eignir sem eru metnar á samtals 468 milljarða í skattframtölum. Þessi upp- hæð er örugglega hærri ef tekið er tillit til mark- aðsverðs hlutabréfanna. Þessar ríkustu fjölskyldur landsins áttu um 20% af verðmæti allra fasteigna og um 64% af öllum verðbréfum sem fjölskyldurnar í landinu áttu. Eignir landsmanna í hlutabréfum minnkuðu á síðasta ári, en þar munar mest um hrun bankanna. Markaðsverði hlutabréfa bankanna skipti hundr- uðum milljarða þegar bankarnir féllu. Nafnvirði bankanna var hins vegar aðeins metið á 2,7 millj- arða. Nafnvirði hlutabréfa landsmanna lækkaði því aðeins úr 82,3 milljörðum í 78 milljarða milli ára. Verðmæti verðbréfa lækkaði um 162 milljarða í fyrra Í grein Páls kemur fram að verðbréfaeign ein- staklinga minnkaði um 162 milljarða í fyrra. Páll sagði í samtali við Morgunblaðið að hluti af þessu væri án efa til kominn vegna rýrnunar á verði verðbréfa, en inn í þessari tölu eru t.d. pen- ingamarkaðssjóðir bankanna. Einnig væri líklegt að fólk hefði í einhverjum mæli selt verðbréf og flutt fjármagn inn á bankareikninga sem væru öruggari fjárfesting. Páll var spurður hvort hægt væri að sjá í úttekt hans þennan hóp viðskiptamanna sem fram á síð- asta ár voru taldir í hópi ríkustu manna landsins, en eru nú margir hverjir gjaldþrota eða eignalaus- ir. Páll sagði að það væri hópur manna sem skuldaði mjög mikið án þess að miklar eignir lægju að baki þeim. 59 fjölskyldur skulduðu meira en 150 milljónum kr. meira en þær áttu. Þessar fjöl- skyldur skulduðu rúma 24 milljarða kr. umfram eignir. Þær töldu fram skuldir upp á 31,2 milljarða kr. en á móti skuldum stóðu hins vegar eignir sem metnar voru á rúma 7 milljarða kr. Auður ríka fólksins er lík- lega eitthvað vanmetinn Verð hlutabréfa er ekki skráð á markaðsvirði í tölum ríkisskattstjóra Morgunblaið/RAX Ríkur Roman Abramovitsj, héraðsstjóri í Tsjúkotka í Rússlandi, er meðal ríkustu manna í heimi. Hann hefur nokkrum sinnum heimsótt Ísland. Með honum á myndinni er Ólafur Ragnar Grímsson forseti. ÍSLAND er alls ekki í hópi þeirra landa heims þar sem misskipting auðsins er mest. Það sést best á því að 1% af íbúum jarðar á 40% af öllum eignum heimsins. Samkvæmt tölum ríkisskattstjóra eiga 0,8% fjölskyldna á Íslandi 12,8% allra eigna. Þegar horft er á allan heiminn verður að hafa í huga að stór hluti jarðarbúa er eignalaus og býr í sárri fáttækt. Misskipting eigna er því mjög mikil í fátækum löndum þar sem íbúar eru margir. Í Bandaríkjunum á 1% þjóðarinnar rúmlega 38% allra eigna í landinu, sem er miklu hærra hlutfall en hér á landi. Þetta er samt lægra hlutfall en meðaltalið yfir allan heiminn sem sýnir að sumum öðrum löndum er misskiptingin enn meiri. 37% af þeim allra ríkustu búa í Bandaríkjunum og 27% búa í Japan. 2% jarðarbúa eiga um 50% af öllum eignum í heiminum og 10% jarðarbúa eiga 85% af öllum eignum. Sá helmingur jarðarbúa sem er fátæk- astur á tæplega 1% eigna í heiminum. Þessar töl- ur sýna að misskipting í heiminum er mjög mikil og miklu meiri en hér á landi. 1% af íbúum jarðar á 40% af öllum eignum heimsins Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NEFNDARMENN Samfylking- arinnar í efnahags- og skattanefnd Alþingis samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum en fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru á móti og skila sér- nefndaráliti til fjárlaganefndar. Fyrir tæplega fjórum vikum und- irritaði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sérstakan sam- þykktar- og viðaukasamning Ís- lendinga, Breta og Hollendinga vegna Icesave-samkomulagsins auk þess sem frumvarp um ríkisábyrgð var lagt fyrir Alþingi. Þá kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra að stjórnin teldi sig hafa full tök á málinu og hún ótt- aðist ekki um afdrif þess á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði þingflokk VG hafa fallist athugasemdalaust á frumvarpið og að hann hræddist ekki afstöðu einstakra þingmanna. Skjót afgreiðsla mikilvæg Magnús Orri Schram, nefndar- maður Samfylkingarinnar, segir að álit Seðlabankans sé það að ríkið geti staðið undir þessum afborg- unum og á þeim grunni samþykki Samfylkingin ríkisábyrgðina. „Því lengur sem við erum að ganga frá málinu því meir aukast líkurnar á því að við höfum ekki efni á að borga,“ bætir hann við. „Við höfum áhyggjur af skuld- setningu ríkissjóðs,“ sagði Lilja Mósesdóttir, varaformaður efna- hags- og skattanefndar, við mbl.is í gær, en hún og Ögmundur Jónas- son, nefndarmenn VG, hafa frest fram á sunnudagskvöld til þess að ljúka gerð nefndarálitsins. Lilja áréttaði að ekki væri hægt að breyta Icesave-samningnum, þar sem skrifað hefði verið undir hann áður en þingið fékk hann aftur til umfjöllunar. „Það var einmitt það sem Ögmundur vildi ekki. Hann vildi að hann færi ósamþykktur inn.“ Meirihlutinn ósammála varðandi Icesave Nefndarmenn Samfylkingarinnar samþykkja ríkisábyrgð Lilja Mósesdóttir Magnús Orri Schram HLÝINDI hafa verið á landinu að undanförnu og hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort nóvember skeri sig úr að þessu leyti. „Það hefur verið hlýtt í nóv- ember og er hiti vel yfir meðallagi, en það hefur oft orðið hlýrra,“ seg- ir Trausti Jónson veðurfræðingur. Fyrstu 12 dagar mánaðarins eru í „15. hlýjasta“ sæti í Reykjavík miðað við tímann frá 1949 (61 ár). Á Akureyri er nóvember nú í 12. sæti yfir sama tíma. Meðalhitinn í Reykjavík fyrstu 12 dagana er 4,4 stig, en sami tími 1956 var hlýj- astur, 7,4 stig, þannig að langt er á milli, segir Trausti. Veðurstofan spáir norðlægum vindum og kólnandi veðri næstu daga. sisi@mbl.is Hitinn í nóvember vel yfir meðallagi en nú á hann að kólna Ríkustu fjölskyldur landsins eiga 45% af verðmæti allra hlutabréfa, 64% af verðmæti allra verðbréfa og 20% af verðmæti allra fasteigna sem heimilin í landinu eiga. einfaldlega betri kostur © IL V A Ís la n d 20 0 9 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8 112 Reykjavík laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 ILVA kaffi: lau. 10-17 sun. 12-17 mán. - fös. 11-18 Jólaskraut 195,-/stk. Jól í ILVA NÝTT KORTATÍMABIL skoðaðu nýjan jólabækling á www.ILVA.is DOMINIQUE Strauss-Kahn, framkvæmda- stjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins, segir að AGS hafi aldrei sett það sem skilyrði að íslensk stjórn- völd yrðu að leysa Icesave- deiluna, áður en AGS tæki málefni Íslendinga til skoðunar. Þetta kemur fram í svarbréfi Strauss-Kahn til Gunnars Sigurðs- sonar leikstjóra, sem bauð fram- kvæmdastjóranum til landsins fyrir hönd þeirra sem hafa staðið að opn- um borgarafundum. Strauss-Kahn sagðist því miður ekki geta komist til landsins. Upphafið hjá bönkum Strauss-Kahn segir að það sé ekki hlutverk AGS að skipta sér af tvíhliða deilum ríkja. Það hafi sjóð- urinn ekki gert. Hann tekur það hins vegar fram að Icesave-deilan hafi tafið endurskoðun AGS með óbeinum hætti. Tafir hafi orðið á fjármögnun lána frá Norðurlönd- unum og lausn Icesave-deilunnar hafi verið skilyrði Norðurlandanna. Strauss-Kahn segir einnig að upphaf kreppunnar megi rekja til íslenskra fjármálastofnana. Bank- arnir hafi tekið of mikla áhættu og eftirlitsaðilar hafi ekki staðið sig í stykkinu. Einkavæðingin hafi lagt grunninn að þróuninni. Lausn Icesave- deilunnar ekki skilyrði AGS Dominique Strauss-Kahn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.